Sársaukann út strax Þorsteinn Pálsson skrifar 13. desember 2008 06:00 Aðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin. Bæði pólitísk og efnahagsleg rök standa til þess að taka með meiri krafti á vandanum strax. Aðhaldsaðgerðir kalla alltaf á gagnrýni. Hætt er við að ríkisstjórnin taki hana út á þessi stigi í öfugu hlutfalli við umfang aðgerðanna. Það getur gert framhaldið erfiðara. Viðskiptahalli undanfarinna ára hefur verið skýr vísbending um að til umskipta kæmi í rekstri ríkissjóðs. Vegna bankahrunsins eru þau hins vegar meiri en sjá mátti fyrir. Útilokað er að byggja rekstur ríkissjóðs á viðvarandi lántökum. Niðurskurður og hærri skattar eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þeirrar köldu staðreyndar. Margslunginn hagsmunareipdráttur fer fram þegar þannig stendur á. Eðlilega reynir hver að verja þá hagsmuni sem næst standa. Það má hins vegar ekki hræða stjórnvöld frá því að taka á vandanum. En á þeim hvílir sú ábyrgð að sýna fram á að skynsamlegri forgangsröðun viðfangsefna sé fylgt. Hinir sem réttlæta meiri ríkissjóðshalla en að er stefnt eru ekki þeim vanda vaxnir að glíma við efnahagsvandann. Athygli vekur hversu stór hluti af því svigrúmi, sem ríkisstjórnin hefur til skattahækkana, er notaður til þess að styrkja opinberan rekstur á afþreyingarstarfsemi í samkeppnisrekstri. Ef að líkum lætur hafa það verið þung spor fyrir ráðherra heilbrigðis-, félags- og tryggingamála þegar þeir gegnu út af ríkisstjórnarfundinum þar sem sú forgangsröðun var ákveðin. Þjónustusvið þeirra eru sett skör lægra. Við aðstæður eins og þessar verða öll fyrirheit og loforð að víkja fyrir þeirri skyldu að ná jöfnuði í rekstri ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja. Mistakist það er velferðarþjónustunni stefnt í hættu til langrar framtíðar. Tímabundnar þrengingar eru eins og sakir standa forsenda fyrir varanlegri velferðarvörn. Hörð gagnrýni Alþýðusambandsins á fjárlagaaðgerðirnar kemur lítið eitt á óvart. Þar á bæ er næg þekking á eðli vandans. Líklegasta skýringin er sú að forystumönnum þess þyki sem skort hafi á upplýsingagjöf og samráð af hálfu stjórnvalda. Að óreyndu er hitt ólíklegri skýring að þeir treysti sér ekki til ábyrgrar aðildar að þeim erfiðu ákvörðunum sem við blasa á öllum sviðum. Það er eitt af því sem á þó eftir að skýrast. Víst er að afstaða Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins getur ráðið miklu um hvernig endurreisnin tekst. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna aðgerðirnar með ólíkum hætti. Annað verður ekki ráðið af viðbrögðum formanns Framsóknarflokksins en að skilningur ríki á nauðsyn aðhalds. Forystumenn VG telja hins vegar litlu skipta þótt ríkissjóðshallinn verði meiri. Það er ekki ábyrg afstaða. Ríkisstjórnin gerði rétt í því að ljúka starx í janúar ákvörðunum um víðbótarskatta og niðurskurð til þess að ná fullum jöfnuði í ríkisrekstrinum. Þar kemur tvennt til. Best er að taka sársaukann út í einu lagi. Þjóðin þarf líka að vita hvort aðrir eru tilbúnir með ábyrgar lausnir. Það væri ógott að fá kosningar án þeirrar vitneskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Aðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin. Bæði pólitísk og efnahagsleg rök standa til þess að taka með meiri krafti á vandanum strax. Aðhaldsaðgerðir kalla alltaf á gagnrýni. Hætt er við að ríkisstjórnin taki hana út á þessi stigi í öfugu hlutfalli við umfang aðgerðanna. Það getur gert framhaldið erfiðara. Viðskiptahalli undanfarinna ára hefur verið skýr vísbending um að til umskipta kæmi í rekstri ríkissjóðs. Vegna bankahrunsins eru þau hins vegar meiri en sjá mátti fyrir. Útilokað er að byggja rekstur ríkissjóðs á viðvarandi lántökum. Niðurskurður og hærri skattar eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þeirrar köldu staðreyndar. Margslunginn hagsmunareipdráttur fer fram þegar þannig stendur á. Eðlilega reynir hver að verja þá hagsmuni sem næst standa. Það má hins vegar ekki hræða stjórnvöld frá því að taka á vandanum. En á þeim hvílir sú ábyrgð að sýna fram á að skynsamlegri forgangsröðun viðfangsefna sé fylgt. Hinir sem réttlæta meiri ríkissjóðshalla en að er stefnt eru ekki þeim vanda vaxnir að glíma við efnahagsvandann. Athygli vekur hversu stór hluti af því svigrúmi, sem ríkisstjórnin hefur til skattahækkana, er notaður til þess að styrkja opinberan rekstur á afþreyingarstarfsemi í samkeppnisrekstri. Ef að líkum lætur hafa það verið þung spor fyrir ráðherra heilbrigðis-, félags- og tryggingamála þegar þeir gegnu út af ríkisstjórnarfundinum þar sem sú forgangsröðun var ákveðin. Þjónustusvið þeirra eru sett skör lægra. Við aðstæður eins og þessar verða öll fyrirheit og loforð að víkja fyrir þeirri skyldu að ná jöfnuði í rekstri ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja. Mistakist það er velferðarþjónustunni stefnt í hættu til langrar framtíðar. Tímabundnar þrengingar eru eins og sakir standa forsenda fyrir varanlegri velferðarvörn. Hörð gagnrýni Alþýðusambandsins á fjárlagaaðgerðirnar kemur lítið eitt á óvart. Þar á bæ er næg þekking á eðli vandans. Líklegasta skýringin er sú að forystumönnum þess þyki sem skort hafi á upplýsingagjöf og samráð af hálfu stjórnvalda. Að óreyndu er hitt ólíklegri skýring að þeir treysti sér ekki til ábyrgrar aðildar að þeim erfiðu ákvörðunum sem við blasa á öllum sviðum. Það er eitt af því sem á þó eftir að skýrast. Víst er að afstaða Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins getur ráðið miklu um hvernig endurreisnin tekst. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna aðgerðirnar með ólíkum hætti. Annað verður ekki ráðið af viðbrögðum formanns Framsóknarflokksins en að skilningur ríki á nauðsyn aðhalds. Forystumenn VG telja hins vegar litlu skipta þótt ríkissjóðshallinn verði meiri. Það er ekki ábyrg afstaða. Ríkisstjórnin gerði rétt í því að ljúka starx í janúar ákvörðunum um víðbótarskatta og niðurskurð til þess að ná fullum jöfnuði í ríkisrekstrinum. Þar kemur tvennt til. Best er að taka sársaukann út í einu lagi. Þjóðin þarf líka að vita hvort aðrir eru tilbúnir með ábyrgar lausnir. Það væri ógott að fá kosningar án þeirrar vitneskju.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun