Ljótasti flugvöllur í hei ... 1. febrúar 2008 17:18 Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun