Árið 2009 kvatt án eftirsjár Margrét Kristmannsdóttir skrifar 30. desember 2009 06:00 Áramótum fylgir iðulega ákveðinn tregi en tilhlökkun á sama tíma. Sennilega eru þó ekki margir Íslendingar sem munu horfa með söknuði til þess er árið 2009 kveður enda árið verið landsmönnum erfitt að mörgu leyti. Það sem hefur þó reynst flestum erfiðara að takast á við er ekki endilega hrunið sjálft með öllum sínum veraldlegu fylgikvillum heldur miklu frekar það sundurlyndi sem tók sér bólfestu í þjóðarsálinni í kjölfar hrunsins. Samstaðan - sem þessi fámenna þjóð hefur iðulega sýnt á erfiðleikatímum - riðlaðist. Þegar við lítum til baka eftir nokkur ár og reynum að gera okkur grein fyrir allri þeirri reiði sem þjóðin hefur verið að takast á við á undanförnum mánuðum þá verður ein skýringin sennilega sú að hrunið kom þjóðinni algjörlega í opna skjöldu - við trúðum því aldrei að þetta gæti gerst. Við vorum grandalaus og óviðbúin og því varð skellurinn svo stór þegar hann kom. Þjóðin fylltist vantrú og reiði og leitin að sökudólgunum hófst. Fyrir jól birtist viðtal í DV við frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þar sem hún segir m.a.: „Öll erum við mannleg. Það getur alla hent að gera mistök. En við getum valið milli þess að sópa þeim undir teppið eða viðurkenna þau og læra af þeim. Í þessum síðari kosti er máttur mannsins og opinna samfélaga ekki síst fólginn; að umbera gagnrýni, viðurkenna mistök og læra af þeim." Á þetta hefur skort hér á landi og þessi afstaða hefur haldið þjóðinni í ákveðinni gíslingu - í ákveðinni kyrrstöðu. Það eru fáir sem þola gagnrýnina, enn færri sem viðurkenna mistökin og svo til enginn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í hruninu. En ástæða þess er ekki eingöngu að viljann hefur skort til að viðurkenna mistök og biðjast afsökunnar - heldur ekki síður að andinn í þjóðfélaginu hefur verið með þeim hætti að þjóðin hefur ekki verið móttækileg fyrir afsökunarbeiðnum og eftirsjá. Þjóðin hefur verið í vígahug - heimtað „blóð", útskúfun og þunga refsidóma. Án vafa munu á endanum einhverjir hljóta dóma fyrir sinn þátt í hruninu, hafa unnið til þess og munu taka út sína refsingu. Hins vegar er það jafnljóst að flestir gerðu ekkert ólöglegt - sinntu einfaldlega sinni vinnu - urðu reyndar margir græðginni að bráð og vildu án efa í dag hafa gert hlutina á annan hátt. Þjóðin getur valið um það að halda þessu fólki áfram úti í kuldanum eða skapað jarðveg til sátta. Til þess að svo megi verða verða þeir sem þátt tóku að viðurkenna mistök - sýna eftirsjá. En ekki síður verður þjóðin sjálf að vera tilbúin til að fyrirgefa - því án fyrirgefningar mun afsökun ein og sér gera lítið. Fátt yrði þjóðinni til meiri gæfu á komandi ári en að afsökun og fyrirgefning héldust hönd í hönd því þannig gæti þjóðin tekist sameiginlega á við núverandi erfiðleika. Við munum líka vinna okkur í gegnum erfiðleikana þó að reiðin, sundurlyndið og skortur á fyrirgefningu haldi áfram. Þá verður hins vegar svo miklu leiðinlegra að búa í þessu landi - svo miklu leiðinlegra að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Áramótum fylgir iðulega ákveðinn tregi en tilhlökkun á sama tíma. Sennilega eru þó ekki margir Íslendingar sem munu horfa með söknuði til þess er árið 2009 kveður enda árið verið landsmönnum erfitt að mörgu leyti. Það sem hefur þó reynst flestum erfiðara að takast á við er ekki endilega hrunið sjálft með öllum sínum veraldlegu fylgikvillum heldur miklu frekar það sundurlyndi sem tók sér bólfestu í þjóðarsálinni í kjölfar hrunsins. Samstaðan - sem þessi fámenna þjóð hefur iðulega sýnt á erfiðleikatímum - riðlaðist. Þegar við lítum til baka eftir nokkur ár og reynum að gera okkur grein fyrir allri þeirri reiði sem þjóðin hefur verið að takast á við á undanförnum mánuðum þá verður ein skýringin sennilega sú að hrunið kom þjóðinni algjörlega í opna skjöldu - við trúðum því aldrei að þetta gæti gerst. Við vorum grandalaus og óviðbúin og því varð skellurinn svo stór þegar hann kom. Þjóðin fylltist vantrú og reiði og leitin að sökudólgunum hófst. Fyrir jól birtist viðtal í DV við frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þar sem hún segir m.a.: „Öll erum við mannleg. Það getur alla hent að gera mistök. En við getum valið milli þess að sópa þeim undir teppið eða viðurkenna þau og læra af þeim. Í þessum síðari kosti er máttur mannsins og opinna samfélaga ekki síst fólginn; að umbera gagnrýni, viðurkenna mistök og læra af þeim." Á þetta hefur skort hér á landi og þessi afstaða hefur haldið þjóðinni í ákveðinni gíslingu - í ákveðinni kyrrstöðu. Það eru fáir sem þola gagnrýnina, enn færri sem viðurkenna mistökin og svo til enginn hefur beðist afsökunar á sínum þætti í hruninu. En ástæða þess er ekki eingöngu að viljann hefur skort til að viðurkenna mistök og biðjast afsökunnar - heldur ekki síður að andinn í þjóðfélaginu hefur verið með þeim hætti að þjóðin hefur ekki verið móttækileg fyrir afsökunarbeiðnum og eftirsjá. Þjóðin hefur verið í vígahug - heimtað „blóð", útskúfun og þunga refsidóma. Án vafa munu á endanum einhverjir hljóta dóma fyrir sinn þátt í hruninu, hafa unnið til þess og munu taka út sína refsingu. Hins vegar er það jafnljóst að flestir gerðu ekkert ólöglegt - sinntu einfaldlega sinni vinnu - urðu reyndar margir græðginni að bráð og vildu án efa í dag hafa gert hlutina á annan hátt. Þjóðin getur valið um það að halda þessu fólki áfram úti í kuldanum eða skapað jarðveg til sátta. Til þess að svo megi verða verða þeir sem þátt tóku að viðurkenna mistök - sýna eftirsjá. En ekki síður verður þjóðin sjálf að vera tilbúin til að fyrirgefa - því án fyrirgefningar mun afsökun ein og sér gera lítið. Fátt yrði þjóðinni til meiri gæfu á komandi ári en að afsökun og fyrirgefning héldust hönd í hönd því þannig gæti þjóðin tekist sameiginlega á við núverandi erfiðleika. Við munum líka vinna okkur í gegnum erfiðleikana þó að reiðin, sundurlyndið og skortur á fyrirgefningu haldi áfram. Þá verður hins vegar svo miklu leiðinlegra að búa í þessu landi - svo miklu leiðinlegra að vera Íslendingur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun