Hugrekki óskast Halla tómasdóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Árið sem er að líða undir lok hefur einkennst öðru fremur af ákvörðunarfælni og hugleysi. Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur fyrir ári að draga ekki ákvarðanir, það yrði okkur dýrkeypt. Sú virðist þó hafa orðið raunin og nú fyrst, nokkrum dögum fyrir jól, hefjast umræður um fjárlögin 2010. Áform stjórnvalda virðast snúast um að auka tekjur með hækkun skatta. Er það rétta eða eina leiðin? Við höfum þrjá kosti í ríkisfjármálum; að auka tekjur, lækka kostnað og selja eignir. Sambland af þessu er blönduð leið. Að auka skatta eingöngu er ekki blönduð leið og auðvelt er að efast um að leið sem byggir eingöngu á skattahækkunum sé hin eina rétta. Fyrir þinginu liggur grundvallarbreyting á skattkerfinu, verulega aukin skattbyrði fyrirtækja og heimila, sem þegar horfast í augu við nær ómögulega stöðu. Þessi stefna virðist hafa orðið til án samráðs eða samtals við atvinnurekendur og fjölskyldur í landinu, án samráðs við þjóðina. En hver er stefnan í útgjöldum ríkisins? Aðferðafræðin þar virðist ganga út á að henda hugmyndum út í samfélagið og draga þær svo til baka ef óvinsældir eru miklar. Hvers vegna er umræðan, hugmyndaauðgin og hugrekkið jafn lítið og raun ber vitni þegar kemur að kostnaðarhlið ríkisrekstursins? Þær aðstæður sem eru uppi færa okkur í raun einstakt tækifæri til að gera umbætur á kerfi sem byggst hefur upp og þróast í langan tíma, nær gagnrýnislaust. Fæst okkar eru fyllilega sátt við þetta kerfi og því virðist það bæði skammsýnt og óskynsamlegt að plástra blæðandi sár. Væri ekki nær á þessum tíma að byrja með autt blað og spyrja hvernig heilbrigt og skynsamlegt kerfi lítur út? Við þessar aðstæður þarf að forgangsraða og mikilvægt er að standa vörð um grunnstoðir framtíðarinnar. Þar er menntun einna mikilvægust. En það er hægt að hagræða og bæta í senn. Við getum eflt innihald grunnskólanna þrátt fyrir niðurskurð, stytt og bætt framhaldsskólann, sameinað og eflt háskólana. Við getum skoðað sölu á eignum ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru nauðsynlegar til að veita opinbera þjónustu. Selja mætti t.d. fasteignir ríkis og sveitarfélaga til lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta gegn sanngjarnri leigu og þar með minnka þörf á aukinni skattheimtu þjakaðra fyrirtækja og fjölskyldna. Með þessu mætti losa um umtalsverð verðmæti án þess að það komi niður á þjónustu á nokkurn hátt og um leið skapa áhugaverða og örugga fjárfestingarkosti fyrir atvinnulaust fjármagn sem liggur á innlánsreikningum. Aðstæður kalla á hugrekki og forystu byggða á skýrri framtíðarsýn. Við höfum einstakt tækifæri til að spyrja, hvers konar kerfi viljum við og þurfum, fremur en að spyrja hvernig við getum breytt núverandi kerfi - jafn gallað og það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Árið sem er að líða undir lok hefur einkennst öðru fremur af ákvörðunarfælni og hugleysi. Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur fyrir ári að draga ekki ákvarðanir, það yrði okkur dýrkeypt. Sú virðist þó hafa orðið raunin og nú fyrst, nokkrum dögum fyrir jól, hefjast umræður um fjárlögin 2010. Áform stjórnvalda virðast snúast um að auka tekjur með hækkun skatta. Er það rétta eða eina leiðin? Við höfum þrjá kosti í ríkisfjármálum; að auka tekjur, lækka kostnað og selja eignir. Sambland af þessu er blönduð leið. Að auka skatta eingöngu er ekki blönduð leið og auðvelt er að efast um að leið sem byggir eingöngu á skattahækkunum sé hin eina rétta. Fyrir þinginu liggur grundvallarbreyting á skattkerfinu, verulega aukin skattbyrði fyrirtækja og heimila, sem þegar horfast í augu við nær ómögulega stöðu. Þessi stefna virðist hafa orðið til án samráðs eða samtals við atvinnurekendur og fjölskyldur í landinu, án samráðs við þjóðina. En hver er stefnan í útgjöldum ríkisins? Aðferðafræðin þar virðist ganga út á að henda hugmyndum út í samfélagið og draga þær svo til baka ef óvinsældir eru miklar. Hvers vegna er umræðan, hugmyndaauðgin og hugrekkið jafn lítið og raun ber vitni þegar kemur að kostnaðarhlið ríkisrekstursins? Þær aðstæður sem eru uppi færa okkur í raun einstakt tækifæri til að gera umbætur á kerfi sem byggst hefur upp og þróast í langan tíma, nær gagnrýnislaust. Fæst okkar eru fyllilega sátt við þetta kerfi og því virðist það bæði skammsýnt og óskynsamlegt að plástra blæðandi sár. Væri ekki nær á þessum tíma að byrja með autt blað og spyrja hvernig heilbrigt og skynsamlegt kerfi lítur út? Við þessar aðstæður þarf að forgangsraða og mikilvægt er að standa vörð um grunnstoðir framtíðarinnar. Þar er menntun einna mikilvægust. En það er hægt að hagræða og bæta í senn. Við getum eflt innihald grunnskólanna þrátt fyrir niðurskurð, stytt og bætt framhaldsskólann, sameinað og eflt háskólana. Við getum skoðað sölu á eignum ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru nauðsynlegar til að veita opinbera þjónustu. Selja mætti t.d. fasteignir ríkis og sveitarfélaga til lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta gegn sanngjarnri leigu og þar með minnka þörf á aukinni skattheimtu þjakaðra fyrirtækja og fjölskyldna. Með þessu mætti losa um umtalsverð verðmæti án þess að það komi niður á þjónustu á nokkurn hátt og um leið skapa áhugaverða og örugga fjárfestingarkosti fyrir atvinnulaust fjármagn sem liggur á innlánsreikningum. Aðstæður kalla á hugrekki og forystu byggða á skýrri framtíðarsýn. Við höfum einstakt tækifæri til að spyrja, hvers konar kerfi viljum við og þurfum, fremur en að spyrja hvernig við getum breytt núverandi kerfi - jafn gallað og það er.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun