Hófleg bjartsýni Óli kristján Ármannsson skrifar 18. mars 2009 05:00 Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku. Videla, sem er sérfróður um efnahagskreppur þjóðríkja, gaf þar þjóðríkjum einkunn eftir því hversu viðkvæm þau væru fyrir efnahagskreppunni. Ísland og Spánn trónuðu í efstu sætunum sem veikust fyrir, þar á eftir koma, með heldur skárri einkunnir, Bretland og Bandaríkin. Einkunnina reiknaði prófessorinn út eftir þróun hagstærða frá árinu 2002 til miðs árs 2007, svo sem hvað varðar þróun eignaverðs og skulda heimilanna. Hér þekkjum við afleiðingarnar í hruni fjármálakerfis þjóðarinnar og Spánverjar geta bara vonað að þeir rati ekki sömu leið. Ólíku er þó saman að jafna, enda Spánn með bakland í evrunni og Seðlabanka Evrópu. Videla benti hins vegar á að afleiðingar kreppunnar hér þyrftu ekki að verða alvarlegri en í kjölfar annarra fjármálakreppna víða um heim, hvað sem liði öllum spám um annað. Hann segir innviði íslenska hagkerfisins raunar sterkari en margra annarra ríkja og því fulla ástæða til bjartsýni. Vondar ákvarðanir geta hins vegar gert erfiða stöðu þjóðarinnar enn verri og vert að gefa gaum ráðleggingum þeirra sem kynnt hafa sér fjármálaþrengingar þjóðríkja. Videla varar til dæmis við auknum ríkisútgjöldum sem aðgerð til að vinna bug á kreppunni, þar sem langtímaafleiðingar slíkrar stefnu geti orðið mjög alvarlegar. Eiga þau varnaðarorð samhljóm í orðum skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt er í dag, en þar kemur fram að ómarkviss útgjaldaaukning ríkisins gæti orðið til þess að lengja tímabil hávaxta og binda hendur Seðlabanka Íslands í vaxtatilslökun. Annað sem Videla nefndi var að ekki væri skynsamlegt að hækka skatta til að mæta fyrirsjáanlegum skorðum í fjármálum hins opinbera. að hans mati er við núverandi aðstæður allt eins líklegt að skattahækkanir gætu beinlínis leitt til tekjusamdráttar fyrir hið opinbera. Í umróti dagsins má nefnilega ekki gleymast að horfa til lengri framtíðar. Hér finnast að vísu enn fyrirtæki með starfsemi á alþjóðavísu, en hætt er við að þeim fari fækkandi í því umhverfi sem þeim er búið, hvort heldur þau fara fyrir eigið tilstilli eða verða tekin yfir á útsölu vegna krónunnar. Fyrirtæki með slíka starfsemi var fyrst hægt að byggja hér upp eftir að hagkerfið var opnað og tekin upp fjórfrelsisákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Óráð væri að hverfa aftur til þeirra tíma að hér þrifust ekki nema smærri fyrirtæki sem einbeittu sér að heimamarkaði. Burtséð frá gjaldeyrishöftum ræður skattaumhverfið miklu um tekjumöguleika ríkisins. Fall fjármálakerfisins í heimskreppunni breytir því ekki að hér þarf að laða fyrirtæki og fólk að með hagfelldu umhverfi. Því ætti ekki að blása af í hugsunarleysi hugmyndir sem viðraðar hafa verið um jafna og lága skattprósentu á milli 10 og 15 prósentum. Í slíku skattkerfi væri þegar að finna kjarabót og færð hafa verið rök fyrir því að það myndi skila ríkinu meiri tekjum til lengri tíma litið. Enduruppbygging opins alþjóðlegs hagkerfis kallar svo vitanlega á fleiri breytingar. Þar eru peningamálin mikilvægust. Pedro Videla sagði valið standa á milli upptöku evru með aðild að Myntbandalagi Evrópu eða efnahagslegrar einangrunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku. Videla, sem er sérfróður um efnahagskreppur þjóðríkja, gaf þar þjóðríkjum einkunn eftir því hversu viðkvæm þau væru fyrir efnahagskreppunni. Ísland og Spánn trónuðu í efstu sætunum sem veikust fyrir, þar á eftir koma, með heldur skárri einkunnir, Bretland og Bandaríkin. Einkunnina reiknaði prófessorinn út eftir þróun hagstærða frá árinu 2002 til miðs árs 2007, svo sem hvað varðar þróun eignaverðs og skulda heimilanna. Hér þekkjum við afleiðingarnar í hruni fjármálakerfis þjóðarinnar og Spánverjar geta bara vonað að þeir rati ekki sömu leið. Ólíku er þó saman að jafna, enda Spánn með bakland í evrunni og Seðlabanka Evrópu. Videla benti hins vegar á að afleiðingar kreppunnar hér þyrftu ekki að verða alvarlegri en í kjölfar annarra fjármálakreppna víða um heim, hvað sem liði öllum spám um annað. Hann segir innviði íslenska hagkerfisins raunar sterkari en margra annarra ríkja og því fulla ástæða til bjartsýni. Vondar ákvarðanir geta hins vegar gert erfiða stöðu þjóðarinnar enn verri og vert að gefa gaum ráðleggingum þeirra sem kynnt hafa sér fjármálaþrengingar þjóðríkja. Videla varar til dæmis við auknum ríkisútgjöldum sem aðgerð til að vinna bug á kreppunni, þar sem langtímaafleiðingar slíkrar stefnu geti orðið mjög alvarlegar. Eiga þau varnaðarorð samhljóm í orðum skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt er í dag, en þar kemur fram að ómarkviss útgjaldaaukning ríkisins gæti orðið til þess að lengja tímabil hávaxta og binda hendur Seðlabanka Íslands í vaxtatilslökun. Annað sem Videla nefndi var að ekki væri skynsamlegt að hækka skatta til að mæta fyrirsjáanlegum skorðum í fjármálum hins opinbera. að hans mati er við núverandi aðstæður allt eins líklegt að skattahækkanir gætu beinlínis leitt til tekjusamdráttar fyrir hið opinbera. Í umróti dagsins má nefnilega ekki gleymast að horfa til lengri framtíðar. Hér finnast að vísu enn fyrirtæki með starfsemi á alþjóðavísu, en hætt er við að þeim fari fækkandi í því umhverfi sem þeim er búið, hvort heldur þau fara fyrir eigið tilstilli eða verða tekin yfir á útsölu vegna krónunnar. Fyrirtæki með slíka starfsemi var fyrst hægt að byggja hér upp eftir að hagkerfið var opnað og tekin upp fjórfrelsisákvæði Evrópska efnahagssvæðisins. Óráð væri að hverfa aftur til þeirra tíma að hér þrifust ekki nema smærri fyrirtæki sem einbeittu sér að heimamarkaði. Burtséð frá gjaldeyrishöftum ræður skattaumhverfið miklu um tekjumöguleika ríkisins. Fall fjármálakerfisins í heimskreppunni breytir því ekki að hér þarf að laða fyrirtæki og fólk að með hagfelldu umhverfi. Því ætti ekki að blása af í hugsunarleysi hugmyndir sem viðraðar hafa verið um jafna og lága skattprósentu á milli 10 og 15 prósentum. Í slíku skattkerfi væri þegar að finna kjarabót og færð hafa verið rök fyrir því að það myndi skila ríkinu meiri tekjum til lengri tíma litið. Enduruppbygging opins alþjóðlegs hagkerfis kallar svo vitanlega á fleiri breytingar. Þar eru peningamálin mikilvægust. Pedro Videla sagði valið standa á milli upptöku evru með aðild að Myntbandalagi Evrópu eða efnahagslegrar einangrunar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun