Alvara lífsins Þorvaldur Gylfason skrifar 10. desember 2009 06:00 Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja." Fjöldi svipaðra dómsmála er í uppsiglingu vegna frekari grunsemda um markaðsmisnotkun. Af þeim sökum hlýtur sú spurning að vakna, hvort hinir dæmdu frömdu brotin að eigin frumkvæði eða með vitund og vilja yfirmanna í bankanum. Fyrir dómi reyndu sakborningarnir ekki að skella skuldinni á stjórnendur bankans. Óvíst er, hvort sakborningar í öðrum málum af sama toga munu haga málsvörn sinni með sama hætti. Ekki er heldur að svo stöddu ljóst, hvort hinir dæmdu munu áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Líkur á sakfellinguÞennan fyrsta dóm og þau mál önnur, sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent til sérstaks saksóknara, þarf að skoða í ljósi þess, að FME sendir ekki til sérstaks saksóknara önnur mál en þau, sem lögfræðingar eftirlitsins telja miklar líkur á, að leiði til sakfellingar. Fjármálaeftirlitið hefur á að skipa á þriðja tug lögfræðinga auk annarra sérfræðinga og hefur að undanförnu rækt skyldur sínar með prýði. Því færi að svo stöddu ekki vel á að sameina eftirlitið Seðlabankanum, svo sem rætt hefur verið um. Tilraunir til að hrófla við FME eins og sakir standa gætu vakið grunsemdir um áhuga innan stjórnkerfisins á að færa eftirlitið aftur í fyrra horf. Smálaxar, stórlaxarDómurinn yfir Kaupþingsmönnunum tveim vekur vonir um, að þeir, sem með refsiverðri háttsemi stuðluðu að hruni bankanna, þurfi að minnsta kosti sumir að sæta ábyrgð að lögum. Dómurinn ætti að sefa ótta þeirra, sem vantreysta dómskerfinu og hafa sagzt sannfærðir um, að enginn þurfi að sæta fangelsi vegna hrunsins. Hér er mikið í húfi, ekki aðeins framgangur réttvísinnar, heldur einnig afkomuhorfur landsins.Þjóðin stendur nú frammi fyrir margþættri áskorun, þar á meðal þeirri ógn, að mikill fjöldi fólks fari úr landi vegna atvinnumissis og af öðrum ástæðum. Ferillinn er hafinn: Íslendingum fækkaði 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Landið má þó ekki við mikilli mannfækkun, þar eð þá þyngist að því skapi skattbyrði hinna, sem eftir eru. Skyndileg mannfækkun í neyð frekar en af fúsum, glöðum og frjálsum vilja hneigist einnig til að veikja innviði samfélagsins og sundra fjölskyldum og vinum. Þjóðinni ríður nú á að halda hópinn. Virðing landsinsFólksfæðin er þó ekki versti óvinur landsins, enda hefur flestum öðrum smáríkjum tekizt að sneiða hjá hruni. Vandi Íslands fyrr og nú er að ýmsu leyti líkari vanda Rússlands, þar sem harðsvíraðar klíkur bítast um völdin og ein þeirra hefur náð að sölsa ríkisvaldið undir sig, og á Rússland þó að heita lýðræðisríki. Upptökin að valdabaráttunni nú þar eystra má rekja til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og aðgangsins, sem óprúttnir menn gátu þá tryggt sér að orkulindum og öðrum náttúruauðæfum, líkt og lögfesting kvótakerfisins og einkavæðing bankanna á silfurfati lögðu grunninn að hruninu hér heima.Einn angi vandans fyrir austan er undirgefni dómskerfisins við framkvæmdarvaldið, sem hefur öll ráð ríkisins í hendi sér. Rússum hefur fækkað á hverju ári frá 1992. Hér heima er í þessu ljósi mikils um vert, að dómstólarnir ávinni sér traust þjóðarinnar með því að fella réttláta dóma yfir þeim, sem brutu lög í aðdraganda hrunsins. Bregðist það, mun sjálfsvirðing þjóðarinnar skaddast enn frekar en orðið er og einnig álit hennar í augum umheimsins, og við það eykst hættan á, að mun fleiri en ella fari þá úr landi. Varanlegur álitshnekkir landsins inn á við og út á við yrði þjóðinni dýrkeyptur. Þung ábyrgð hvílir á dómstólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja." Fjöldi svipaðra dómsmála er í uppsiglingu vegna frekari grunsemda um markaðsmisnotkun. Af þeim sökum hlýtur sú spurning að vakna, hvort hinir dæmdu frömdu brotin að eigin frumkvæði eða með vitund og vilja yfirmanna í bankanum. Fyrir dómi reyndu sakborningarnir ekki að skella skuldinni á stjórnendur bankans. Óvíst er, hvort sakborningar í öðrum málum af sama toga munu haga málsvörn sinni með sama hætti. Ekki er heldur að svo stöddu ljóst, hvort hinir dæmdu munu áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Líkur á sakfellinguÞennan fyrsta dóm og þau mál önnur, sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent til sérstaks saksóknara, þarf að skoða í ljósi þess, að FME sendir ekki til sérstaks saksóknara önnur mál en þau, sem lögfræðingar eftirlitsins telja miklar líkur á, að leiði til sakfellingar. Fjármálaeftirlitið hefur á að skipa á þriðja tug lögfræðinga auk annarra sérfræðinga og hefur að undanförnu rækt skyldur sínar með prýði. Því færi að svo stöddu ekki vel á að sameina eftirlitið Seðlabankanum, svo sem rætt hefur verið um. Tilraunir til að hrófla við FME eins og sakir standa gætu vakið grunsemdir um áhuga innan stjórnkerfisins á að færa eftirlitið aftur í fyrra horf. Smálaxar, stórlaxarDómurinn yfir Kaupþingsmönnunum tveim vekur vonir um, að þeir, sem með refsiverðri háttsemi stuðluðu að hruni bankanna, þurfi að minnsta kosti sumir að sæta ábyrgð að lögum. Dómurinn ætti að sefa ótta þeirra, sem vantreysta dómskerfinu og hafa sagzt sannfærðir um, að enginn þurfi að sæta fangelsi vegna hrunsins. Hér er mikið í húfi, ekki aðeins framgangur réttvísinnar, heldur einnig afkomuhorfur landsins.Þjóðin stendur nú frammi fyrir margþættri áskorun, þar á meðal þeirri ógn, að mikill fjöldi fólks fari úr landi vegna atvinnumissis og af öðrum ástæðum. Ferillinn er hafinn: Íslendingum fækkaði 2009 í fyrsta skipti frá 1889. Landið má þó ekki við mikilli mannfækkun, þar eð þá þyngist að því skapi skattbyrði hinna, sem eftir eru. Skyndileg mannfækkun í neyð frekar en af fúsum, glöðum og frjálsum vilja hneigist einnig til að veikja innviði samfélagsins og sundra fjölskyldum og vinum. Þjóðinni ríður nú á að halda hópinn. Virðing landsinsFólksfæðin er þó ekki versti óvinur landsins, enda hefur flestum öðrum smáríkjum tekizt að sneiða hjá hruni. Vandi Íslands fyrr og nú er að ýmsu leyti líkari vanda Rússlands, þar sem harðsvíraðar klíkur bítast um völdin og ein þeirra hefur náð að sölsa ríkisvaldið undir sig, og á Rússland þó að heita lýðræðisríki. Upptökin að valdabaráttunni nú þar eystra má rekja til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og aðgangsins, sem óprúttnir menn gátu þá tryggt sér að orkulindum og öðrum náttúruauðæfum, líkt og lögfesting kvótakerfisins og einkavæðing bankanna á silfurfati lögðu grunninn að hruninu hér heima.Einn angi vandans fyrir austan er undirgefni dómskerfisins við framkvæmdarvaldið, sem hefur öll ráð ríkisins í hendi sér. Rússum hefur fækkað á hverju ári frá 1992. Hér heima er í þessu ljósi mikils um vert, að dómstólarnir ávinni sér traust þjóðarinnar með því að fella réttláta dóma yfir þeim, sem brutu lög í aðdraganda hrunsins. Bregðist það, mun sjálfsvirðing þjóðarinnar skaddast enn frekar en orðið er og einnig álit hennar í augum umheimsins, og við það eykst hættan á, að mun fleiri en ella fari þá úr landi. Varanlegur álitshnekkir landsins inn á við og út á við yrði þjóðinni dýrkeyptur. Þung ábyrgð hvílir á dómstólunum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun