Hví má ekki leita samstöðu? Þorsteinn Pálsson skrifar 21. nóvember 2009 06:00 Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkjandi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Framsóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. Þær tillögur eru alls ekki óumdeildar. Einn kostur þeirra er þó sá að þær kollvarpa ekki skattkerfinu og þeirri meginhugsun sem það byggir á. Annar kostur felst í því að með þeim má að mestu komast hjá neikvæðum áhrifum á atvinnu og verðmætasköpun. Sú leið sem ríkisstjórnin valdi felur í sér að það einfalda staðgreiðslukerfi skatta sem lögfest var 1987 er eyðilagt. Í staðinn kemur flókið kerfi sem mun færa hluta skattgreiðslna í eftir á uppgjör. Um leið og búið er að gera kerfið ógagnsærra. Í ljós mun koma að þörf verður á stöðugum breytingum til þess að rétta hluti af gagnvart einum hópi þetta árið og öðrum það næsta. Annar þáttur tillagna ríkisstjórnarinnar beinist að atvinnulífinu. Nú má vitaskuld segja að fyrirtækin eigi að bera sínar byrðar. Við ríkjandi aðstæður er þó mest um vert að þær ráðstafanir sem gera þarf stuðli fremur að vexti en að draga úr honum. Þó að ríkisstjórnin hafi gefist upp á verstu hugmyndum sínum um fyrirtækjaskatta er ekki unnt að horfa fram hjá neikvæðum áhrifum á verðmætasköpun. Í ljósi þess að annar stjórnarandstöðuflokkurinn hefur teflt fram málefnalegum hugmyndum um skattabreytingar er óskiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki leitað eftir viðræðum um víðtækari samstöðu. Það sýnir að starfsgrundvöllur ríkisstjórnarinnar er verulega til vinstri við þá hugmyndafræði sem býr að baki miðjuhugsun norrænu velferðarhagkerfanna. Lýðskrum Fjármálaráðherra hefur sagt að bylta þurfi skattkerfinu fyrir þá sök að gamla kerfið sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar. Fjölmiðlar hafa endurvarpað þessari fullyrðingu athugasemdalaust án þess að leita svara við því hvort hún hafi við einhver rök að styðjast. Það sem meira er: Engir stjórnmálamenn hafa andmælt henni. Hvernig víkur þessu við í raun og veru? Svarið er skýrt: Það er einfaldlega rangt að núverandi kerfi byggist á því sem kallað er flöt skattlagning. Með því að persónuafslátturinn er föst krónutala felst í kerfinu stighækkandi álagning eftir tekjum upp að ákveðnu marki. Segja má að kerfið feli í sér sérstakt skattþrep fyrir hvern skattgreiðanda. Fullyrðing fjármálaráðherra um þetta efni er þar af leiðandi ósönn. Jafnframt liggur fyrir að óþarft er að kollvarpa kerfinu og eyðileggja einfaldleika þess til að ná fram stighækkandi skatti eftir tekjum. Hvað þá með frjálshyggjuhagfræðina? Svarið er þetta: Sú pólitíska leiðsögn sem embættismenn fjármálaráðuneytisins höfðu 1986 til 1987 var samkomulag þáverandi ríkisstjórnar við Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. Einn helsti hugsuðurinn var þáverandi hagfræðingur Alþýðusambandsins. Pólitíska leiðsögnin byggðist á víðtækri málamiðlun og sátt. Staðhæfing fjármálaráðherra um frjálshyggjuhagfræði er lýðskrum af versta tagi og óvirðing í garð þeirra fulltrúa Alþýðusambandsins sem tóku þátt í stefnumótuninni á sínum tíma af heiðarleika og trúmennsku gagnvart hagsmunum umbjóðenda sinna. Fjármálaráðherra verður hins vegar að njóta sannmælis. Hann var að því leyti víðsýnni árið 1987 en nú að þá stóð hann og flokkur hans með kerfisbreytingunni. Fyrsta ákvörðunin um að láta persónuafslátt og barnabætur ekki fylgja lánskjaravísitölu eins og um var samið við verkalýðshreyfinguna í byrjun var svo tekin af ríkisstjórn sem bæði núverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í. Þá var ekki minnst á frjálshyggju. Viðræður og hagsmunagæsla Úr röðum þingmanna VG heyrast nú kröfur um að Alþingi falli frá ákvörðun sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Krafan er rökstudd með tilvísun í skoðanakönnun sem sýnir andstöðu meirihluta þjóðarinnar við aðild. Hins vegar er látið hjá líða að draga ályktun af hinni niðurstöðunni er sýnir fylgi meirihluta þjóðarinnar við að viðræður fari fram. VG er eini flokkurinn sem er með fyrirvaralausa andstöðu við aðild. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa aðild á stefnuskrám sínum. Sjálfstæðisflokkurinn tók neikvæða afstöðu varðandi aðild á landsfundi en ályktaði jafnframt á þá leið að ekki fengist botn í álitaefni er lúta að hagsmunamatinu nema í aðildarviðræðum. Á þessu stigi snýst kjarni þessarar deilu einmitt um þetta atriði. Þeir sem eru andvígir aðildinni hafa ekki málefnaleg rök gegn því að staðreyndir verði leiddar í ljós með viðræðum. Þeir sem hlynntir eru aðild verða líka að viðurkenna að endanleg afstaða til þess hvort hún er fær hlýtur að byggja á því að allar staðreyndir er lúta að hagsmunamatinu liggi skýrar fyrir. Þeir sem standa vilja vörð um íslenska hagsmuni, og ekki eru andsnúnir vestrænu samstarfi eins og VG, geti trauðla verið á móti því að reynt verði af fullum metnaði að leiða í ljós þær staðreyndir sem hagsmunamatið snýst um. Mikilvægt er að sem best samstaða ríki um þá hagsmunagæslu. Á eftir geta menn síðan skipt sér í fylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkjandi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Framsóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. Þær tillögur eru alls ekki óumdeildar. Einn kostur þeirra er þó sá að þær kollvarpa ekki skattkerfinu og þeirri meginhugsun sem það byggir á. Annar kostur felst í því að með þeim má að mestu komast hjá neikvæðum áhrifum á atvinnu og verðmætasköpun. Sú leið sem ríkisstjórnin valdi felur í sér að það einfalda staðgreiðslukerfi skatta sem lögfest var 1987 er eyðilagt. Í staðinn kemur flókið kerfi sem mun færa hluta skattgreiðslna í eftir á uppgjör. Um leið og búið er að gera kerfið ógagnsærra. Í ljós mun koma að þörf verður á stöðugum breytingum til þess að rétta hluti af gagnvart einum hópi þetta árið og öðrum það næsta. Annar þáttur tillagna ríkisstjórnarinnar beinist að atvinnulífinu. Nú má vitaskuld segja að fyrirtækin eigi að bera sínar byrðar. Við ríkjandi aðstæður er þó mest um vert að þær ráðstafanir sem gera þarf stuðli fremur að vexti en að draga úr honum. Þó að ríkisstjórnin hafi gefist upp á verstu hugmyndum sínum um fyrirtækjaskatta er ekki unnt að horfa fram hjá neikvæðum áhrifum á verðmætasköpun. Í ljósi þess að annar stjórnarandstöðuflokkurinn hefur teflt fram málefnalegum hugmyndum um skattabreytingar er óskiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki leitað eftir viðræðum um víðtækari samstöðu. Það sýnir að starfsgrundvöllur ríkisstjórnarinnar er verulega til vinstri við þá hugmyndafræði sem býr að baki miðjuhugsun norrænu velferðarhagkerfanna. Lýðskrum Fjármálaráðherra hefur sagt að bylta þurfi skattkerfinu fyrir þá sök að gamla kerfið sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar. Fjölmiðlar hafa endurvarpað þessari fullyrðingu athugasemdalaust án þess að leita svara við því hvort hún hafi við einhver rök að styðjast. Það sem meira er: Engir stjórnmálamenn hafa andmælt henni. Hvernig víkur þessu við í raun og veru? Svarið er skýrt: Það er einfaldlega rangt að núverandi kerfi byggist á því sem kallað er flöt skattlagning. Með því að persónuafslátturinn er föst krónutala felst í kerfinu stighækkandi álagning eftir tekjum upp að ákveðnu marki. Segja má að kerfið feli í sér sérstakt skattþrep fyrir hvern skattgreiðanda. Fullyrðing fjármálaráðherra um þetta efni er þar af leiðandi ósönn. Jafnframt liggur fyrir að óþarft er að kollvarpa kerfinu og eyðileggja einfaldleika þess til að ná fram stighækkandi skatti eftir tekjum. Hvað þá með frjálshyggjuhagfræðina? Svarið er þetta: Sú pólitíska leiðsögn sem embættismenn fjármálaráðuneytisins höfðu 1986 til 1987 var samkomulag þáverandi ríkisstjórnar við Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. Einn helsti hugsuðurinn var þáverandi hagfræðingur Alþýðusambandsins. Pólitíska leiðsögnin byggðist á víðtækri málamiðlun og sátt. Staðhæfing fjármálaráðherra um frjálshyggjuhagfræði er lýðskrum af versta tagi og óvirðing í garð þeirra fulltrúa Alþýðusambandsins sem tóku þátt í stefnumótuninni á sínum tíma af heiðarleika og trúmennsku gagnvart hagsmunum umbjóðenda sinna. Fjármálaráðherra verður hins vegar að njóta sannmælis. Hann var að því leyti víðsýnni árið 1987 en nú að þá stóð hann og flokkur hans með kerfisbreytingunni. Fyrsta ákvörðunin um að láta persónuafslátt og barnabætur ekki fylgja lánskjaravísitölu eins og um var samið við verkalýðshreyfinguna í byrjun var svo tekin af ríkisstjórn sem bæði núverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í. Þá var ekki minnst á frjálshyggju. Viðræður og hagsmunagæsla Úr röðum þingmanna VG heyrast nú kröfur um að Alþingi falli frá ákvörðun sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Krafan er rökstudd með tilvísun í skoðanakönnun sem sýnir andstöðu meirihluta þjóðarinnar við aðild. Hins vegar er látið hjá líða að draga ályktun af hinni niðurstöðunni er sýnir fylgi meirihluta þjóðarinnar við að viðræður fari fram. VG er eini flokkurinn sem er með fyrirvaralausa andstöðu við aðild. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa aðild á stefnuskrám sínum. Sjálfstæðisflokkurinn tók neikvæða afstöðu varðandi aðild á landsfundi en ályktaði jafnframt á þá leið að ekki fengist botn í álitaefni er lúta að hagsmunamatinu nema í aðildarviðræðum. Á þessu stigi snýst kjarni þessarar deilu einmitt um þetta atriði. Þeir sem eru andvígir aðildinni hafa ekki málefnaleg rök gegn því að staðreyndir verði leiddar í ljós með viðræðum. Þeir sem hlynntir eru aðild verða líka að viðurkenna að endanleg afstaða til þess hvort hún er fær hlýtur að byggja á því að allar staðreyndir er lúta að hagsmunamatinu liggi skýrar fyrir. Þeir sem standa vilja vörð um íslenska hagsmuni, og ekki eru andsnúnir vestrænu samstarfi eins og VG, geti trauðla verið á móti því að reynt verði af fullum metnaði að leiða í ljós þær staðreyndir sem hagsmunamatið snýst um. Mikilvægt er að sem best samstaða ríki um þá hagsmunagæslu. Á eftir geta menn síðan skipt sér í fylkingar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun