Óskar myndar Gæludýrin 14. desember 2008 10:00 Leikstjórinn Óskar Jónasson er með sjónvarpsmynd í undirbúningi byggða á bók Braga Ólafssonar, Gæludýrin. MYND/Fréttablaðið/valli Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira