Dansmærin og súlan Þorvaldur Gylfason. skrifar 23. maí 2009 00:01 Þau ár, þegar Norðurleiðarrútan var átta eða tíu tíma á leiðinni frá Reykjavík norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir yfir Öxnadal brostu við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas. Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla? Frá Suður-Þingi til San FranciscoJónasi Jónssyni frá Hriflu (1885-1968) kynntist ég ekki, sá hann bara tilsýndar gamlan mann á götu. En ég kynntist nokkrum vinum hans og samferðamönnum, þar á meðal Þóri Baldvinssyni arkitekt (1901-1986), sveitunga Jónasar úr Suður-Þingeyjarsýslu. Einu sinni varð ég vitni að fagnaðarfundi Þóris og þriggja gamalla félaga hans heima hjá honum í Fornhaga, einn þeirra var Indriði Indriðason frá Fjalli, hann er nýlátinn, ég man ekki lengur deili á hinum, nema þarna sátu þeir Þingeyingarnir glaðir og reifir og báru saman bækur sínar, mest um San Francisco.Nú rek ég söguna eftir minni og án ábyrgðar á öllum smáatriðum. Þannig var, að Þórir reif sig upp ungur maður, fyrir tvítugt, fór suður og sá þá Reykjavík í fyrsta sinn, en hann stóð stutt við þar, steig strax á skip og stefndi vestur um haf til Halifax. Þegar þangað kom, lagði hann af stað lengra vestur á bóginn yfir þvera Norður-Ameríku, aðallega fótgangandi. Hann vann sér fyrir mat á leiðinni og linnti ekki göngunni fyrr en í San Francisco. Þar höfðu nokkrir félagar hans úr sveitinni komið sér vel fyrir og ráku verktakafyrirtæki. Þetta var árin eftir 1920 og mikill uppgangur í efnahagslífinu. Þeir félagarnir byggðu hús eftir hús. Allt lék í lyndi fram til 1929, þegar kreppan skall á. Framleiðsla og viðskipti hrundu og byggingarbransinn með. Stjórnvöld gerðu illt verra og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þingeyingarnir höfðu nú engin verk að vinna.Ljósmyndin af meynniÁður en ég fór í annað sinn til San Francisco, heimsótti ég Þóri og spurði hann, hvort ég gæti fært honum eitthvert lítilræði frá borginni, þar sem hann hafði átt heima ungur maður. Hann færðist undan, en sagði síðan: Á Union Square í hjarta borgarinnar er marmarasúla, og uppi á súlunni er dansmær, og mér væri þökk í því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af meynni og færa mér. Hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marmarasúlunni til að gleyma ekki fegurð heimsins. Hann missti um svipað leyti máttinn úr fótunum og fór ferða sinna í hjólastól. Hann langaði heim. Nær dauðvona á sjúkrahúsi heyrði hann í móki á tal tveggja lækna, sem töldu litlar líkur á, að hann myndi lifa af langa og stranga sjóferð til Íslands. Þá kom stolt Þingeyingsins upp í Þóri: hann strengdi þess heit að lifa ferðina af. Hann fór fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til Bretlands og heim. Hann efndi heitið, lét ekki hugfallast, fékk aftur mátt í fæturna og lifði góðu lífi fram í háa elli með Borghildi Jónsdóttur konu sinni. Hann teiknaði mörg falleg hús í Reykjavík og víðar. Áhrifin frá San Francisco leyna sér ekki í sumum húsanna. Hann stýrði Teiknistofu landbúnaðarins 1938-69 og hafði mikil áhrif á húsagerð íslenzkra sveita.Frækinn sigurSaga Þóris Baldvinssonar úr kreppunni rifjast upp fyrir mér nú, þegar margir glíma við mesta efnahagsáfall ævinnar. Fjöldi fólks mátti þola miklar þrengingar af völdum kreppunnar. Hinu megum við ekki heldur gleyma, að margt af þessu fólki náði sér aftur á strik, þar á meðal Þórir Baldvinsson, með miklum brag. Svo mun einnig fara um flesta þeirra, sem eiga nú erfitt innan lands og utan af völdum bankahrunsins og fjármálakreppunnar. Stjórnvöld lærðu af kreppunni miklu 1929-39 þau ráð, sem eiga að duga til að tryggja, að kreppan nú verði léttbærari og skammvinnari en kreppan mikla, og þau beita nú þessum ráðum með vitund og vilja.Þegar ég kom í þriðja sinn til San Francisco, fór ég rakleiðis á Union Square að ljósmynda dansmeyna, nema þá var Þórir allur; ég geymi sjálfur myndina. Ég hef æ síðan haft þennan sið í San Francisco: ég tek nýja mynd af meynni á marmarasúlunni og minnist þá með þakklæti Þóris Baldvinssonar og frækilegs sigurs hans á kreppunni miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun
Þau ár, þegar Norðurleiðarrútan var átta eða tíu tíma á leiðinni frá Reykjavík norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir yfir Öxnadal brostu við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas. Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla? Frá Suður-Þingi til San FranciscoJónasi Jónssyni frá Hriflu (1885-1968) kynntist ég ekki, sá hann bara tilsýndar gamlan mann á götu. En ég kynntist nokkrum vinum hans og samferðamönnum, þar á meðal Þóri Baldvinssyni arkitekt (1901-1986), sveitunga Jónasar úr Suður-Þingeyjarsýslu. Einu sinni varð ég vitni að fagnaðarfundi Þóris og þriggja gamalla félaga hans heima hjá honum í Fornhaga, einn þeirra var Indriði Indriðason frá Fjalli, hann er nýlátinn, ég man ekki lengur deili á hinum, nema þarna sátu þeir Þingeyingarnir glaðir og reifir og báru saman bækur sínar, mest um San Francisco.Nú rek ég söguna eftir minni og án ábyrgðar á öllum smáatriðum. Þannig var, að Þórir reif sig upp ungur maður, fyrir tvítugt, fór suður og sá þá Reykjavík í fyrsta sinn, en hann stóð stutt við þar, steig strax á skip og stefndi vestur um haf til Halifax. Þegar þangað kom, lagði hann af stað lengra vestur á bóginn yfir þvera Norður-Ameríku, aðallega fótgangandi. Hann vann sér fyrir mat á leiðinni og linnti ekki göngunni fyrr en í San Francisco. Þar höfðu nokkrir félagar hans úr sveitinni komið sér vel fyrir og ráku verktakafyrirtæki. Þetta var árin eftir 1920 og mikill uppgangur í efnahagslífinu. Þeir félagarnir byggðu hús eftir hús. Allt lék í lyndi fram til 1929, þegar kreppan skall á. Framleiðsla og viðskipti hrundu og byggingarbransinn með. Stjórnvöld gerðu illt verra og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þingeyingarnir höfðu nú engin verk að vinna.Ljósmyndin af meynniÁður en ég fór í annað sinn til San Francisco, heimsótti ég Þóri og spurði hann, hvort ég gæti fært honum eitthvert lítilræði frá borginni, þar sem hann hafði átt heima ungur maður. Hann færðist undan, en sagði síðan: Á Union Square í hjarta borgarinnar er marmarasúla, og uppi á súlunni er dansmær, og mér væri þökk í því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af meynni og færa mér. Hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marmarasúlunni til að gleyma ekki fegurð heimsins. Hann missti um svipað leyti máttinn úr fótunum og fór ferða sinna í hjólastól. Hann langaði heim. Nær dauðvona á sjúkrahúsi heyrði hann í móki á tal tveggja lækna, sem töldu litlar líkur á, að hann myndi lifa af langa og stranga sjóferð til Íslands. Þá kom stolt Þingeyingsins upp í Þóri: hann strengdi þess heit að lifa ferðina af. Hann fór fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til Bretlands og heim. Hann efndi heitið, lét ekki hugfallast, fékk aftur mátt í fæturna og lifði góðu lífi fram í háa elli með Borghildi Jónsdóttur konu sinni. Hann teiknaði mörg falleg hús í Reykjavík og víðar. Áhrifin frá San Francisco leyna sér ekki í sumum húsanna. Hann stýrði Teiknistofu landbúnaðarins 1938-69 og hafði mikil áhrif á húsagerð íslenzkra sveita.Frækinn sigurSaga Þóris Baldvinssonar úr kreppunni rifjast upp fyrir mér nú, þegar margir glíma við mesta efnahagsáfall ævinnar. Fjöldi fólks mátti þola miklar þrengingar af völdum kreppunnar. Hinu megum við ekki heldur gleyma, að margt af þessu fólki náði sér aftur á strik, þar á meðal Þórir Baldvinsson, með miklum brag. Svo mun einnig fara um flesta þeirra, sem eiga nú erfitt innan lands og utan af völdum bankahrunsins og fjármálakreppunnar. Stjórnvöld lærðu af kreppunni miklu 1929-39 þau ráð, sem eiga að duga til að tryggja, að kreppan nú verði léttbærari og skammvinnari en kreppan mikla, og þau beita nú þessum ráðum með vitund og vilja.Þegar ég kom í þriðja sinn til San Francisco, fór ég rakleiðis á Union Square að ljósmynda dansmeyna, nema þá var Þórir allur; ég geymi sjálfur myndina. Ég hef æ síðan haft þennan sið í San Francisco: ég tek nýja mynd af meynni á marmarasúlunni og minnist þá með þakklæti Þóris Baldvinssonar og frækilegs sigurs hans á kreppunni miklu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun