Spennandi haust fram undan 4. september 2008 06:00 Vadim Repin fiðluleikari Kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Síðasta áætlaða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þegar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís. Fiðluleikarinn sem um ræðir er enginn annar en Vadim Repim. Hann hóf ungur tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverðlauna í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins ellefu ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brussel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleikum með öllum helstu hljómsveitum heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evróputónleikum hljómsveitarinnar í Sankti Pétursborg nú í ár. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammophon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Eins og nærri má geta er koma Repins mikill fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur þar sem hér er á ferðinni sannkölluð stórstjarna á hátindi ferlis síns, og því í raun einstakt tækifæri fyrir alla sem unna fiðluleik í hæsta gæðaflokki. Fiðlukonsert Tsjajkovskís er eitt af dáðustu verkum þessa rússneska meistara og er þá mikið sagt. Auk konsertsins er á efnisskránni forleikurinn Rómeó og Júlía, einnig eftir Tsjajkovskí, og sinfónía nr. 2 eftir franska tónsmiðinn Vincent D'Indy, en hljómsveitin vinnur nú að upptökum verka hans fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn með verkum Frakkans kom út fyrir nokkru og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stjórnandi á þessum spennandi tónleikum er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. Auk þessara tónleika er ýmislegt áhugavert á döfinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni. Í október heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Japans þar sem hún mun meðal annars leika allar sinfóníur Sibeliusar og heldur auk þess tónleika með íslenskri tónlist í tónleikasalnum Sumida Triphony í Tókýó. Íslenskir tónleikagestir munu fá að heyra allt þetta áður en haldið verður af stað. Á tónleikunum 26. september flytur hljómsveitin sérlega áhugaverða íslenska efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hafliða Hallgrímsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Í byrjun október gefst svo færi á að heyra hljómsveitina flytja tónlist með austurlensku ívafi. Claude Debussy heillaðist af gamelan-slagverkshópnum sem kom frá Balí til Parísar árið 1889, og síðan hafa fjölmörg tónskáld nýtt sér heillandi og dulúðlegan tónaheim austursins í verkum sínum. Á efnisskrá Sinfóníhljómsveitarinnar 2. október verða flutt La Mer eftir Debussy og hinn sprellfjörugi konsert fyrir tvö píanó eftir Poulenc, auk verka eftir Colin McPhee og Nico Muhly. Það er því ljóst að unnendur sígildrar tónlistar þurfa ekki að kvíða haustinu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar með Vadim Repin hefjast kl. 19.30 í kvöld. [email protected] Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Síðasta áætlaða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói hefst með glæsibrag í kvöld þegar einn fremsti fiðluleikari heims kemur fram með hljómsveitinni og leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís. Fiðluleikarinn sem um ræðir er enginn annar en Vadim Repim. Hann hóf ungur tónlistarnám í Síberíu og vann til gullverðlauna í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni aðeins ellefu ára gamall. Hann var yngsti sigurvegari í sögu Queen Elizabeth-keppninnar í Brussel aðeins átján ára gamall árið 1989. Repin hefur komið fram á tónleikum með öllum helstu hljómsveitum heims, og lék meðal annars einleik með Berlínarfílharmóníunni og Sir Simon Rattle á hinum frægu Evróputónleikum hljómsveitarinnar í Sankti Pétursborg nú í ár. Repin er á samningi hjá Deutsche Grammophon og hafa hljómdiskar hans fengið frábæra dóma gagnrýnenda um allan heim. Þetta er í fyrsta sinn sem Repin leikur á Íslandi. Eins og nærri má geta er koma Repins mikill fengur fyrir íslenska tónlistarunnendur þar sem hér er á ferðinni sannkölluð stórstjarna á hátindi ferlis síns, og því í raun einstakt tækifæri fyrir alla sem unna fiðluleik í hæsta gæðaflokki. Fiðlukonsert Tsjajkovskís er eitt af dáðustu verkum þessa rússneska meistara og er þá mikið sagt. Auk konsertsins er á efnisskránni forleikurinn Rómeó og Júlía, einnig eftir Tsjajkovskí, og sinfónía nr. 2 eftir franska tónsmiðinn Vincent D'Indy, en hljómsveitin vinnur nú að upptökum verka hans fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn með verkum Frakkans kom út fyrir nokkru og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Stjórnandi á þessum spennandi tónleikum er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba. Auk þessara tónleika er ýmislegt áhugavert á döfinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni á næstunni. Í október heldur hljómsveitin í tónleikaferð til Japans þar sem hún mun meðal annars leika allar sinfóníur Sibeliusar og heldur auk þess tónleika með íslenskri tónlist í tónleikasalnum Sumida Triphony í Tókýó. Íslenskir tónleikagestir munu fá að heyra allt þetta áður en haldið verður af stað. Á tónleikunum 26. september flytur hljómsveitin sérlega áhugaverða íslenska efnisskrá með verkum eftir Jón Leifs, Jórunni Viðar, Hafliða Hallgrímsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Heimi Sveinsson. Í byrjun október gefst svo færi á að heyra hljómsveitina flytja tónlist með austurlensku ívafi. Claude Debussy heillaðist af gamelan-slagverkshópnum sem kom frá Balí til Parísar árið 1889, og síðan hafa fjölmörg tónskáld nýtt sér heillandi og dulúðlegan tónaheim austursins í verkum sínum. Á efnisskrá Sinfóníhljómsveitarinnar 2. október verða flutt La Mer eftir Debussy og hinn sprellfjörugi konsert fyrir tvö píanó eftir Poulenc, auk verka eftir Colin McPhee og Nico Muhly. Það er því ljóst að unnendur sígildrar tónlistar þurfa ekki að kvíða haustinu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar með Vadim Repin hefjast kl. 19.30 í kvöld. [email protected]
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira