1978 eða 1994? 29. apríl 2009 06:00 Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Sá magnaði þýski fótboltamaður Lothar Matthaus lýsti einu sinni íþrótt sinni á þessa leið: „Fótbolti er einfaldur leikur. Tuttugu og tveir menn hlaupa um í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjar." Þessa lýsingu þýska harðjaxlsins hefur hingað til verið auðvelt að heimfæra upp á íslenska pólitík: Stjórnmálaflokkarnir heyja kosningabaráttu og svo vinnur Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta breyttist hins vegar um helgina. Í fyrsta skipti frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, er hann ekki stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í því sæti situr nú Samfylkingin. Stærsti sigur flokka vinstra megin við miðju, fram til þessa, var árið 1978, þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið fengu um 45 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu þeir ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks. Sú stjórn lifði rétt rúmlega tólf gæfulausa mánuði. Ýmsir hafa viljað nota þá sögu sem forspá um afdrif þeirrar ríkisstjórnar sem er nú í smíðum í Norræna húsinu, að hún muni liðast í sundur innan skamms, komist hún á annað borð á koppinn. Leiðin verði þá greið fyrir endurkomu Sjálfstæðisflokksins og regla komist á tilveruna á nýjan leik. Allt fari í sama far og áður. Þetta er vissulega möguleiki. Vinstri stjórnir hafa ekki orðið langlífar á Íslandi. Það er að segja við landsstjórnina. Allt annað gildir í sveitarstjórnarmálunum. Þar er auðvitað R-listinn nærtækasta dæmið. Það samstarf miðju- og vinstriflokka hélt í höfuð-borginni í tólf farsæl ár, og lauk fremur vegna innbyrðis þreytu en óánægju kjósenda. Samfylking og Vinstri græn standa nú frammi fyrir þeim möguleika að marka álíka þáttaskil í stjórnmálasögunni og sigur R-listans 1994. Erfitt er að gera sér í hugarlund að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur sömu yfirburðastöðu í Reykjavík og hann hafði lengst af fyrir þau tímamót. Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi í borgarstjórn haustið 2007 að engin ástæða er til að treysta frekar á að fulltrúar í einum stórum flokki gangi í takt, en fulltrúar í samstarfi nokkurra flokka. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk það haust, var glundroðakenning hægrimanna lögð til grafar í eitt skipti fyrir öll. Til að sigur Samfylkingar og Vinstri grænna um helgina marki spor fyrir alvöru, þarf að verða til ríkisstjórn sem er starfi sínu vaxin. Það flækir auðvitað verulega málin að framundan er mesti niðurskurður á útgjöldum ríkisins, sem nokkur stjórn hefur þurft að ráðast í. Það mun þurfa sterk bein í þá vinnu. En eins og Jón Steinsson hagfræðingur benti á í afbragðs grein, sem birtist í Morgunblaðinu á mánudag og fékk ekki verðskuldaða athygli, er líka mikið svigrúm fyrir næstu stjórn til að setja jákvætt mark sitt á íslenskt samfélag: Það þarf að gera siðbót í stjórnmála- og fjármálalífinu, nýta styrkleika markaðarins, en ekki hlaða undir fjármagnið, auka jöfnuð meðal manna og treysta á sköpunarkraft þjóðarinnar frekar en ríkisdrifnar stóriðjuframkvæmdir þegar eitthvað bjátar á. Næstu ríkisstjórnar bíða sem sagt ekki aðeins leiðinleg og óvinsæl verkefni. Sóknarfærin eru líka mörg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Ein stærsta spurningin sem úrslit kosninganna skilja eftir sig, er hvort þáttaskil hafi orðið í stjórnmálalífi landsins eða hvort allt fari í sömu hjólför og áður fyrr en varir. Sá magnaði þýski fótboltamaður Lothar Matthaus lýsti einu sinni íþrótt sinni á þessa leið: „Fótbolti er einfaldur leikur. Tuttugu og tveir menn hlaupa um í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjar." Þessa lýsingu þýska harðjaxlsins hefur hingað til verið auðvelt að heimfæra upp á íslenska pólitík: Stjórnmálaflokkarnir heyja kosningabaráttu og svo vinnur Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta breyttist hins vegar um helgina. Í fyrsta skipti frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, er hann ekki stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í því sæti situr nú Samfylkingin. Stærsti sigur flokka vinstra megin við miðju, fram til þessa, var árið 1978, þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið fengu um 45 prósent atkvæða. Í kjölfarið mynduðu þeir ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokks. Sú stjórn lifði rétt rúmlega tólf gæfulausa mánuði. Ýmsir hafa viljað nota þá sögu sem forspá um afdrif þeirrar ríkisstjórnar sem er nú í smíðum í Norræna húsinu, að hún muni liðast í sundur innan skamms, komist hún á annað borð á koppinn. Leiðin verði þá greið fyrir endurkomu Sjálfstæðisflokksins og regla komist á tilveruna á nýjan leik. Allt fari í sama far og áður. Þetta er vissulega möguleiki. Vinstri stjórnir hafa ekki orðið langlífar á Íslandi. Það er að segja við landsstjórnina. Allt annað gildir í sveitarstjórnarmálunum. Þar er auðvitað R-listinn nærtækasta dæmið. Það samstarf miðju- og vinstriflokka hélt í höfuð-borginni í tólf farsæl ár, og lauk fremur vegna innbyrðis þreytu en óánægju kjósenda. Samfylking og Vinstri græn standa nú frammi fyrir þeim möguleika að marka álíka þáttaskil í stjórnmálasögunni og sigur R-listans 1994. Erfitt er að gera sér í hugarlund að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur sömu yfirburðastöðu í Reykjavík og hann hafði lengst af fyrir þau tímamót. Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi í borgarstjórn haustið 2007 að engin ástæða er til að treysta frekar á að fulltrúar í einum stórum flokki gangi í takt, en fulltrúar í samstarfi nokkurra flokka. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk það haust, var glundroðakenning hægrimanna lögð til grafar í eitt skipti fyrir öll. Til að sigur Samfylkingar og Vinstri grænna um helgina marki spor fyrir alvöru, þarf að verða til ríkisstjórn sem er starfi sínu vaxin. Það flækir auðvitað verulega málin að framundan er mesti niðurskurður á útgjöldum ríkisins, sem nokkur stjórn hefur þurft að ráðast í. Það mun þurfa sterk bein í þá vinnu. En eins og Jón Steinsson hagfræðingur benti á í afbragðs grein, sem birtist í Morgunblaðinu á mánudag og fékk ekki verðskuldaða athygli, er líka mikið svigrúm fyrir næstu stjórn til að setja jákvætt mark sitt á íslenskt samfélag: Það þarf að gera siðbót í stjórnmála- og fjármálalífinu, nýta styrkleika markaðarins, en ekki hlaða undir fjármagnið, auka jöfnuð meðal manna og treysta á sköpunarkraft þjóðarinnar frekar en ríkisdrifnar stóriðjuframkvæmdir þegar eitthvað bjátar á. Næstu ríkisstjórnar bíða sem sagt ekki aðeins leiðinleg og óvinsæl verkefni. Sóknarfærin eru líka mörg.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun