Skyndibiti í skjóli nætur Þorvaldur Gylfason skrifar 2. október 2008 07:00 Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu. Ég er staddur hér í boði Seðlabanka Noregs til að tala við fjármálamenn um ástand og horfur íslenzkra banka. Glitnir býður núna hæstu innlánsvextina í Noregi og auglýsir grimmt, svo að bankar heimamanna eiga í vök að verjast. Ég ætti vitaskuld að vera úti í mildu kvöldveðrinu í hjarta þessarar sögufrægu og fallegu borgar og njóta lífsins, en ég ligg heldur í símanum inni á hóteli til að fylgjast með ósóma og vitfirringu heimsins. Það er mánudagskvöld. Fyrr í dag risu bandarískir þingmenn, aðallega repúblikanar, upp gegn Bush forseta og felldu frumvarp leiðtoga beggja flokka um neyðarhjálp handa bankakerfinu, svo að hlutabréf hröpuðu í verði um allan heim. Paul Krugman, prófessor í Princeton, lýsir landi sínu sem bananalýðveldi með bombu. Traust talsamband við flokkinnSkyndiþjóðnýting Glitnis um miðja nótt vekur áleitnar spurningar. Margir hafa átt von á, að stærstu viðskiptabönkunum þrem gæti reynzt erfitt að halda áfram að endurfjármagna erlend skammtímalán. Þau uxu upp úr öllu valdi á örfáum árum og námu um mitt ár 2008 rösklega tvöfaldri landsframleiðslu og sextánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þau uxu hratt vegna þess, að Seðlabankinn hafði enga stjórn á útþenslu bankanna. Seðlabankanum bar að halda aftur af vexti bankanna með því að skylda þá til að binda fé í Seðlabankanum í samræmi við ákvæði laga og hemja útlán þeirra og vöxt að því marki. En Seðlabankinn gerði hið gagnstæða: hann lækkaði bindiskylduna til að þóknast bönkunum og hætti síðan að beita henni. Einn angi bankavandans er bundinn við jöklabréf. Þetta eru skammtímabréf, sem til dæmis belgískur tannlæknir kaupir með evrum, sem hann tekur að láni við lágum vöxtum og skiptir í krónur og leggur inn á hávaxtareikning á Íslandi og leysir síðar út höfuðstólinn með áföllnum vöxtum. Þessi viðskipti borguðu sig meðan gengi krónunnar hélzt stöðugt. En nú kippa erlendir fjárfestar eins og belgíski tannlæknirinn að sér hendinni og losa sig við krónurnar frekar en að kaupa ný jöklabréf, og við það lækkar gengi krónunnar. Útistandandi jöklabréf, sem falla á gjalddaga innan árs, nema nú röskum fimmtungi landsframleiðslunnar. Við eðlilegar aðstæður væri ekki hlaupið að því fyrir bankana að velta svo þungum bagga á undan sér eða vinda ofan af honum. Lánsfjárþurrðin þyngir róðurinn til muna. Þegar aðþrengdur erlendur banki dró skyndilega lánsloforð til baka, óskaði Glitnir eftir aðstoð í Seðlabankanum. Allir þekkja afstöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans til helzta eiganda Glitnis. Það var í því ljósi sérkennileg ákvörðun af hálfu Glitnis að leita til Seðlabankans frekar en til ríkisstjórnarinnar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Glitnir hefði verið í fullum rétti, hefði hann beðið ríkisstjórnina um að halda Seðlabankanum af vanhæfisástæðum utan við málið. Samt gengu Glitnismenn að því er virðist grunlausir í gin ljónsins og misstu bankann úr höndunum. Líklegt virðist, úr því sem komið er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist nú til að afhenda einkavinum sínum í Landsbankanum bréf ríkisins í Glitni sem fyrst með kveðju frá skattgreiðendum. Tveir heimarÉg hef áður lýst þeirri skoðun á þessum stað (21. febrúar 2008), að tímabundin endurþjóðnýting banka væri vænlegasta leið ríkisins til að rétta þeim hjálparhönd, ef á skyldi reyna hér heima. En þjóðnýting Glitnis þurfti ekki að fara fram í skyndingu í skjóli nætur, án þess að nokkur gögn væru kunngerð eða útreikningur sérfræðinga á umsömdu yfirtökuverði. Eðlileg meðferð málsins hefði verið að veita Glitni víkjandi lán með ströngum skilyrðum, svo að lánsféð breyttist í hlutafé, tækist Glitni ekki í tæka tíð að standa í skilum. Vandi Glitnis er lausafjárvandi og gefur ekki tilefni til tafarlausrar þjóðnýtingar. Seðlabankinn beitti eigendur bankans harðræði, þar á meðal verkafólk og sjómenn í lífeyrissjóðnum Gildi, og dró Sjálfstæðisflokkinn á eftir sér í allra augsýn eins og uppstoppaðan hund í bandi. Alþingi getur rift gerræðinu með lögum. Til þess þarf Samfylkingin að rjúfa stjórnarsamstarfið, knýja fram kosningar strax eða mynda nú þegar nýja ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni til að sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana og hreinsa til í Seðlabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu. Ég er staddur hér í boði Seðlabanka Noregs til að tala við fjármálamenn um ástand og horfur íslenzkra banka. Glitnir býður núna hæstu innlánsvextina í Noregi og auglýsir grimmt, svo að bankar heimamanna eiga í vök að verjast. Ég ætti vitaskuld að vera úti í mildu kvöldveðrinu í hjarta þessarar sögufrægu og fallegu borgar og njóta lífsins, en ég ligg heldur í símanum inni á hóteli til að fylgjast með ósóma og vitfirringu heimsins. Það er mánudagskvöld. Fyrr í dag risu bandarískir þingmenn, aðallega repúblikanar, upp gegn Bush forseta og felldu frumvarp leiðtoga beggja flokka um neyðarhjálp handa bankakerfinu, svo að hlutabréf hröpuðu í verði um allan heim. Paul Krugman, prófessor í Princeton, lýsir landi sínu sem bananalýðveldi með bombu. Traust talsamband við flokkinnSkyndiþjóðnýting Glitnis um miðja nótt vekur áleitnar spurningar. Margir hafa átt von á, að stærstu viðskiptabönkunum þrem gæti reynzt erfitt að halda áfram að endurfjármagna erlend skammtímalán. Þau uxu upp úr öllu valdi á örfáum árum og námu um mitt ár 2008 rösklega tvöfaldri landsframleiðslu og sextánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þau uxu hratt vegna þess, að Seðlabankinn hafði enga stjórn á útþenslu bankanna. Seðlabankanum bar að halda aftur af vexti bankanna með því að skylda þá til að binda fé í Seðlabankanum í samræmi við ákvæði laga og hemja útlán þeirra og vöxt að því marki. En Seðlabankinn gerði hið gagnstæða: hann lækkaði bindiskylduna til að þóknast bönkunum og hætti síðan að beita henni. Einn angi bankavandans er bundinn við jöklabréf. Þetta eru skammtímabréf, sem til dæmis belgískur tannlæknir kaupir með evrum, sem hann tekur að láni við lágum vöxtum og skiptir í krónur og leggur inn á hávaxtareikning á Íslandi og leysir síðar út höfuðstólinn með áföllnum vöxtum. Þessi viðskipti borguðu sig meðan gengi krónunnar hélzt stöðugt. En nú kippa erlendir fjárfestar eins og belgíski tannlæknirinn að sér hendinni og losa sig við krónurnar frekar en að kaupa ný jöklabréf, og við það lækkar gengi krónunnar. Útistandandi jöklabréf, sem falla á gjalddaga innan árs, nema nú röskum fimmtungi landsframleiðslunnar. Við eðlilegar aðstæður væri ekki hlaupið að því fyrir bankana að velta svo þungum bagga á undan sér eða vinda ofan af honum. Lánsfjárþurrðin þyngir róðurinn til muna. Þegar aðþrengdur erlendur banki dró skyndilega lánsloforð til baka, óskaði Glitnir eftir aðstoð í Seðlabankanum. Allir þekkja afstöðu formanns bankastjórnar Seðlabankans til helzta eiganda Glitnis. Það var í því ljósi sérkennileg ákvörðun af hálfu Glitnis að leita til Seðlabankans frekar en til ríkisstjórnarinnar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Glitnir hefði verið í fullum rétti, hefði hann beðið ríkisstjórnina um að halda Seðlabankanum af vanhæfisástæðum utan við málið. Samt gengu Glitnismenn að því er virðist grunlausir í gin ljónsins og misstu bankann úr höndunum. Líklegt virðist, úr því sem komið er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist nú til að afhenda einkavinum sínum í Landsbankanum bréf ríkisins í Glitni sem fyrst með kveðju frá skattgreiðendum. Tveir heimarÉg hef áður lýst þeirri skoðun á þessum stað (21. febrúar 2008), að tímabundin endurþjóðnýting banka væri vænlegasta leið ríkisins til að rétta þeim hjálparhönd, ef á skyldi reyna hér heima. En þjóðnýting Glitnis þurfti ekki að fara fram í skyndingu í skjóli nætur, án þess að nokkur gögn væru kunngerð eða útreikningur sérfræðinga á umsömdu yfirtökuverði. Eðlileg meðferð málsins hefði verið að veita Glitni víkjandi lán með ströngum skilyrðum, svo að lánsféð breyttist í hlutafé, tækist Glitni ekki í tæka tíð að standa í skilum. Vandi Glitnis er lausafjárvandi og gefur ekki tilefni til tafarlausrar þjóðnýtingar. Seðlabankinn beitti eigendur bankans harðræði, þar á meðal verkafólk og sjómenn í lífeyrissjóðnum Gildi, og dró Sjálfstæðisflokkinn á eftir sér í allra augsýn eins og uppstoppaðan hund í bandi. Alþingi getur rift gerræðinu með lögum. Til þess þarf Samfylkingin að rjúfa stjórnarsamstarfið, knýja fram kosningar strax eða mynda nú þegar nýja ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni til að sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana og hreinsa til í Seðlabankanum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun