Stuðningur Norðurlanda dýrmætur Auðunn Arnórsson skrifar 11. desember 2008 10:01 Ef og þegar til þess kemur að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu getur það reitt sig á að norrænu ESB-ríkin þrjú, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að komið verði til móts við samningsmarkmið Íslendinga, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum sem gæti falizt í að Íslandsmið (þar sem eru staðbundnir fiskistofnar sem ekki eru sameiginlegir lögsögu neins annars lands) verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta mat staðfestir Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið í dag.Persson segir ennfremur að eftir þá forkastanlegu framkomu sem Bretar hafi gert sig seka um í garð Íslendinga þegar íslenzku bankarnir sigldu í þrot ættu Íslendingar jafnframt að geta reitt sig á að Bretar gerðu það sem í þeirra valdi stæði til að koma til móts við Íslendinga, ákveði þeir að sækjast eftir aðild að ESB. Persson segist ennfremur telja að óhugsandi væri að Bretar hefðu komið svona fram ef Ísland hefði verið innan ESB.Þessi orð Perssons gefa fyrirheit um að undirbúi Íslendingar aðildarviðræður vel ættu þeir að geta gert sér vonir um að fá sanngjarnar móttökur af hálfu ESB. Fyrir því að út úr viðræðunum komi aðildarsamningur sem meirihluti íslenzkra kjósenda getur fallizt á er hins vegar engin trygging. Allra sízt ef lagt yrði upp í þær viðræður með því hugarfari sem til að mynda Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefur lýst, það er að gera aðildarsamning sem hann síðan vonist til að þjóðin felli.Finninn Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, talaði líka um aðildarhorfur Íslands á opnum fundi í gær, eins og sagt er frá í frétt í blaðinu í dag. Í svörum við fyrirspurnum áheyrenda lýsti hann því hve hann fyndi persónulega til mikillar samúðar og samstöðu með Íslendingum, þar sem hann var sjálfur einn af ráðgjöfum finnsku ríkisstjórnarinnar þegar Finnar gengu í gegnum mikla kreppu á tíunda áratugnum. Mikilvægur þáttur í leið Finna út úr kreppunni var að hans sögn að ganga í ESB og taka upp evruna.Bæði Svíar og Finnar sömdu um inngöngu í ESB þegar þeir voru í miðri efnahagskreppu. Það má raunar segja að það sé undantekning að ríki hafi samið um inngöngu í ESB án þess að vera í efnahagslegri eða pólitískri kreppu, nema hvort tveggja væri. Það má jafnvel halda því fram að samningsstaða Íslands væri betri undir núverandi kringumstæðum en á uppgangstímum, þar sem mun minni líkur eru á því undir núverandi kringumstæðum að grannríkin, sem Íslendingar eiga óhjákvæmilega í mestum hagsmunaárekstrum við, gangi á lagið og reyni í aðildarviðræðum að ota sínum sérhagsmunatota gagnvart Íslendingum. Ekki er ástæða til annars en að ætla að norrænu ESB-ríkin muni ganga fram af fullum heilindum við að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Ísland fái sem beztan aðildarsamning. Hinar ESB-þjóðirnar deila líka eflaust þeirri von með norrænu ESB-þjóðunum þremur að takist að semja um aðild Íslands þá muni það ýta við Norðmönnum að gera það einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Ef og þegar til þess kemur að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu getur það reitt sig á að norrænu ESB-ríkin þrjú, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að komið verði til móts við samningsmarkmið Íslendinga, þar með talið við sérlausn í sjávarútvegsmálum sem gæti falizt í að Íslandsmið (þar sem eru staðbundnir fiskistofnar sem ekki eru sameiginlegir lögsögu neins annars lands) verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta mat staðfestir Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið í dag.Persson segir ennfremur að eftir þá forkastanlegu framkomu sem Bretar hafi gert sig seka um í garð Íslendinga þegar íslenzku bankarnir sigldu í þrot ættu Íslendingar jafnframt að geta reitt sig á að Bretar gerðu það sem í þeirra valdi stæði til að koma til móts við Íslendinga, ákveði þeir að sækjast eftir aðild að ESB. Persson segist ennfremur telja að óhugsandi væri að Bretar hefðu komið svona fram ef Ísland hefði verið innan ESB.Þessi orð Perssons gefa fyrirheit um að undirbúi Íslendingar aðildarviðræður vel ættu þeir að geta gert sér vonir um að fá sanngjarnar móttökur af hálfu ESB. Fyrir því að út úr viðræðunum komi aðildarsamningur sem meirihluti íslenzkra kjósenda getur fallizt á er hins vegar engin trygging. Allra sízt ef lagt yrði upp í þær viðræður með því hugarfari sem til að mynda Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefur lýst, það er að gera aðildarsamning sem hann síðan vonist til að þjóðin felli.Finninn Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, talaði líka um aðildarhorfur Íslands á opnum fundi í gær, eins og sagt er frá í frétt í blaðinu í dag. Í svörum við fyrirspurnum áheyrenda lýsti hann því hve hann fyndi persónulega til mikillar samúðar og samstöðu með Íslendingum, þar sem hann var sjálfur einn af ráðgjöfum finnsku ríkisstjórnarinnar þegar Finnar gengu í gegnum mikla kreppu á tíunda áratugnum. Mikilvægur þáttur í leið Finna út úr kreppunni var að hans sögn að ganga í ESB og taka upp evruna.Bæði Svíar og Finnar sömdu um inngöngu í ESB þegar þeir voru í miðri efnahagskreppu. Það má raunar segja að það sé undantekning að ríki hafi samið um inngöngu í ESB án þess að vera í efnahagslegri eða pólitískri kreppu, nema hvort tveggja væri. Það má jafnvel halda því fram að samningsstaða Íslands væri betri undir núverandi kringumstæðum en á uppgangstímum, þar sem mun minni líkur eru á því undir núverandi kringumstæðum að grannríkin, sem Íslendingar eiga óhjákvæmilega í mestum hagsmunaárekstrum við, gangi á lagið og reyni í aðildarviðræðum að ota sínum sérhagsmunatota gagnvart Íslendingum. Ekki er ástæða til annars en að ætla að norrænu ESB-ríkin muni ganga fram af fullum heilindum við að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Ísland fái sem beztan aðildarsamning. Hinar ESB-þjóðirnar deila líka eflaust þeirri von með norrænu ESB-þjóðunum þremur að takist að semja um aðild Íslands þá muni það ýta við Norðmönnum að gera það einnig.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun