Bestu batahorfur í heimi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. október 2009 06:00 Sala bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins er nú hafin í tíunda sinn. Sem fyrr helgar félagið októbermánuð baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna en tólfta hver íslensk kona greinist með meinið. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er fjárvana í kjölfar efnahagshrunsins. Í ár rennur því allur ágóðinn af sölu bleiku slaufunnar beint til leitarstarfsins en um 35 þúsund íslenskar konur koma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ár hvert. Lífslíkur íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru þær bestu í heimi en 88 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein hér á landi eru á lífi fimm árum síðar. Leitarstarf Krabbameinsfélagsins gegnir lykilhlutverki í þeim framúrskarandi árangri sem náðst hefur í baráttunni bæði við brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein en auk leitarstarfsins stendur Krabbameinsfélagið fyrir þrotlausri fræðslu og hvatningu til kvenna um að nýta sér leitarstarfið. Allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar á Leitarstöðina í röntgenmyndatöku á brjóstum á tveggja ára fresti. Þetta er boð sem allar konur ættu að þekkjast því að vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því betri eru lífslíkurnar. Þessi þjónusta Krabbameinsfélagsins mun vera umfangsmeiri en þekkist í öðrum löndum. Auk þess að koma reglulega á Leitarstöðina ættu allar konur að þreifa sjálfar brjóst sín reglulega og vera vakandi fyrir öllum breytingum. Vitund íslenskra kvenna um brjóstakrabbamein og örlátt starf bæði í forvörnum og stuðningi við konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein er raunar til eftirbreytni. Mikið og margvíslegt sjálfboða- og grasrótarstarf er innt af hendi í baráttunni gegn meininu. Samhjálp kvenna er dæmi um þetta. Samhjálp kvenna eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Tilgangur samtakanna er meðal annars að veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein persónulega ráðgjöf og stuðla að fræðslu og bættri endurhæfingu kvenna eftir meðferð. Öll þjónusta samtakanna er unnin í sjálfboðastarfi. Annað dæmi er styrktarfélagið Göngum saman sem mun nú í október í þriðja sinn veita umtalsvert fé til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum. Markmið félagsins er að safna fé í styrktarsjóðinn og veita því í rannsóknarstarf samhliða því að stuðla að bættri heilsu með því að ganga saman. Starfsemi þessa félags byggir einnig algerlega á sjálfboðaliðum. Leigubílar frá Hreyfli setja sem fyrr svip sinn á bæinn nú í október með fagurbleikum skiltum. Þannig er minnt á yfirstandandi átak en slaufurnar má kaupa hjá bílstjórunum og víða í verslunum og á kaffihúsum. Í ár er markmiðið að selja 45.000 bleikar slaufur. Sala bleiku slaufunnar stendur til 15. október og geta lesendur Fréttablaðsins fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur er á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur. Allir geta lagt átakinu lið með því að kaupa og skarta bleikri slaufu og minna með því næsta mann á að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Sala bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins er nú hafin í tíunda sinn. Sem fyrr helgar félagið októbermánuð baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna en tólfta hver íslensk kona greinist með meinið. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er fjárvana í kjölfar efnahagshrunsins. Í ár rennur því allur ágóðinn af sölu bleiku slaufunnar beint til leitarstarfsins en um 35 þúsund íslenskar konur koma á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ár hvert. Lífslíkur íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru þær bestu í heimi en 88 prósent þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein hér á landi eru á lífi fimm árum síðar. Leitarstarf Krabbameinsfélagsins gegnir lykilhlutverki í þeim framúrskarandi árangri sem náðst hefur í baráttunni bæði við brjóstakrabbamein og leghálskrabbamein en auk leitarstarfsins stendur Krabbameinsfélagið fyrir þrotlausri fræðslu og hvatningu til kvenna um að nýta sér leitarstarfið. Allar konur á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar á Leitarstöðina í röntgenmyndatöku á brjóstum á tveggja ára fresti. Þetta er boð sem allar konur ættu að þekkjast því að vitað er að því fyrr sem krabbamein í brjóstum greinist því betri eru lífslíkurnar. Þessi þjónusta Krabbameinsfélagsins mun vera umfangsmeiri en þekkist í öðrum löndum. Auk þess að koma reglulega á Leitarstöðina ættu allar konur að þreifa sjálfar brjóst sín reglulega og vera vakandi fyrir öllum breytingum. Vitund íslenskra kvenna um brjóstakrabbamein og örlátt starf bæði í forvörnum og stuðningi við konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein er raunar til eftirbreytni. Mikið og margvíslegt sjálfboða- og grasrótarstarf er innt af hendi í baráttunni gegn meininu. Samhjálp kvenna er dæmi um þetta. Samhjálp kvenna eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Tilgangur samtakanna er meðal annars að veita konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein persónulega ráðgjöf og stuðla að fræðslu og bættri endurhæfingu kvenna eftir meðferð. Öll þjónusta samtakanna er unnin í sjálfboðastarfi. Annað dæmi er styrktarfélagið Göngum saman sem mun nú í október í þriðja sinn veita umtalsvert fé til grunnrannsókna á krabbameini í brjóstum. Markmið félagsins er að safna fé í styrktarsjóðinn og veita því í rannsóknarstarf samhliða því að stuðla að bættri heilsu með því að ganga saman. Starfsemi þessa félags byggir einnig algerlega á sjálfboðaliðum. Leigubílar frá Hreyfli setja sem fyrr svip sinn á bæinn nú í október með fagurbleikum skiltum. Þannig er minnt á yfirstandandi átak en slaufurnar má kaupa hjá bílstjórunum og víða í verslunum og á kaffihúsum. Í ár er markmiðið að selja 45.000 bleikar slaufur. Sala bleiku slaufunnar stendur til 15. október og geta lesendur Fréttablaðsins fylgst með árangri söfnunarinnar á mæli sem birtur er á forsíðu blaðsins dag hvern meðan átakið stendur. Allir geta lagt átakinu lið með því að kaupa og skarta bleikri slaufu og minna með því næsta mann á að gera slíkt hið sama.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun