Ríkisflokkarnir Jón Kaldal skrifar 17. febrúar 2010 06:00 Á ráðstefnu í síðustu viku var velt upp spurningunni hverju búsáhaldabyltingin hafi skilað. Það var Háskólinn á Bifröst sem blés til fundar í Iðnó og erindi fluttu fræðimenn úr hugvísindum, félagsvísindum og lögfræði. Niðurstaða fundarins var um það bil sú að þrjú megin skammtímamarkmið byltingarinnar hefðu náðst: Þáverandi ríkisstjórn hrökklaðist frá, skipt var um stjórnendur í Seðlabankanum og boðað var til alþingiskosninga. Öðru máli gegnir hins vegar um þá von og trú að eldarnir sem kveiktir voru á Austurvelli veturinn 2008 til 2009 myndu leiða af sér djúpstæðari og varanlegri breytingar á samfélaginu. Sú hefur ekki orðið raunin. Ekki enn að minnsta kosti. Hin háværa krafa búsáhaldabyltingarinnar um stjórnlagaþing og aðkomu þjóðarinnar að endurskoðun stjórnarskrárinnar, er til dæmis í meðförum Alþingis orðin að hugmynd um stjórnlagaþing, sem mögulega verður haldið árið 2011. Ærandi hávaði frá pottum og pönnum hefur dáið niður í suð í þingsölum. Á fundinum í Iðnó velti Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, því fyrir sér hvort lengra yrði ekki komist. „Mér þætti synd og skömm ef ekki einu sinni eftir þessa miklu atburði væri hægt að ráðast í gagngera, nauðsynlega og róttæka endurskoðun stjórnarskrárinnar," sagði Guðni. Hann benti á að staðið hefur til að endurskoða stjórnarskrána frá 1944 en flokkarnir hafi aldrei komið sér að verki. Ekki nú fremur en í fortíð. Að mati Guðna sýnir þetta sleifarlag við endurskoðun stjórnarskrárinnar „ægivald fjórflokksins". Það er örugglega réttur dómur. Stóru flokkarnir fjórir hafa komið sér vel og rækilega fyrir í þjóðlífinu. Þeir eru til dæmis að stórum hluta á framfæri hins opinbera; þiggja bæði háa styrki frá ríki og sveitarfélögum. Sama gildir reyndar um aðra flokka sem eiga fulltrúa á þingi eða í sveitarstjórnum, en stóru flokkarnir fjórir taka þó til sín yfirgnæfandi meirihluta þessara fjármuna. Einum þræði má líta á þessa sterku stöðu stóru flokkanna fjögurra sem ákveðinn farartálma fyrir minni stjórnmálaöfl; að þeir séu svo frekir til fjár og rúms að aðrir komist ekki að. Vandamálið við það sjónarhorn er hins vegar að í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar og mestu endurnýjunarkröfu seinni tíma, styrktu stóru flokkarnir fjóru mjög stöðu sína í kosningunum í fyrravor. Það liggur sem sagt fyrir að fjórflokkurinn er þjóðin, að frádregnum um það bil sjö prósentum, sem eru tilbúin að greiða einhverjum öðrum atkvæði sitt, hvort sem þeir heita Frjálslyndir eða Borgarar. Það sem Guðni kallar „ægivald fjórflokksins" er því í höndum þjóðarinnar. Stóra spurningin er bara hvort, og þá hvernig, hún ætlar að beita því? Merki búsáhaldabyltingarinnar verða ekki varanleg nema ef glæður hennar hafi náð að læsa sig í grasrætur stóru fjóru flokkanna og fólkið þar átti sig á því að stjórnmálaflokkar þurfa ekki að snúast um andlitin sem við sjáum í ræðustólum þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Á ráðstefnu í síðustu viku var velt upp spurningunni hverju búsáhaldabyltingin hafi skilað. Það var Háskólinn á Bifröst sem blés til fundar í Iðnó og erindi fluttu fræðimenn úr hugvísindum, félagsvísindum og lögfræði. Niðurstaða fundarins var um það bil sú að þrjú megin skammtímamarkmið byltingarinnar hefðu náðst: Þáverandi ríkisstjórn hrökklaðist frá, skipt var um stjórnendur í Seðlabankanum og boðað var til alþingiskosninga. Öðru máli gegnir hins vegar um þá von og trú að eldarnir sem kveiktir voru á Austurvelli veturinn 2008 til 2009 myndu leiða af sér djúpstæðari og varanlegri breytingar á samfélaginu. Sú hefur ekki orðið raunin. Ekki enn að minnsta kosti. Hin háværa krafa búsáhaldabyltingarinnar um stjórnlagaþing og aðkomu þjóðarinnar að endurskoðun stjórnarskrárinnar, er til dæmis í meðförum Alþingis orðin að hugmynd um stjórnlagaþing, sem mögulega verður haldið árið 2011. Ærandi hávaði frá pottum og pönnum hefur dáið niður í suð í þingsölum. Á fundinum í Iðnó velti Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, því fyrir sér hvort lengra yrði ekki komist. „Mér þætti synd og skömm ef ekki einu sinni eftir þessa miklu atburði væri hægt að ráðast í gagngera, nauðsynlega og róttæka endurskoðun stjórnarskrárinnar," sagði Guðni. Hann benti á að staðið hefur til að endurskoða stjórnarskrána frá 1944 en flokkarnir hafi aldrei komið sér að verki. Ekki nú fremur en í fortíð. Að mati Guðna sýnir þetta sleifarlag við endurskoðun stjórnarskrárinnar „ægivald fjórflokksins". Það er örugglega réttur dómur. Stóru flokkarnir fjórir hafa komið sér vel og rækilega fyrir í þjóðlífinu. Þeir eru til dæmis að stórum hluta á framfæri hins opinbera; þiggja bæði háa styrki frá ríki og sveitarfélögum. Sama gildir reyndar um aðra flokka sem eiga fulltrúa á þingi eða í sveitarstjórnum, en stóru flokkarnir fjórir taka þó til sín yfirgnæfandi meirihluta þessara fjármuna. Einum þræði má líta á þessa sterku stöðu stóru flokkanna fjögurra sem ákveðinn farartálma fyrir minni stjórnmálaöfl; að þeir séu svo frekir til fjár og rúms að aðrir komist ekki að. Vandamálið við það sjónarhorn er hins vegar að í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar og mestu endurnýjunarkröfu seinni tíma, styrktu stóru flokkarnir fjóru mjög stöðu sína í kosningunum í fyrravor. Það liggur sem sagt fyrir að fjórflokkurinn er þjóðin, að frádregnum um það bil sjö prósentum, sem eru tilbúin að greiða einhverjum öðrum atkvæði sitt, hvort sem þeir heita Frjálslyndir eða Borgarar. Það sem Guðni kallar „ægivald fjórflokksins" er því í höndum þjóðarinnar. Stóra spurningin er bara hvort, og þá hvernig, hún ætlar að beita því? Merki búsáhaldabyltingarinnar verða ekki varanleg nema ef glæður hennar hafi náð að læsa sig í grasrætur stóru fjóru flokkanna og fólkið þar átti sig á því að stjórnmálaflokkar þurfa ekki að snúast um andlitin sem við sjáum í ræðustólum þingsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun