Stórtíðindi í vændum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 27. september 2008 07:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast." Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslendinga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir - og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegsstefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefnunni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan framkvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun