Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa 29. október 2008 00:01 Skúli Eggert Þórðarson „Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann. Markaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann.
Markaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira