Enn tala verkin 30. júlí 2008 00:01 Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Enn tala verkin Össur Skarphéðinsson Alþingismaður, góð brjóstmynd með fallegum bakgrunn Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummæli Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinningstillögu um nýjan Listaháskóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð muni hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálfkák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annað hvort eru menn með honum eða á móti.Eitraður kaleikurÖssur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyjum, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðismanna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttlunga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. [email protected]