Hvíta bókin Þorvaldur Gylfason skrifar 2. júlí 2009 00:01 Fólkið í landinu þarf að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á því, níu mánuðum eftir hrun, að ábyrgðarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Þeir hafa nú haft níu mánuði í boði yfirvalda til að koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa verið kvaddir til skýrslutöku, það er allt og sumt. Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff, sem játaði sök fyrir sex mánuðum og reyndist hafa hlunnfarið viðskiptavini sína um sömu fjárhæð og íslenzku bankarnir, eða rösklega 60 milljarða Bandaríkjadala, hefur nú fengið 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virðist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öðru undir áleitnar grunsemdir um, að yfirvöldin standi í reyndinni að einhverju leyti með meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dæmi. Hvað væri einfaldara en að skoða farþegalistana úr einkaþotum útrásarvíkinganna til að kanna, hverjir þágu far með þeim? Þannig væri hægt að skerpa til muna myndina af óviðurkvæmilegu samneyti stjórnmálastéttarinnar, embættismanna og blaðamanna við víkingana. Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari hafa heimild til að leggja hald á listana. Það tæki röskan mann ekki nema dagpart að kemba þá. Hafi ákveðnir embættismenn þegið far með þotunum, hafa þeir líklega brotið gegn 109. grein almennra hegningarlaga. Sönnunargögnin liggja á arinhillunni líkt og í skáldsögu eftir Kafka, en rannsóknarnefnd Alþingis sýnir þeim engan áhuga, þótt starfstími hennar sé meira en hálfnaður. Rannsóknarnefndin og sérstakur saksóknari hafa ekki heldur hirt um að taka skýrslu af Sverri Hermannssyni fyrrum Landsbankastjóra, en hann hefur í fjölda greina í Morgunblaðinu borið lögbrot meðal annars á varaformann bankaráðsins fram að hruni. Þessi dæmi virðast ekki vitna um ríkan áhuga rannsóknarnefndar Alþingis og sérstaks saksóknara á framgangi réttvísinnar. Áhugaleysið um réttlæti og réttvísi virðist ekki vera bundið við þá, sem yfirvöldin réðu til rannsóknarinnar. Enginn lögfræðingur sótti um embætti sérstaks saksóknara, þegar það var fyrst auglýst, enda gerði ríkisstjórnin lítið úr þörfinni fyrir rannsókn á meintum lögbrotum í kringum bankahrunið og þvertók fyrir að fela erlendum mönnum stjórn rannsóknarinnar. Ekki virtist auður umsækjendalistinn vitna um ríkan áhuga meðal lögfræðinga almennt á framgangi réttvísinnar. Lögmannafélagið sendi nýlega frá sér áþekk skilaboð í formi ályktunar um „hið svokallaða bankahrun". Slíkar ályktanir sendi lögmannafélagið í Austur-Þýzkalandi frá sér með reglulegu millibili fyrir 1989. Lögmenn ganga hér fram hver af öðrum til að reyna að varpa rýrð á Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, en hún hefur lýst rannsóknina hlægilega vegna fjárskorts og vanhæfis. Ríkisstjórnin segist með semingi ætla að hlíta ráðum Evu, en hikið og seinagangurinn vekja ekki traust. Þessi ummerki þarf að skoða í samhengi við liðna tíð. Tuttugasta öldin leið svo, að endurtekin hneyksli í gömlu ríkisbönkunum og viðskiptalífinu voru samkvæmt ýmsum skriflegum heimildum yfirleitt þögguð niður. Halldór Kiljan Laxness skaffaði í einni bóka sinna einu handhægu heimildina um faktúrufölsunarfélagið, en það var þegar nokkrir máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins meðal heildsala urðu uppvísir að umfangsmiklu skjalafalsi. Blöðin sögðu fátt, enda voru þau öll á bandi flokkanna. Þjóðviljinn andæfði, en hann var afgreiddur sem kommúnistamálgagn. Öldin okkar þegir um málið. Allir vissu, að stjórnvöld héldu verndarhendi yfir lögbrjótum. Var þá þess að vænta, að bankamenn og aðrir, sem náðarsól ríkisvaldsins skein svo skært á, færu í hvívetna að lögum? Come on. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson skáld er frábærlega vel skrifuð og haldgóð heimild um bankahrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Einar Már lýsir hruninu sem skilgetnu afkvæmi kæfandi faðmlags milli forkólfa viðskiptalífsins, bankanna og stjórnmálastéttarinnar. Hann skilur, að stjórnmál og viðskipti eru vond blanda, og hann dregur upp skýra og stundum sprenghlægilega mynd af spillingunni, sem gleypti Ísland. Hann er fundvís á flugbeittar samlíkingar. Hann hikar ekki við að gegnumlýsa samneyti eiturlyfjakónga í Mexíkó og systurflokks Sjálfstæðisflokksins þar suður frá, sem heitir því góða nafni Kerfisbundni byltingarflokkurinn, og lætur lesandanum eftir að draga ályktanir. Hann hellir sér yfir Samfylkinguna fyrir að hafa svikið hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Hann lýsir stjórnmálamönnum sem leiksoppum auðkýfinga líkt og unglingum, sem byrja að reykja hass og leiðast út í harðari efni. Framsóknarflokkurinn og forseti Íslands fá einnig sinn skammt. Hvíta bókin verður þýdd á erlend tungumál útlendingum til viðvörunar. Sjálfur er ég með bók um hrunið í smíðum handa bandarísku háskólaforlagi, sem vill hún heiti When Iceland Fell (Er Ísland sokkið?). Kannski ítalska þýðingin fái heitið La bancarotta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannsóknarskýrsla Alþingis Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Fólkið í landinu þarf að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki bólar enn á því, níu mánuðum eftir hrun, að ábyrgðarmenn hrunsins séu látnir svara til saka. Þeir hafa nú haft níu mánuði í boði yfirvalda til að koma gögnum og eignum undan. Fáeinir menn hafa verið kvaddir til skýrslutöku, það er allt og sumt. Bandaríkjamaðurinn Bernard Madoff, sem játaði sök fyrir sex mánuðum og reyndist hafa hlunnfarið viðskiptavini sína um sömu fjárhæð og íslenzku bankarnir, eða rösklega 60 milljarða Bandaríkjadala, hefur nú fengið 150 ára fangelsisdóm. Rannsóknin hér heima virðist vera í skötulíki og ýtir ásamt ýmsu öðru undir áleitnar grunsemdir um, að yfirvöldin standi í reyndinni að einhverju leyti með meintum sakamönnum gegn fólkinu í landinu. Tökum tvö dæmi. Hvað væri einfaldara en að skoða farþegalistana úr einkaþotum útrásarvíkinganna til að kanna, hverjir þágu far með þeim? Þannig væri hægt að skerpa til muna myndina af óviðurkvæmilegu samneyti stjórnmálastéttarinnar, embættismanna og blaðamanna við víkingana. Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari hafa heimild til að leggja hald á listana. Það tæki röskan mann ekki nema dagpart að kemba þá. Hafi ákveðnir embættismenn þegið far með þotunum, hafa þeir líklega brotið gegn 109. grein almennra hegningarlaga. Sönnunargögnin liggja á arinhillunni líkt og í skáldsögu eftir Kafka, en rannsóknarnefnd Alþingis sýnir þeim engan áhuga, þótt starfstími hennar sé meira en hálfnaður. Rannsóknarnefndin og sérstakur saksóknari hafa ekki heldur hirt um að taka skýrslu af Sverri Hermannssyni fyrrum Landsbankastjóra, en hann hefur í fjölda greina í Morgunblaðinu borið lögbrot meðal annars á varaformann bankaráðsins fram að hruni. Þessi dæmi virðast ekki vitna um ríkan áhuga rannsóknarnefndar Alþingis og sérstaks saksóknara á framgangi réttvísinnar. Áhugaleysið um réttlæti og réttvísi virðist ekki vera bundið við þá, sem yfirvöldin réðu til rannsóknarinnar. Enginn lögfræðingur sótti um embætti sérstaks saksóknara, þegar það var fyrst auglýst, enda gerði ríkisstjórnin lítið úr þörfinni fyrir rannsókn á meintum lögbrotum í kringum bankahrunið og þvertók fyrir að fela erlendum mönnum stjórn rannsóknarinnar. Ekki virtist auður umsækjendalistinn vitna um ríkan áhuga meðal lögfræðinga almennt á framgangi réttvísinnar. Lögmannafélagið sendi nýlega frá sér áþekk skilaboð í formi ályktunar um „hið svokallaða bankahrun". Slíkar ályktanir sendi lögmannafélagið í Austur-Þýzkalandi frá sér með reglulegu millibili fyrir 1989. Lögmenn ganga hér fram hver af öðrum til að reyna að varpa rýrð á Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, en hún hefur lýst rannsóknina hlægilega vegna fjárskorts og vanhæfis. Ríkisstjórnin segist með semingi ætla að hlíta ráðum Evu, en hikið og seinagangurinn vekja ekki traust. Þessi ummerki þarf að skoða í samhengi við liðna tíð. Tuttugasta öldin leið svo, að endurtekin hneyksli í gömlu ríkisbönkunum og viðskiptalífinu voru samkvæmt ýmsum skriflegum heimildum yfirleitt þögguð niður. Halldór Kiljan Laxness skaffaði í einni bóka sinna einu handhægu heimildina um faktúrufölsunarfélagið, en það var þegar nokkrir máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins meðal heildsala urðu uppvísir að umfangsmiklu skjalafalsi. Blöðin sögðu fátt, enda voru þau öll á bandi flokkanna. Þjóðviljinn andæfði, en hann var afgreiddur sem kommúnistamálgagn. Öldin okkar þegir um málið. Allir vissu, að stjórnvöld héldu verndarhendi yfir lögbrjótum. Var þá þess að vænta, að bankamenn og aðrir, sem náðarsól ríkisvaldsins skein svo skært á, færu í hvívetna að lögum? Come on. Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson skáld er frábærlega vel skrifuð og haldgóð heimild um bankahrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Einar Már lýsir hruninu sem skilgetnu afkvæmi kæfandi faðmlags milli forkólfa viðskiptalífsins, bankanna og stjórnmálastéttarinnar. Hann skilur, að stjórnmál og viðskipti eru vond blanda, og hann dregur upp skýra og stundum sprenghlægilega mynd af spillingunni, sem gleypti Ísland. Hann er fundvís á flugbeittar samlíkingar. Hann hikar ekki við að gegnumlýsa samneyti eiturlyfjakónga í Mexíkó og systurflokks Sjálfstæðisflokksins þar suður frá, sem heitir því góða nafni Kerfisbundni byltingarflokkurinn, og lætur lesandanum eftir að draga ályktanir. Hann hellir sér yfir Samfylkinguna fyrir að hafa svikið hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Hann lýsir stjórnmálamönnum sem leiksoppum auðkýfinga líkt og unglingum, sem byrja að reykja hass og leiðast út í harðari efni. Framsóknarflokkurinn og forseti Íslands fá einnig sinn skammt. Hvíta bókin verður þýdd á erlend tungumál útlendingum til viðvörunar. Sjálfur er ég með bók um hrunið í smíðum handa bandarísku háskólaforlagi, sem vill hún heiti When Iceland Fell (Er Ísland sokkið?). Kannski ítalska þýðingin fái heitið La bancarotta.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun