Kosningarnar handan við hornið Jón Kaldal skrifar 27. október 2009 06:00 Þótt það fari ekki enn mikið fyrir því, þá eru kosningar til sveitarstjórna rétt handan við hornið. Kjördagur er 29. maí 2010, eða eftir um sjö mánuði. Aðeins örlar þó á því að flokkarnir séu byrjaðir að telja inn í baráttuna. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, minnti til dæmis djarflega á sig í viðtali í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Gísli ítrekaði þar þá afstöðu sína að Reykjavíkurflugvöllur ætti að fara úr Vatnsmýrinni svo höfuðborgin gæti frekar þést inn á við fremur en þanist út að flatarmáli. Félagi Gísla af hægri vængnum, stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek, var á sömu slóðum í afbragðspistli í Fréttablaðinu á föstudag. Það athyglisverða við afstöðu þeirra félaga er með henni birtist töluvert önnur sýn en Sjálfstæðisflokkurinn hefur helst haldið á lofti í skipulagi höfuðborgarinnar undanfarin ár. Stutt er síðan „byggð í Geldinganesi" var eitt helsta slagorð flokksins í kosningum og Geldinganesið átti líka vera lausn á miklum lóðaskorti í borginni. Óþarfi er að fara mörgum orðum um að nýtt hverfi á þessum slóðum fellur ekki að hugmyndum um þéttingu byggðar í höfuðborginni. Gísli Marteinn er að sjálfsögðu af allt annarri kynslóð en þeir stjórnmálamenn sem gerðu Geldinganesið að sínu hjartans máli. Þar á meðal voru þeir Björn Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hafa kvatt sviðið eða eru á útleið. Almennt virðist það vera einkennandi fyrir yngra fólkið í borgarmálunum að það vill frekar hugsa inn á við þegar kemur að borginni en til jaðranna. Skiptir vinstri eða hægri ekki máli í þeim efnum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, fékk á sínum tíma Íslenska aðalverktaka til að bjóðast til að standa straum af kostnaði við að leggja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut til Grensásvegar gegn því að fá að byggja á lóðunum sem þar með myndast ofanjarðar. Sú fína hugmynd hefur væntanlega lent uppi á hillu í tíðum meirihlutaskiptum í Ráðhúsinu en er að minnsta kosti til taks þegar rofa fer til í byggingargeiranum á nýjan leik. Það kann að hljóma undarlega að velta fyrir sér skipulagsmálum á borð við byggð í Vatnsmýri og Miklubraut í stokk á þessum tímum þegar sveitarfélög, og þar með talin höfuðborgin, eiga fullt í fangi með að standa undir lágmarksskyldum sínum. Vissulega eru ýmis önnur mál ákaflega aðkallandi þessa dagana. En við höfum ekki efni á að hætta að hugsa um framtíðina. Borgarskipulag er ekki dægurþras sem hægt er að ýta til hliðar heldur gríðarlegt fjárhagslegt hagsmunamál, sem snýst meðal annars um að fækka bílum á götum borgarinnar. Sífelld þyngri umferð og auknar fjarlægðir innan borgarmarkanna kalla á meiri fjárútlát til viðhalds gatna og bygginga á rándýrum umferðarmannvirkjum á borð við mislæg gatnamót. Það er til mikils að vinna að snúa af þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Þótt það fari ekki enn mikið fyrir því, þá eru kosningar til sveitarstjórna rétt handan við hornið. Kjördagur er 29. maí 2010, eða eftir um sjö mánuði. Aðeins örlar þó á því að flokkarnir séu byrjaðir að telja inn í baráttuna. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, minnti til dæmis djarflega á sig í viðtali í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Gísli ítrekaði þar þá afstöðu sína að Reykjavíkurflugvöllur ætti að fara úr Vatnsmýrinni svo höfuðborgin gæti frekar þést inn á við fremur en þanist út að flatarmáli. Félagi Gísla af hægri vængnum, stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek, var á sömu slóðum í afbragðspistli í Fréttablaðinu á föstudag. Það athyglisverða við afstöðu þeirra félaga er með henni birtist töluvert önnur sýn en Sjálfstæðisflokkurinn hefur helst haldið á lofti í skipulagi höfuðborgarinnar undanfarin ár. Stutt er síðan „byggð í Geldinganesi" var eitt helsta slagorð flokksins í kosningum og Geldinganesið átti líka vera lausn á miklum lóðaskorti í borginni. Óþarfi er að fara mörgum orðum um að nýtt hverfi á þessum slóðum fellur ekki að hugmyndum um þéttingu byggðar í höfuðborginni. Gísli Marteinn er að sjálfsögðu af allt annarri kynslóð en þeir stjórnmálamenn sem gerðu Geldinganesið að sínu hjartans máli. Þar á meðal voru þeir Björn Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hafa kvatt sviðið eða eru á útleið. Almennt virðist það vera einkennandi fyrir yngra fólkið í borgarmálunum að það vill frekar hugsa inn á við þegar kemur að borginni en til jaðranna. Skiptir vinstri eða hægri ekki máli í þeim efnum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, fékk á sínum tíma Íslenska aðalverktaka til að bjóðast til að standa straum af kostnaði við að leggja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut til Grensásvegar gegn því að fá að byggja á lóðunum sem þar með myndast ofanjarðar. Sú fína hugmynd hefur væntanlega lent uppi á hillu í tíðum meirihlutaskiptum í Ráðhúsinu en er að minnsta kosti til taks þegar rofa fer til í byggingargeiranum á nýjan leik. Það kann að hljóma undarlega að velta fyrir sér skipulagsmálum á borð við byggð í Vatnsmýri og Miklubraut í stokk á þessum tímum þegar sveitarfélög, og þar með talin höfuðborgin, eiga fullt í fangi með að standa undir lágmarksskyldum sínum. Vissulega eru ýmis önnur mál ákaflega aðkallandi þessa dagana. En við höfum ekki efni á að hætta að hugsa um framtíðina. Borgarskipulag er ekki dægurþras sem hægt er að ýta til hliðar heldur gríðarlegt fjárhagslegt hagsmunamál, sem snýst meðal annars um að fækka bílum á götum borgarinnar. Sífelld þyngri umferð og auknar fjarlægðir innan borgarmarkanna kalla á meiri fjárútlát til viðhalds gatna og bygginga á rándýrum umferðarmannvirkjum á borð við mislæg gatnamót. Það er til mikils að vinna að snúa af þeirri leið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun