Hæg þróun í átt til jafnréttis Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2008 07:00 Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hefur staðið lengi og vissulega hefur þokast, að minnsta kosti í lagalegu tilliti. Í raun er þó langt í land. Sú skoðun virðist alltaf eiga einhverju fylgi að fagna að kynin séu svo ólík að fullkomnu jafnrétti milli kynja verði aldrei náð. Vissulega er fólk ólíkt, ekki bara kynin sín á milli heldur einnig karlar innbyrðis og konur innbyrðis og benda má á að jafnrétti felst einmitt í að ólíkt fólk, karlar og konur, byggi upp samfélag þar sem ólík viðhorf eru höfð í heiðri og virt. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Í síðasta mánuði komu fulltrúar Íslands fyrir nefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd þessa samnings. Í kjölfarið hefur nefndin svo birt tilmæli til íslenskra stjórnvalda. Nefndin fagnar fáeinum atriðum sem talin eru standa vel á Íslandi. Þar má nefna ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem samþykkt voru í vor og breytingar á almennum hegningarlögum er varða skipulagða glæpastarfsemi og mansal, heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Áhyggjuefni nefndarinnar eru þó mun fleiri. Eitt atriðið sem nefndin bendir á eru vægar refsingar í kynferðisbrotamálum, einkum nauðgunarmálum. Einnig ósamræmi milli fjölda rannsakaðra kynferðisbrotamála og fjölda mála sem leiða til opinberrar ákæru og dóms. Hvatt er til rannsókna á ástæðum þess að fórnarlömb virðast rög við að leggja fram kæru. Einnig leggur nefndin til að refsilöggjöf og lög um meðferð opinberra mála verði endurskoðuð til að ganga úr skugga um að gerendur séu ávallt sóttir til saka og dæmdir í samræmi við alvarleika brots. Fyrir fáum áratugum báru konur sem höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgun eða heimilisofbeldi til dæmis harm sinn í hljóði. Sú viðhorfsbreyting hefur skipt sköpum að kynbundið ofbeldi er nú viðurkennt vandamál og úrræði til taks fyrir konur sem fyrir því hafa orðið. En nú er löngu orðið tímabært að taka næsta skref, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir á. Það verður að vinna á þeirri hindrun sem kemur í veg fyrir að ákært sé og dæmt í málum sem varða kynbundið ofbeldi. Fjöldamörg önnur atriði eru nefnd í tilmælum Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda. Má þar nefna umtalsverðan og stöðugan kynbundinn launamun sem nefndin telur að skýra megi með því að hefðbundin viðhorf um stöðu og hlutverk kvenna lifi góðu lífi í íslensku samfélagi. Íslensk stjórnvöld hafa gengist undir alþjóðasamþykkt um afnám mismununar gagnvart konum. Ætlast verður til að sá samningur sé tekinn alvarlega og að farið verði af kostgæfni yfir athugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna með það fyrir augum að vinna að úrbótum á öllum sviðum og þróuninni í átt til jafnréttis kynjanna verði hraðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna hefur staðið lengi og vissulega hefur þokast, að minnsta kosti í lagalegu tilliti. Í raun er þó langt í land. Sú skoðun virðist alltaf eiga einhverju fylgi að fagna að kynin séu svo ólík að fullkomnu jafnrétti milli kynja verði aldrei náð. Vissulega er fólk ólíkt, ekki bara kynin sín á milli heldur einnig karlar innbyrðis og konur innbyrðis og benda má á að jafnrétti felst einmitt í að ólíkt fólk, karlar og konur, byggi upp samfélag þar sem ólík viðhorf eru höfð í heiðri og virt. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Í síðasta mánuði komu fulltrúar Íslands fyrir nefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd þessa samnings. Í kjölfarið hefur nefndin svo birt tilmæli til íslenskra stjórnvalda. Nefndin fagnar fáeinum atriðum sem talin eru standa vel á Íslandi. Þar má nefna ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem samþykkt voru í vor og breytingar á almennum hegningarlögum er varða skipulagða glæpastarfsemi og mansal, heimilisofbeldi og kynferðisbrot. Áhyggjuefni nefndarinnar eru þó mun fleiri. Eitt atriðið sem nefndin bendir á eru vægar refsingar í kynferðisbrotamálum, einkum nauðgunarmálum. Einnig ósamræmi milli fjölda rannsakaðra kynferðisbrotamála og fjölda mála sem leiða til opinberrar ákæru og dóms. Hvatt er til rannsókna á ástæðum þess að fórnarlömb virðast rög við að leggja fram kæru. Einnig leggur nefndin til að refsilöggjöf og lög um meðferð opinberra mála verði endurskoðuð til að ganga úr skugga um að gerendur séu ávallt sóttir til saka og dæmdir í samræmi við alvarleika brots. Fyrir fáum áratugum báru konur sem höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi, nauðgun eða heimilisofbeldi til dæmis harm sinn í hljóði. Sú viðhorfsbreyting hefur skipt sköpum að kynbundið ofbeldi er nú viðurkennt vandamál og úrræði til taks fyrir konur sem fyrir því hafa orðið. En nú er löngu orðið tímabært að taka næsta skref, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir á. Það verður að vinna á þeirri hindrun sem kemur í veg fyrir að ákært sé og dæmt í málum sem varða kynbundið ofbeldi. Fjöldamörg önnur atriði eru nefnd í tilmælum Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda. Má þar nefna umtalsverðan og stöðugan kynbundinn launamun sem nefndin telur að skýra megi með því að hefðbundin viðhorf um stöðu og hlutverk kvenna lifi góðu lífi í íslensku samfélagi. Íslensk stjórnvöld hafa gengist undir alþjóðasamþykkt um afnám mismununar gagnvart konum. Ætlast verður til að sá samningur sé tekinn alvarlega og að farið verði af kostgæfni yfir athugasemdir nefndar Sameinuðu þjóðanna með það fyrir augum að vinna að úrbótum á öllum sviðum og þróuninni í átt til jafnréttis kynjanna verði hraðað.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun