Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 30. nóvember 2010 06:00 Árbót í Aðaldal Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon sömdu um þrjátíu milljóna greiðslu til Árbótarhjónanna, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. [email protected] Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira