Góði Geir, gerðu það, vertu memm! Þráinn Bertelsson skrifar 19. maí 2008 06:00 Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í fyrsta lagi, að þegar vegnir væru kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið væru kostirnir léttvægari [sic!]. „Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusambandið.“ Sagði Geir. Í öðru lagi sagði Geir að ef við værum í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki haft jafnt svigrúm til að laga sig að breytingum í alþjóðlegu umhverfi eins og gert hefði verið á síðustu mánuðum (sic!) ... Eina svigrúmið sem við hefðum haft væri á vinnumarkaði þar sem hægt væri að segja upp fólki og auka þannig atvinnuleysi. „Viljum við það? Ég vil það ekki.“ Sagði Geir. FORSÆTISRÁÐHERRANN sagði að á grundvelli EES-samningsins hefðum við einhverja ákveðna stöðu gagnvart ESB. „En ég held að ef við værum komnir inn í sambandið og sætum við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okkar rödd.“ Sagði Geir – sem getur stundum verið dáldið lítill í sér. ÞETTA svartagallsraus þótti mér leiðinlegt að sjá haft eftir forsætisráðherranum mínum og nú langar mig að púrra hann upp: Fyrsta takmark Evrópusambandsins og höfuðtilgangur er að Frakkar og Þjóðverjar fari aldrei framar í stríð sín á milli og fleiri heimstyrjaldir breiðist ekki út frá Evrópu. Í stað stríða skulum við stunda friðsamlegt samskipti. Þessu markmiði hefur verið náð. Ég tel það henta hagsmunum þjóðar minnar. Um hagsmuni Flokksins þíns veit ég fátt. En hitt veit ég að forsætisráðherra Íslands á að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni Flokksins. EVRÓPUSAMBANDIÐ er ævintýrið sem álfan okkar þurfti á að halda eftir hinar hræðilegu heimsstyrjaldir á síðustu öld. Hvar ævintýrið endar vitum við auðvitað ekki – en góði Geir, ekki loka þig inni í Valhöll, komdu og vertu með í ævintýrinu. Og umfram allt leyfðu þjóðinni að ráða sér sjálfri, hvað svo sem BB og Flokkurinn tautar. Þetta snýst um frið og framtíðarsýn og samstöðu gegn aðsteðjandi hættum. Ekki um hvort hægt sé að hafa út úr Evrópusambandinu fáeinar krónur (evrur) og láta ekkert af hendi í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í fyrsta lagi, að þegar vegnir væru kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið væru kostirnir léttvægari [sic!]. „Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusambandið.“ Sagði Geir. Í öðru lagi sagði Geir að ef við værum í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki haft jafnt svigrúm til að laga sig að breytingum í alþjóðlegu umhverfi eins og gert hefði verið á síðustu mánuðum (sic!) ... Eina svigrúmið sem við hefðum haft væri á vinnumarkaði þar sem hægt væri að segja upp fólki og auka þannig atvinnuleysi. „Viljum við það? Ég vil það ekki.“ Sagði Geir. FORSÆTISRÁÐHERRANN sagði að á grundvelli EES-samningsins hefðum við einhverja ákveðna stöðu gagnvart ESB. „En ég held að ef við værum komnir inn í sambandið og sætum við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okkar rödd.“ Sagði Geir – sem getur stundum verið dáldið lítill í sér. ÞETTA svartagallsraus þótti mér leiðinlegt að sjá haft eftir forsætisráðherranum mínum og nú langar mig að púrra hann upp: Fyrsta takmark Evrópusambandsins og höfuðtilgangur er að Frakkar og Þjóðverjar fari aldrei framar í stríð sín á milli og fleiri heimstyrjaldir breiðist ekki út frá Evrópu. Í stað stríða skulum við stunda friðsamlegt samskipti. Þessu markmiði hefur verið náð. Ég tel það henta hagsmunum þjóðar minnar. Um hagsmuni Flokksins þíns veit ég fátt. En hitt veit ég að forsætisráðherra Íslands á að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni Flokksins. EVRÓPUSAMBANDIÐ er ævintýrið sem álfan okkar þurfti á að halda eftir hinar hræðilegu heimsstyrjaldir á síðustu öld. Hvar ævintýrið endar vitum við auðvitað ekki – en góði Geir, ekki loka þig inni í Valhöll, komdu og vertu með í ævintýrinu. Og umfram allt leyfðu þjóðinni að ráða sér sjálfri, hvað svo sem BB og Flokkurinn tautar. Þetta snýst um frið og framtíðarsýn og samstöðu gegn aðsteðjandi hættum. Ekki um hvort hægt sé að hafa út úr Evrópusambandinu fáeinar krónur (evrur) og láta ekkert af hendi í staðinn.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun