Svavar Gestsson: Alþingi eignist þjóðhagsstofnun Svavar Gestsson skrifar 4. maí 2010 00:01 Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun