Pönkast á breskri leikhúshefð 18. desember 2008 08:00 Gísli Örn er hvergi smeykur við hina fornu leikhúshefð hjá Royal Shakespear-leikhúsinu. Hann sé þvert á móti spenntur að sjá hvernig rótgróna leikhússamfélagið taki pönkaðri útgáfu af óperunni Don Gioavanni.f Það er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni í kvöld í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi. Hann leikur í pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni. „Hérna eru menn vanir fimm tíma Shakespeare-sýningum þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni," segir Gísli Örn Garðarsson sem stígur ósmeykur á svið hins virta Royal Shakespeare leikhúss í smábænum Stratford-upon-Avon í kvöld þegar leikritið Don John verður frumsýnt. Gísli leikur aðalhlutverkið en eiginkona hans, Nína Dögg Filippusdóttir fer einnig með stórt hlutverk í sýningunni. Boðið er til heljarinnar frumsýningarveislu og þar eiga gestir að mæta í fatnaði frá pönktímabilinu. Gísli var þó ekki viss um að allt fína fólkið myndi mæta í leðurjökkum með gaddaólar. „En það verður spennandi að sjá," segir Gísli. Þótt bærinn Stratford-upon-Avon sé á stærð við Garðabæ þá er leikhúsið frægt og gestir þess frá London víla ekki fyrir sér að keyra klukkutíma til að geta notið sýninga þess. Leikhúsið var byggt í lok nítjándu aldar til heiðurs leikritaskáldinu og þar hafa ekki ómerkari menn en sir Laurence Olivier og Daniel Day Lewis stigið sín fyrstu skref. Gísli kveðst ekkert smeykur við breska gagnrýnendur þótt að þarna væri vissulega verið að brjóta blað í sögu leikhússins. „Það verður bara forvitnilegt að sjá hvernig þetta rótgróna leikhússamfélag bregst við." Gísli og Nína verða úti yfir jólin ásamt dóttur sinni. Hann segir Breta ekkert sérstaklega mikið fyrir jólastemningu. „Nei, jólin eru aðallega bara fyllerí hjá þeim, það er bara verið auglýsa vodka og Baileys," segir Gísli. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli með stórt hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia sem framleidd er af Jerry Bruckheimer. Tökum á myndinni lauk fyrir viku síðan en Gísli útilokar ekki að kallað verði í hann aftur eftir áramót í frekari tökur í Marakkó. Aðspurður hvort hann hafi náð að blóðga einhverja Hollywood-stjörnu í þessari fokdýru bardagamynd vildi hann ekki meina það. Hann hefði aftur á móti slegið á putta Jake Gyllenhaall. Í bókstaflegri merkingu. „Við slógumst með sverðum og lömdum ítrekað á fingur hvors annars. Þegar maður sá þetta aftur á skjá vorum við hræddir um að hafa fingurbrotið hvorn annan," segir Gísli. [email protected] Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Það er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni í kvöld í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi. Hann leikur í pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni. „Hérna eru menn vanir fimm tíma Shakespeare-sýningum þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni," segir Gísli Örn Garðarsson sem stígur ósmeykur á svið hins virta Royal Shakespeare leikhúss í smábænum Stratford-upon-Avon í kvöld þegar leikritið Don John verður frumsýnt. Gísli leikur aðalhlutverkið en eiginkona hans, Nína Dögg Filippusdóttir fer einnig með stórt hlutverk í sýningunni. Boðið er til heljarinnar frumsýningarveislu og þar eiga gestir að mæta í fatnaði frá pönktímabilinu. Gísli var þó ekki viss um að allt fína fólkið myndi mæta í leðurjökkum með gaddaólar. „En það verður spennandi að sjá," segir Gísli. Þótt bærinn Stratford-upon-Avon sé á stærð við Garðabæ þá er leikhúsið frægt og gestir þess frá London víla ekki fyrir sér að keyra klukkutíma til að geta notið sýninga þess. Leikhúsið var byggt í lok nítjándu aldar til heiðurs leikritaskáldinu og þar hafa ekki ómerkari menn en sir Laurence Olivier og Daniel Day Lewis stigið sín fyrstu skref. Gísli kveðst ekkert smeykur við breska gagnrýnendur þótt að þarna væri vissulega verið að brjóta blað í sögu leikhússins. „Það verður bara forvitnilegt að sjá hvernig þetta rótgróna leikhússamfélag bregst við." Gísli og Nína verða úti yfir jólin ásamt dóttur sinni. Hann segir Breta ekkert sérstaklega mikið fyrir jólastemningu. „Nei, jólin eru aðallega bara fyllerí hjá þeim, það er bara verið auglýsa vodka og Baileys," segir Gísli. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli með stórt hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia sem framleidd er af Jerry Bruckheimer. Tökum á myndinni lauk fyrir viku síðan en Gísli útilokar ekki að kallað verði í hann aftur eftir áramót í frekari tökur í Marakkó. Aðspurður hvort hann hafi náð að blóðga einhverja Hollywood-stjörnu í þessari fokdýru bardagamynd vildi hann ekki meina það. Hann hefði aftur á móti slegið á putta Jake Gyllenhaall. Í bókstaflegri merkingu. „Við slógumst með sverðum og lömdum ítrekað á fingur hvors annars. Þegar maður sá þetta aftur á skjá vorum við hræddir um að hafa fingurbrotið hvorn annan," segir Gísli. [email protected]
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira