Umhverfismál og neytendamál Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun