Hætti sem vallarvörður og ákvað að gera gamanþætti 10. nóvember 2010 08:00 Stjörnulið Gestur Valur Sveinsson segist njóta aðstoðar Caspers Christiansen, Klovn-stjörnu, við að útfæra hugmynd að nýrri gamanþáttarö sem verður sýnd á RÚV eftir áramót. Arnar B. Gunnlaugsson knattspyrnukappi rekur framleiðslufyrirtækið Clear River Production ásamt Gesti Val en það framleiðir þættina. „Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ [email protected] Lífið Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ [email protected]
Lífið Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira