Suðurríkja-Strokes verður að sveitalubba-Bon Jovi 7. október 2010 10:00 MANCHESTER, TN - JUNE 11: Lead singer and guitarist Caleb Followill of Kings of Leon performs during day 2 of the Bonnaroo Music and Arts Festival at the Bonnaroo Festival Grounds on June 11, 2010 in Manchester, Tennessee. (Photo by Skip Bolen/WireImage) Getty: 010445 Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira