Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur 21. desember 2010 03:00 fulltrúar Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri.Fréttablaðið/Anton Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. [email protected] Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira