Málefnalegar athugasemdir Jón Sigurðsson skrifar 15. desember 2009 06:00 Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Í leiðaranum er fullyrt að málþóf á Alþingi um Icesave sé skaðlegt. Sagt er að Íslendingar geti valið um tvo kosti, að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar eða hafna því. Því er haldið fram að báðir kostirnir séu herfilegir, en síðari kosturinn þó verri. Í leiðaranum er ekki vikið að öðrum valkostum. Ástæða þess er sú að þannig liggur málið fyrir Alþingi. Þessi framsetning á ekkert skylt við „hræðslu við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar" eins og þremenningarnir orða það. Ásakanir um þjóðsvik leiða ekki til árangurs. Það er þrákelkni að þykjast sjá fleiri úrkosti eins og málum er háttað. Þremenningarnir telja að Íslendingar eigi að bera skuldastöðu sína saman við aðrar þjóðir með „litla eigin gjaldmiðla". En slíkt væri að bera saman epli og appelsínur ef ekki er við sams konar vanda að etja. Þeir vilja heldur ekki meta skuldastöðu án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og ekki heldur sérgreinda skuldastöðu ríkissjóðs, hvað þá hreinar skuldir. Þessi neitun þeirra er ekki skynsamleg. Þeir nefna hættu á „öðru eignafalli" hér á landi. Rétt er að hætta er á öðru eignafalli bæði hérlendis og víðar, en af öðrum aðalástæðum en þremenningarnir telja. Sumir álíta að Vesturlönd séu að ganga inn í Kondratieff-haglægð sem gæti haldist um árabil. Þeir vísa til þekktra hagfræðinga. Allir hafa séð og heyrt að margir kunnir hagfræðingar fjalla um almenn efnahagsmál eins og annað fólk, bara af talsvert minni varúð. Fáar stéttir hafa orðið fyrir slíkum álitshnekki við og eftir hrunið sem hagfræðingar. Þremenningarnir telja ofmælt að Íslendingar verði að finna nýja útflutningsmarkaði ef þeir hafna Icesave-samningnum. En í leiðaranum er gert ráð fyrir að þessi vandi snerti bæði útflutning og innflutning þjóðarinnar. Þeir virðast hafa skipt um skoðun á þeim lögum sem Alþingi samþykkti síðsumars um Icesave-samninginn. Þeim líst betur á þessi lög nú en þá. Hitt er verra að þeir segja: „Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir… Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi…" Því miður virðist þetta ástæðulaus bjartsýni. Þremenningarnir virðast vilja að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðis. Leiðarahöfundur er fylgismaður beins lýðræðis og skrifaði leiðara um það í Fréttablaðið sl. haust. En það er vont að kollvarpa afgreiðslu máls í miðjum klíðum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og skrifar leiðara í Fréttablaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun
Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Í leiðaranum er fullyrt að málþóf á Alþingi um Icesave sé skaðlegt. Sagt er að Íslendingar geti valið um tvo kosti, að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar eða hafna því. Því er haldið fram að báðir kostirnir séu herfilegir, en síðari kosturinn þó verri. Í leiðaranum er ekki vikið að öðrum valkostum. Ástæða þess er sú að þannig liggur málið fyrir Alþingi. Þessi framsetning á ekkert skylt við „hræðslu við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar" eins og þremenningarnir orða það. Ásakanir um þjóðsvik leiða ekki til árangurs. Það er þrákelkni að þykjast sjá fleiri úrkosti eins og málum er háttað. Þremenningarnir telja að Íslendingar eigi að bera skuldastöðu sína saman við aðrar þjóðir með „litla eigin gjaldmiðla". En slíkt væri að bera saman epli og appelsínur ef ekki er við sams konar vanda að etja. Þeir vilja heldur ekki meta skuldastöðu án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og ekki heldur sérgreinda skuldastöðu ríkissjóðs, hvað þá hreinar skuldir. Þessi neitun þeirra er ekki skynsamleg. Þeir nefna hættu á „öðru eignafalli" hér á landi. Rétt er að hætta er á öðru eignafalli bæði hérlendis og víðar, en af öðrum aðalástæðum en þremenningarnir telja. Sumir álíta að Vesturlönd séu að ganga inn í Kondratieff-haglægð sem gæti haldist um árabil. Þeir vísa til þekktra hagfræðinga. Allir hafa séð og heyrt að margir kunnir hagfræðingar fjalla um almenn efnahagsmál eins og annað fólk, bara af talsvert minni varúð. Fáar stéttir hafa orðið fyrir slíkum álitshnekki við og eftir hrunið sem hagfræðingar. Þremenningarnir telja ofmælt að Íslendingar verði að finna nýja útflutningsmarkaði ef þeir hafna Icesave-samningnum. En í leiðaranum er gert ráð fyrir að þessi vandi snerti bæði útflutning og innflutning þjóðarinnar. Þeir virðast hafa skipt um skoðun á þeim lögum sem Alþingi samþykkti síðsumars um Icesave-samninginn. Þeim líst betur á þessi lög nú en þá. Hitt er verra að þeir segja: „Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir… Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi…" Því miður virðist þetta ástæðulaus bjartsýni. Þremenningarnir virðast vilja að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðis. Leiðarahöfundur er fylgismaður beins lýðræðis og skrifaði leiðara um það í Fréttablaðið sl. haust. En það er vont að kollvarpa afgreiðslu máls í miðjum klíðum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og skrifar leiðara í Fréttablaðið.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun