Frestur er bestur Stefán Pálsson skrifar 23. nóvember 2009 06:00 Eitt fjölmargra metnaðarfullra mála ríkisstjórnarinnar er stofnun sérstaks stjórnlagaþings. Slík stofnun hefði það að markmiði að endurskoða stjórnarskrá Íslands í veigamiklum atriðum og felur hugmyndin í sér viðurkenningu á þeirri óþægilegu staðreynd að Alþingi hefur á liðnum árum og áratugum reynst ófært um að koma sér saman um ýmsar mikilvægar breytingar. Ekki má samt gera of lítið úr því sem þó hefur áunnist, til dæmis hefur mannréttindakafli stjórnarskrárinnar verið rækilega endurskoðaður með ágætum árangri. Rætt hafði verið um að afgreiða lög um stjórnlagaþing á þessum vetri, svo unnt væri að kjósa til þess samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Nú virðist hins vegar æ líklegra að málið frestist þannig að kosið verði til þingsins á árinu 2011 og störfum þess ljúki ári síðar. Ætla má að sparnaðarsjónarmið ráði nokkru um þessa frestun, enda ljóst að eigi stjórnlagaþing að standa undir nafni mun starfsemi þess kosta talsverðar fjárhæðir. Þá er ljóst að talsvert vantar upp á að frumvarpið um stofnun þingsins teljist fullburða og fjarri því að um það ríki sú pólitíska sátt sem æskilegt verður að telja. Hætt er við að sumir þeirra sem bundið hafa miklar vonir við starfsemi stjórnlagaþings og niðurstöður þess, telji sig svikna með slíkri frestun. Á hinn bóginn mætti líta svo á að frestunin verði til að styrkja verkefnið og auka líkurnar á jákvæðri útkomu. Helstu rökin fyrir því að kjósa til stjórnlagaþings um leið og sveitarstjórna snérust um sparnað vegna framkvæmdar kosninga, með samnýtingu kjördeilda og talningarfólks. Gallinn við þá tilhögun væri hins vegar sá að stjórnlagaþingskosningin myndi nær örugglega falla í skuggann. Reynslan af sveitarstjórnarkosningum síðustu ára er sú að á lokasprettinum vill umfjöllun fjölmiðla hverfast um persónur oddvita flokkanna í stærstu bæjum, blandað saman við síbylju skoðanakannana þar sem reynt er mæla fylgissveiflur frá degi til dags. Hið yfirlýsta markmið frumvarpsins um stjórnlagaþing, eins og kemur fram í greinargerð þess, er að í kosningunum takist á einstaklingar með þekkingu og áhuga á stjórnskipunarmálum. Skýrt kemur fram að ekki er ætlast til þess að frambjóðendur ráðist í dýra kosningarbaráttu til að vekja athygli á sér og stefnumálum sínum. Hvaða möguleika eiga slíkir frambjóðendur á að ná eyrum fólks á sama tíma og allir stjórnmálaflokkar keyra kosningavélar sínar og láta áróðurinn dynja á almenningi? Að sumu leyti má segja að það sem er mest spennandi við hugmyndina um stjórnlagaþing sé einmitt kosningabaráttan, þar sem pólitísk umræða í þjóðfélaginu myndi í fáeinar vikur snúast nær einvörðungu um málefni stjórnarskrárinnar. Stjórnmálalífið í landinu hefði gott af því að fara í slíka rýni og mögulega verður sú umræða frjórri en starfsemi sjálfs stjórnlagaþingsins. Það mun ekki nást á sama tíma og allir umræðuþættir snúast um lyklavöld í Ráðhúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Eitt fjölmargra metnaðarfullra mála ríkisstjórnarinnar er stofnun sérstaks stjórnlagaþings. Slík stofnun hefði það að markmiði að endurskoða stjórnarskrá Íslands í veigamiklum atriðum og felur hugmyndin í sér viðurkenningu á þeirri óþægilegu staðreynd að Alþingi hefur á liðnum árum og áratugum reynst ófært um að koma sér saman um ýmsar mikilvægar breytingar. Ekki má samt gera of lítið úr því sem þó hefur áunnist, til dæmis hefur mannréttindakafli stjórnarskrárinnar verið rækilega endurskoðaður með ágætum árangri. Rætt hafði verið um að afgreiða lög um stjórnlagaþing á þessum vetri, svo unnt væri að kjósa til þess samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Nú virðist hins vegar æ líklegra að málið frestist þannig að kosið verði til þingsins á árinu 2011 og störfum þess ljúki ári síðar. Ætla má að sparnaðarsjónarmið ráði nokkru um þessa frestun, enda ljóst að eigi stjórnlagaþing að standa undir nafni mun starfsemi þess kosta talsverðar fjárhæðir. Þá er ljóst að talsvert vantar upp á að frumvarpið um stofnun þingsins teljist fullburða og fjarri því að um það ríki sú pólitíska sátt sem æskilegt verður að telja. Hætt er við að sumir þeirra sem bundið hafa miklar vonir við starfsemi stjórnlagaþings og niðurstöður þess, telji sig svikna með slíkri frestun. Á hinn bóginn mætti líta svo á að frestunin verði til að styrkja verkefnið og auka líkurnar á jákvæðri útkomu. Helstu rökin fyrir því að kjósa til stjórnlagaþings um leið og sveitarstjórna snérust um sparnað vegna framkvæmdar kosninga, með samnýtingu kjördeilda og talningarfólks. Gallinn við þá tilhögun væri hins vegar sá að stjórnlagaþingskosningin myndi nær örugglega falla í skuggann. Reynslan af sveitarstjórnarkosningum síðustu ára er sú að á lokasprettinum vill umfjöllun fjölmiðla hverfast um persónur oddvita flokkanna í stærstu bæjum, blandað saman við síbylju skoðanakannana þar sem reynt er mæla fylgissveiflur frá degi til dags. Hið yfirlýsta markmið frumvarpsins um stjórnlagaþing, eins og kemur fram í greinargerð þess, er að í kosningunum takist á einstaklingar með þekkingu og áhuga á stjórnskipunarmálum. Skýrt kemur fram að ekki er ætlast til þess að frambjóðendur ráðist í dýra kosningarbaráttu til að vekja athygli á sér og stefnumálum sínum. Hvaða möguleika eiga slíkir frambjóðendur á að ná eyrum fólks á sama tíma og allir stjórnmálaflokkar keyra kosningavélar sínar og láta áróðurinn dynja á almenningi? Að sumu leyti má segja að það sem er mest spennandi við hugmyndina um stjórnlagaþing sé einmitt kosningabaráttan, þar sem pólitísk umræða í þjóðfélaginu myndi í fáeinar vikur snúast nær einvörðungu um málefni stjórnarskrárinnar. Stjórnmálalífið í landinu hefði gott af því að fara í slíka rýni og mögulega verður sú umræða frjórri en starfsemi sjálfs stjórnlagaþingsins. Það mun ekki nást á sama tíma og allir umræðuþættir snúast um lyklavöld í Ráðhúsinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun