Heiður hússins Gerður Kristný skrifar 10. maí 2008 04:00 Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast. Ekki aðeins vísaði hann þar til ofbeldisverka Fritzl heldur líka ráns Wolfgangs Priklopil á Natöschu Kampusch. Hún var í prísundinni í átta ár en Elisabeth Fritzl í ein tuttugu og fjögur. Henni var rænt árið 1984, sama ár og jafnöldrur hennar kyrjuðu Girls Just Wanna Have Fun með Cindy Lauper. En kanslaranum virtist aðallega vera umhugað um heiður hússins, hvað aðrar þjóðir héldu nú um Austurríkismenn. Hvort nokkur myndi hætta sér þangað með börnin sín í frí. Svolítið sérstakar áhyggjur í ljósi þess að þetta er nú einu sinni landið sem fóstraði sjálfan Adolf Hitler. Síðustu daga hafa nokkrir þeirra sem tengdust gráa húsinu í Armstatten komið fram og viðurkennt að ekki hafi nú allt verið í lagi á þeim bænum. Fritzl hélt fjölskyldu sinni í heljargreipum svo allir urðu að sitja og standa eins og hann vildi. Merkilegt hvað grimmd er oft sýnd mikið umburðarlyndi þegar hún á sér stað innan veggja heimilisins. Nú hefur kanslarinn kveðið á um að refsingar yfir kynferðisglæpamönnum verði þyngdar, þeir megi ekki gegna hvaða störfum sem er og síst af öllu ættleiða börn en Fritzl komst upp með það þrátt fyrir að vera dæmdur kynferðisglæpamaður. Hins vegar höfðu brot hans verið afmáð úr skýrslum um hann. Ætli það þýði tandurhreint sakavottorð? Hefði maðurinn mátt reka munaðarleysingjahæli eða jafnvel bjóða sig fram til kanslara? Þrátt fyrir að Elisabeth og börnin hennar hafi nú þörf á álíka mikilli aðstoð við að læra á lífið og úlfabörnin Amala og Kamala þarf eflaust eitthvað meira til að áhyggjur kanslarans verði að veruleika og þjóðir heims gleymi Sachertertunum og skíðabrekkunum sem Austurríki hefur upp á að bjóða. Það má nefnilega leiða líkur að því að það eina sem skilji Fritzl og Priklopil að frá flestum öðrum kynferðisofbeldismönnum er að það komst upp um þá. Ímyndaráhyggjur kanslarans sýna að hann horfir á málið frá kolröngum enda. Til að ná áttum ætti hann gefa sér tíma til að fara í huganum yfir allt það skemmtilega sem hent hefur hann síðustu 24 árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mál Josef Fritzl Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast. Ekki aðeins vísaði hann þar til ofbeldisverka Fritzl heldur líka ráns Wolfgangs Priklopil á Natöschu Kampusch. Hún var í prísundinni í átta ár en Elisabeth Fritzl í ein tuttugu og fjögur. Henni var rænt árið 1984, sama ár og jafnöldrur hennar kyrjuðu Girls Just Wanna Have Fun með Cindy Lauper. En kanslaranum virtist aðallega vera umhugað um heiður hússins, hvað aðrar þjóðir héldu nú um Austurríkismenn. Hvort nokkur myndi hætta sér þangað með börnin sín í frí. Svolítið sérstakar áhyggjur í ljósi þess að þetta er nú einu sinni landið sem fóstraði sjálfan Adolf Hitler. Síðustu daga hafa nokkrir þeirra sem tengdust gráa húsinu í Armstatten komið fram og viðurkennt að ekki hafi nú allt verið í lagi á þeim bænum. Fritzl hélt fjölskyldu sinni í heljargreipum svo allir urðu að sitja og standa eins og hann vildi. Merkilegt hvað grimmd er oft sýnd mikið umburðarlyndi þegar hún á sér stað innan veggja heimilisins. Nú hefur kanslarinn kveðið á um að refsingar yfir kynferðisglæpamönnum verði þyngdar, þeir megi ekki gegna hvaða störfum sem er og síst af öllu ættleiða börn en Fritzl komst upp með það þrátt fyrir að vera dæmdur kynferðisglæpamaður. Hins vegar höfðu brot hans verið afmáð úr skýrslum um hann. Ætli það þýði tandurhreint sakavottorð? Hefði maðurinn mátt reka munaðarleysingjahæli eða jafnvel bjóða sig fram til kanslara? Þrátt fyrir að Elisabeth og börnin hennar hafi nú þörf á álíka mikilli aðstoð við að læra á lífið og úlfabörnin Amala og Kamala þarf eflaust eitthvað meira til að áhyggjur kanslarans verði að veruleika og þjóðir heims gleymi Sachertertunum og skíðabrekkunum sem Austurríki hefur upp á að bjóða. Það má nefnilega leiða líkur að því að það eina sem skilji Fritzl og Priklopil að frá flestum öðrum kynferðisofbeldismönnum er að það komst upp um þá. Ímyndaráhyggjur kanslarans sýna að hann horfir á málið frá kolröngum enda. Til að ná áttum ætti hann gefa sér tíma til að fara í huganum yfir allt það skemmtilega sem hent hefur hann síðustu 24 árin.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun