Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið 20. maí 2010 05:15 Seðlabankastjórar skiptast á gjöfum Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. [email protected] Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. [email protected]
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira