Sund styrkir sjálfstraust 24. júlí 2008 06:00 „Sundið er mikilvægur hluti af íslenskri menningu,“ segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Fréttablaðið/Vilhelm. Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira