Morðvopns leitað og málssókn yfirvofandi 18. ágúst 2010 06:00 morðrannsóknin Á fjórða tug lögreglumanna vinnur nú að rannsókn á morðmálinu í Hafnarfirði. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og verið er að vinna úr gögnum og ábendingum frá almenningi. Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 [email protected] Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Lögregla leitar enn að morðvopni sem notað var til þess að stinga mann á fertugsaldri til bana í Hafnarfirði aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Um er að ræða eggvopn sem hann var margstunginn með. Unnusta mannsins kom að honum látnum á svefnherbergisgangi í húsinu sem hann bjó í rétt fyrir hádegi á sunnudag. Síðdegis í gær var manni á þrítugsaldri sleppt úr haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn var yfirheyrður í fyrrakvöld og síðan látinn gista fangaklefa yfir nóttina. Ekki þóttu efni til að að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir bera að „...fordæma þau forkastanlegu vinnubrögð sem ákveðnir fjölmiðlar hafa viðhaft í þessu máli og þá sérstaklega ótímabæra nafn- og myndbirtingu af skjólstæðingi mínum. Gera verður þá kröfu til fjölmiðla að þeir hafi í heiðri þá meginreglu réttarfarslaga að maður sé saklaus uns sekt telst sönnuð og á það sérstaklega við þegar hvorki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir viðkomandi, né heldur gefin út ákæra.“ Guðrún Sesselja sagði við Fréttablaðið í gær að hún myndi fara yfir málið með skjólstæðingi sínum hvað varðaði nafn- og myndbirtingu á honum í fjölmiðlum. Nafn mannsins var birt á vefmiðlunum dv.is og í kjölfarið á pressan.is og eyjan.is. Vel kunni að vera að höfðað verði mál á hendur viðkomandi fjölmiðlum á grundvelli meiðyrða eða brots á friðhelgi einkalífs. „Ég skil ekki svona vinnubrögð,“ sagði Guðrún Sesselja. Á fjórða tug lögreglumanna vinnur að rannsókn morðmálsins. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir og þeirri vinnu er ekki lokið. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og önnur gagnaöflun í fullum gangi. Fjöldi ábendinga hefur borist frá almenningi og verið er að vinna úr þeim eftir því sem tilefni er til. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444 [email protected]
Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira