Ríkisstjórn jafnaðar? Sverrir Jakobsson skrifar 19. maí 2009 06:00 Hinn 1. febrúar sl. var í fyrsta sinn í sögu Íslands skipuð ríkisstjórn þar sem fjöldi karla og kvenna var jafn, fimm konur og fimm karlar. Ríkisstjórnin reyndist enda svo vinsæl að eftir þingkosningar 25. apríl sl. var hún orðin meirihlutastjórn. Því miður urðu úrslit stólaleiksins eftir kosningar þau að ráðherrum var fjölgað og af einhverjum ástæðum þurfti að finna sæti handa fleiri karlmönnum en konum, þannig að núna eru sjö ráðherrar karlar en fimm konur. Þetta verða að teljast nokkur vonbrigði. Í sjálfu sér ætti að vera augljóst hvers vegna jafnréttisinnar eru vonsviknir en eigi að síður er rétt að segja það fullu fetum: Jafnréttissinnar trúa vissulega ekki á samfélag þar sem alltaf og alls staðar er sami fjöldi karla og kvenna í öllum störfum. Þar verður að láta sér nægja lágmarkshlutfall, t.d. 40% af hvoru kyni um sig. Á hinn bóginn var skipun ríkisstjórnar þar sem hlutföll kynjanna voru 50% táknræn aðgerð og slíkar aðgerðir skipta máli þegar verið að endurreisa Ísland úr rústum ójafnaðarstefnunnar. Það er jafnframt táknrænt að þetta skildi ekki ganga nema í þrjá mánuði og bendir til þess að vegurinn fram undan sé langur. Í febrúar sendu stjórnarflokkarnir skýr skilaboð í jafnréttismálum en í maí eru skilaboðin orðin hálfvolg. Það er ekki breyting til batnaðar. Á 21. öld ætti umræða um kynjakvóta að vera óþörf og úrelt en hún er það ekki; hin sorglega staðreynd er sú að alls staðar í íslensku samfélagi hallar á konur. Þær hafa minni atvinnutekjur, rétt rúmlega 60% af tekjum karla, og í kapítalísku samfélagi merkir það að völd þeirra eru jafnframt minni en völd karla. Stjórnmálin eru einungis eitt svið þessa misréttis; það er ennþá meira innan fyrirtækja og þá sérstaklega stærri fyrirtækja. Útrásarvíkingarnir voru upp til hópa karlkyns á meðan íhaldsstjórnirnar sem hvöttu þá áfram höfðu þó eina og eina konu innan raða sinna. Núna er komin til valda ríkisstjórn sem vill útrýma meinsemdum hins gjaldþrota ójafnaðarsamfélags. Leiðrétting á misjafnri stöðu kynjanna er afar mikilvægur hluti af því ferli þótt það séu mun fleiri hlutir sem einnig þarf að breyta. Auðvitað mun leiðrétting kynjahalla vekja andstöðu. Orðræða þenslu- og veltiáranna lifir enn, að einhverju leyti innan stjórnarandstöðunnar á Alþingi en þó enn frekar í heimi fjöl- og margmiðla. Þar viðgengst ennþá að tala um öfgafemínista, talibana og forræðishyggju þegar reynt er að leiðrétta valdahlutföll kynjanna í samfélaginu. Umræða um öfgafeminisma er þó ekki rökrétt því að jafnrétti getur aldrei verið of mikið. Feminismi og aðrar jafnréttisstefnur snúast ekki um öfgar heldur réttlæti. En í samfélagi þar sem misrétti viðgengst er auðvelt að stimpla allra jafnréttisbaráttu sem öfgar. Þannig er hægt að gera réttlæti að fráviki en varðstöðu um ríkjandi ástand að viðmiði. Því miður má ennþá sjá því haldið fram sem rökum gegn kynjakvótum að „hæfustu einstaklingarnir" eigi að vera við völd. En það er einmitt hið kerfisbundna kynjamisrétti sem kemur í veg fyrir að svo sé. Ef fólki væri ekki mismunað vegna kynferðis í íslensku samfélagi væru jöfn hlutföll kynjanna í ríkisstjórn og á öllum öðrum sviðum. Sú staðreynd að svo hefur ekki verið bendir til þess að ójafnvægi ríki í samfélaginu sem kemur í veg fyrir að hæfileikar allra fái að njóta sín. Núna er orðræða íhaldsstefnu og nýfrjálshyggju á undanhaldi og komin til valda öflug umbóta- og framfarastjórn. Stjórn sem hefur vilja til að breyta og það langtímamarkmið að útrýma misrétti í samfélaginu. Það gefur auga leið að slíkri stjórn ber beinlínis skylda til að beita til þess að markvissum aðgerðum og vinna jafnframt hratt og örugglega. Það þarf ekki einungis að leiðrétta stöðu kynjanna hjá ríkinu heldur á öllum sviðum samfélagsins. Sérstaklega er mikilvægt að leiðrétta hallann innan viðskiptalífsins og þar þarf að senda skýr skilaboð. Einhver staðar þarf að byrja og það hefði verið kjörið tækifæri að gera það við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það væru röng skilaboð af nýjum stjórnarmeirihluta að segja að jafnréttið eigi að koma á morgun. Þvert á móti er tími jafnréttis kominn núna. Ekki á morgun heldur í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Hinn 1. febrúar sl. var í fyrsta sinn í sögu Íslands skipuð ríkisstjórn þar sem fjöldi karla og kvenna var jafn, fimm konur og fimm karlar. Ríkisstjórnin reyndist enda svo vinsæl að eftir þingkosningar 25. apríl sl. var hún orðin meirihlutastjórn. Því miður urðu úrslit stólaleiksins eftir kosningar þau að ráðherrum var fjölgað og af einhverjum ástæðum þurfti að finna sæti handa fleiri karlmönnum en konum, þannig að núna eru sjö ráðherrar karlar en fimm konur. Þetta verða að teljast nokkur vonbrigði. Í sjálfu sér ætti að vera augljóst hvers vegna jafnréttisinnar eru vonsviknir en eigi að síður er rétt að segja það fullu fetum: Jafnréttissinnar trúa vissulega ekki á samfélag þar sem alltaf og alls staðar er sami fjöldi karla og kvenna í öllum störfum. Þar verður að láta sér nægja lágmarkshlutfall, t.d. 40% af hvoru kyni um sig. Á hinn bóginn var skipun ríkisstjórnar þar sem hlutföll kynjanna voru 50% táknræn aðgerð og slíkar aðgerðir skipta máli þegar verið að endurreisa Ísland úr rústum ójafnaðarstefnunnar. Það er jafnframt táknrænt að þetta skildi ekki ganga nema í þrjá mánuði og bendir til þess að vegurinn fram undan sé langur. Í febrúar sendu stjórnarflokkarnir skýr skilaboð í jafnréttismálum en í maí eru skilaboðin orðin hálfvolg. Það er ekki breyting til batnaðar. Á 21. öld ætti umræða um kynjakvóta að vera óþörf og úrelt en hún er það ekki; hin sorglega staðreynd er sú að alls staðar í íslensku samfélagi hallar á konur. Þær hafa minni atvinnutekjur, rétt rúmlega 60% af tekjum karla, og í kapítalísku samfélagi merkir það að völd þeirra eru jafnframt minni en völd karla. Stjórnmálin eru einungis eitt svið þessa misréttis; það er ennþá meira innan fyrirtækja og þá sérstaklega stærri fyrirtækja. Útrásarvíkingarnir voru upp til hópa karlkyns á meðan íhaldsstjórnirnar sem hvöttu þá áfram höfðu þó eina og eina konu innan raða sinna. Núna er komin til valda ríkisstjórn sem vill útrýma meinsemdum hins gjaldþrota ójafnaðarsamfélags. Leiðrétting á misjafnri stöðu kynjanna er afar mikilvægur hluti af því ferli þótt það séu mun fleiri hlutir sem einnig þarf að breyta. Auðvitað mun leiðrétting kynjahalla vekja andstöðu. Orðræða þenslu- og veltiáranna lifir enn, að einhverju leyti innan stjórnarandstöðunnar á Alþingi en þó enn frekar í heimi fjöl- og margmiðla. Þar viðgengst ennþá að tala um öfgafemínista, talibana og forræðishyggju þegar reynt er að leiðrétta valdahlutföll kynjanna í samfélaginu. Umræða um öfgafeminisma er þó ekki rökrétt því að jafnrétti getur aldrei verið of mikið. Feminismi og aðrar jafnréttisstefnur snúast ekki um öfgar heldur réttlæti. En í samfélagi þar sem misrétti viðgengst er auðvelt að stimpla allra jafnréttisbaráttu sem öfgar. Þannig er hægt að gera réttlæti að fráviki en varðstöðu um ríkjandi ástand að viðmiði. Því miður má ennþá sjá því haldið fram sem rökum gegn kynjakvótum að „hæfustu einstaklingarnir" eigi að vera við völd. En það er einmitt hið kerfisbundna kynjamisrétti sem kemur í veg fyrir að svo sé. Ef fólki væri ekki mismunað vegna kynferðis í íslensku samfélagi væru jöfn hlutföll kynjanna í ríkisstjórn og á öllum öðrum sviðum. Sú staðreynd að svo hefur ekki verið bendir til þess að ójafnvægi ríki í samfélaginu sem kemur í veg fyrir að hæfileikar allra fái að njóta sín. Núna er orðræða íhaldsstefnu og nýfrjálshyggju á undanhaldi og komin til valda öflug umbóta- og framfarastjórn. Stjórn sem hefur vilja til að breyta og það langtímamarkmið að útrýma misrétti í samfélaginu. Það gefur auga leið að slíkri stjórn ber beinlínis skylda til að beita til þess að markvissum aðgerðum og vinna jafnframt hratt og örugglega. Það þarf ekki einungis að leiðrétta stöðu kynjanna hjá ríkinu heldur á öllum sviðum samfélagsins. Sérstaklega er mikilvægt að leiðrétta hallann innan viðskiptalífsins og þar þarf að senda skýr skilaboð. Einhver staðar þarf að byrja og það hefði verið kjörið tækifæri að gera það við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það væru röng skilaboð af nýjum stjórnarmeirihluta að segja að jafnréttið eigi að koma á morgun. Þvert á móti er tími jafnréttis kominn núna. Ekki á morgun heldur í dag.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun