Hvað getum við gert? Sverrir Jakobsson skrifar 13. janúar 2009 06:00 Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Í átökum sem fylgdu í kjölfarið lagði hið nýja ríki gyðinga, Ísrael, undir sig mun meira land en Sameinuðu þjóðirnar höfðu úthlutað því. Tæp milljón Palestínumanna hraktist í útlegð á Gazasvæðið og á Vesturbakka Jórdanár. Árið 1967 hernam Ísrael enn meira land, þ.ám. bæði Vesturbakkann og Gaza. Er það um helmingur þess lands sem Palestínumönnum var ætlað samkvæmt upphaflegum samningum Palestínumanna. Í raun hafa deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna staðið um þessar landspildur undanfarin 40 ár, en ekki hefur verið rætt af mikilli alvöru að Ísrael skili hernumdu landi frá 1948. Báðir aðilar hafa einu sinni gefið rækilega eftir til að ná samningum, í Osló árið 1993. Í kjölfarið var stofnuð heimastjórn Palestínumanna en því miður varð misbrestur á því að hún fengi sjálfstjórn í eigin málum. Ísraelski herinn vakir yfir hernumdu svæðunum og stjórnar mestum meirihluta landsvæðisins. Nokkur hundruð þúsund ísraelskir landnemar búa á tvöfalt stærra svæði en rúmar tvær milljónir Palestínumanna. Árið 2002 hóf Ísrael byggingu öryggisgirðingar, „aðskilnaðarmúrsins" inni á þessu svæði og eiga um 40% Vesturbakkans að vera Ísraelsmegin hennar. Erfitt er að sjá þetta sem annað en tilraun til varanlegs hernáms á enn meira landi Palestínumanna. Grafið undan samningumVonbrigði Palestínumanna með vanefndir Ísraels á Oslóarsamningunum eru líklega meginástæða þess að hin róttæku samtökum Hamas fengu meirihlutastuðning Palestínumanna í frjálsum kosningum 2006. Samningaleiðin hefur einfaldlega ekki skilað Palestínumönnum nógu miklu. Ísraelsmenn hafa jafnvel ennþá minni áhuga á henni, enda virðast þeir geta farið sínu fram í krafti hervalds. Ísraelsmenn drógu sveitir sínar og landsetumenn frá stærstum hluta Gazasvæðisins árið 2005, en hafa síðan haldið því og íbúum þess í herkví. Í fyrra framkvæmdi forseti palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmud Abbas, hins vegar valdarán á Vesturbakkanum, með liðsinni Bandaríkjanna og Ísraels. Ríki Palestínumanna klofnaði í tvennt og er Fatah-hreyfing Abbas við stjórn á Vesturbakkanum en Hamas á Gaza.Stríðið sem nú stendur yfir í Gaza er þegar komið í kunnan farveg. Báðir aðilar hafa beitt ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, en það er þó margfalt á annan veginn. Ísraelsmenn hafa nú myrt tæplega 900 manns, á meðan mannfall í þeirra röðum er á annan tug. Meirihluti Ísraelsmanna sem hafa fallið er hermenn en meðal Palestínumanna óbreyttir borgarar. Hernaður Ísraelsstjórnar stangast á við alþjóðalög af ýmsu tagi, en augljósust eru þó brotin gegn Genfarsáttmálanum um vernd óbreyttra borgara. Forsenda hernaðarins er að miklu leyti ísraelsk innanlandspólitík; ríkisstjórnin beitir sér fyrir árásum á Palestínumenn vegna þess að hún óttast fylgistap til hægriöfgamanna. Á meðan situr umheimurinn máttlaus á hliðarlínunni. Hvað er hægt að gera? Enginn vafi er á því að almenn andúð og fordæming á aðgerðum Ísraels er ríkjandi. Mótmæli hafa verið haldin um allan heim, hundruð þúsunda hafa skrifað sig á mótmælalista á Facebook, fólk hættir við að kaupa appelsínur frá Ísrael og ríkisstjórnir víða um lönd hafa sent frá sér harðorðar ályktanir. Það er vissulega einhvers virði að fordæma athæfi Ísraels en hefur engin áhrif nema það dragi dilk á eftir sér. Þessi almenna vandlæting hefur ekki alið af sér aðgerðir sem eru á nokkurn hátt fallnar til þess að knýja ríkisstjórn Ísraels að samningaborðinu. Og í því felst tvískinnungur velmeinandi ríkisstjórna í Evrópu. Þær hafa í hendi sér að beita Ísrael gríðarlegum þrýstingi, bæði í gegnum viðskiptabann en líka með því að hætta diplómatískum samskiptum. Því valdi er ekki beitt heldur má segja að hið gagnstæða sé raunin. Til dæmis hefur NATO aukið hernaðarsamstarf við Ísrael undanfarin ár og vopnin sem beitt er gegn óbreyttum borgurum á Gazasvæðinu koma nánast eingöngu frá NATO-ríkjum. Ljóst er að á meðan ekki er aðgerða að vænta frá þeim ríkjum mun Ísrael fara sínu fram í Gaza í krafti hnefaréttarins. Ef ríkisstjórn Íslands vill standa undir fullyrðingum um að hún líti hernaðinn á Gaza alvarlegum augum þá þarf hún að beita sér fyrir beinum aðgerðum gegn pólitískum og viðskiptalegum hagsmunum Ísraels. Það eru einu skilaboðin sem hrífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Í átökum sem fylgdu í kjölfarið lagði hið nýja ríki gyðinga, Ísrael, undir sig mun meira land en Sameinuðu þjóðirnar höfðu úthlutað því. Tæp milljón Palestínumanna hraktist í útlegð á Gazasvæðið og á Vesturbakka Jórdanár. Árið 1967 hernam Ísrael enn meira land, þ.ám. bæði Vesturbakkann og Gaza. Er það um helmingur þess lands sem Palestínumönnum var ætlað samkvæmt upphaflegum samningum Palestínumanna. Í raun hafa deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna staðið um þessar landspildur undanfarin 40 ár, en ekki hefur verið rætt af mikilli alvöru að Ísrael skili hernumdu landi frá 1948. Báðir aðilar hafa einu sinni gefið rækilega eftir til að ná samningum, í Osló árið 1993. Í kjölfarið var stofnuð heimastjórn Palestínumanna en því miður varð misbrestur á því að hún fengi sjálfstjórn í eigin málum. Ísraelski herinn vakir yfir hernumdu svæðunum og stjórnar mestum meirihluta landsvæðisins. Nokkur hundruð þúsund ísraelskir landnemar búa á tvöfalt stærra svæði en rúmar tvær milljónir Palestínumanna. Árið 2002 hóf Ísrael byggingu öryggisgirðingar, „aðskilnaðarmúrsins" inni á þessu svæði og eiga um 40% Vesturbakkans að vera Ísraelsmegin hennar. Erfitt er að sjá þetta sem annað en tilraun til varanlegs hernáms á enn meira landi Palestínumanna. Grafið undan samningumVonbrigði Palestínumanna með vanefndir Ísraels á Oslóarsamningunum eru líklega meginástæða þess að hin róttæku samtökum Hamas fengu meirihlutastuðning Palestínumanna í frjálsum kosningum 2006. Samningaleiðin hefur einfaldlega ekki skilað Palestínumönnum nógu miklu. Ísraelsmenn hafa jafnvel ennþá minni áhuga á henni, enda virðast þeir geta farið sínu fram í krafti hervalds. Ísraelsmenn drógu sveitir sínar og landsetumenn frá stærstum hluta Gazasvæðisins árið 2005, en hafa síðan haldið því og íbúum þess í herkví. Í fyrra framkvæmdi forseti palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmud Abbas, hins vegar valdarán á Vesturbakkanum, með liðsinni Bandaríkjanna og Ísraels. Ríki Palestínumanna klofnaði í tvennt og er Fatah-hreyfing Abbas við stjórn á Vesturbakkanum en Hamas á Gaza.Stríðið sem nú stendur yfir í Gaza er þegar komið í kunnan farveg. Báðir aðilar hafa beitt ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, en það er þó margfalt á annan veginn. Ísraelsmenn hafa nú myrt tæplega 900 manns, á meðan mannfall í þeirra röðum er á annan tug. Meirihluti Ísraelsmanna sem hafa fallið er hermenn en meðal Palestínumanna óbreyttir borgarar. Hernaður Ísraelsstjórnar stangast á við alþjóðalög af ýmsu tagi, en augljósust eru þó brotin gegn Genfarsáttmálanum um vernd óbreyttra borgara. Forsenda hernaðarins er að miklu leyti ísraelsk innanlandspólitík; ríkisstjórnin beitir sér fyrir árásum á Palestínumenn vegna þess að hún óttast fylgistap til hægriöfgamanna. Á meðan situr umheimurinn máttlaus á hliðarlínunni. Hvað er hægt að gera? Enginn vafi er á því að almenn andúð og fordæming á aðgerðum Ísraels er ríkjandi. Mótmæli hafa verið haldin um allan heim, hundruð þúsunda hafa skrifað sig á mótmælalista á Facebook, fólk hættir við að kaupa appelsínur frá Ísrael og ríkisstjórnir víða um lönd hafa sent frá sér harðorðar ályktanir. Það er vissulega einhvers virði að fordæma athæfi Ísraels en hefur engin áhrif nema það dragi dilk á eftir sér. Þessi almenna vandlæting hefur ekki alið af sér aðgerðir sem eru á nokkurn hátt fallnar til þess að knýja ríkisstjórn Ísraels að samningaborðinu. Og í því felst tvískinnungur velmeinandi ríkisstjórna í Evrópu. Þær hafa í hendi sér að beita Ísrael gríðarlegum þrýstingi, bæði í gegnum viðskiptabann en líka með því að hætta diplómatískum samskiptum. Því valdi er ekki beitt heldur má segja að hið gagnstæða sé raunin. Til dæmis hefur NATO aukið hernaðarsamstarf við Ísrael undanfarin ár og vopnin sem beitt er gegn óbreyttum borgurum á Gazasvæðinu koma nánast eingöngu frá NATO-ríkjum. Ljóst er að á meðan ekki er aðgerða að vænta frá þeim ríkjum mun Ísrael fara sínu fram í Gaza í krafti hnefaréttarins. Ef ríkisstjórn Íslands vill standa undir fullyrðingum um að hún líti hernaðinn á Gaza alvarlegum augum þá þarf hún að beita sér fyrir beinum aðgerðum gegn pólitískum og viðskiptalegum hagsmunum Ísraels. Það eru einu skilaboðin sem hrífa.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun