Ber enginn pólitíska ábyrgð? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 27. nóvember 2008 05:00 Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um pólitíska ábyrgð Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í stjórnmálum á Íslandi á lýðveldistímanum. Síðastliðin sautján ár hefur flokkurinn farið með allt í senn forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórn Seðlabankans (í persónum tvegga fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur). Þar með ber Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega höfuðábyrgð á þeirri efnahagsstefnu, sem nú hefur beðið algert skipbrot. Þegar minnt er á þessa staðreynd bregst formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra við með því að segja að það megi ekki perónugera vandann. Meðan allt lék í lyndi og góðærið ríkti (þótt það væri að vísu mestan part tekið að láni) þótti sjálfsagt að persónugera dýrðina í persónu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra (1991-2004). En nú þegar spilaborgin er hrunin og þjóðarbúið er ein rjúkandi rúst er bannað að persónugera vandann. Þá er ekkert Davíð að kenna, hvorki sem forsætisráðherra né seðlabankastjóra. Þaðan af síður þykir kurteislegt að persónugera vandann í persónu varaformanns flokksins og fjármálaráðherra (1998-2006). Umræðan verður samkvæmt þessu að fara fram undir nafnleynd. Hinn aldni hagspekingur Viðreisnar, Jónas H. Haraldz, hefur vakið athygli á því að allt frá því að þáverandi forsætisráðherra lagði niður Þjóðhagsstofnun í einhverju bræðikasti árið 2002 hafi engin samræmd hagstjórn verið í landinu. Með því á hann við að stjórn ríkisfjármála (undir forystu forsætis- og fjármálaráðherra) og stjórn peningamála (undir forystu seðlabankastjóra) eigi að haldast hönd í hönd. Markmiðið með samræmdri hagstjórn er að stuðla að jafnvægi og stöðugleika í hagkerfinu. Til þess að fyrirtæki getið vaxið og dafnað til lengri tíma litið, ekki síst þau sem byggja afkomu sína á útflutningi, verða þau að geta reitt sig á stöðugleika sjálfs gjaldmiðilsins umfram allt annað. Flestum dómbærum mönnum ber saman um að þetta hafi brugðist hrapallega á undanförnum sex-sjö árum. Heimsmet í útþenslu ríkisbáknsinsLítum fyrst á ríkisfjármálin. Vegna stórvirkjana fyrir austan og nýrrar álbræðslu í tengslum við þær var þanþol hagkerfisins spennt til hins ýtrasta. Þessar stórframkvæmdir höfðu í för með sér innstreymi erlends lánsfjár sem nam allt að þriðjungi þjóðarframleiðslunnar, auk þess sem boginn var spenntur til hins ýtrasta á vinnumarkaðnum. Til þess að aftra þenslu og viðhalda stöðugleika þurfti ríkisstjórnin að stíga á bremsurnar og draga úr framkvæmdum og neyslu á öðrum sviðum á sama tíma. Það gerði hún ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin kynti með ríkisfjármálastefnu sinni undir þenslunni. Í framhaldi af einkavæðingu bankanna, sem þegar í stað hófu harða samkeppni um markaðshlutdeild inn- og útlána, hækkaði ríkisstjórnin veðmörk fasteignalána. Þar með hratt hún af stað svokallaðri fasteignaverðsbólu, sem kynti enn frekar undir verðbólgu. Útlánaþenslan hækkaði enn frekar verð fasteigna sem aftur varð andlag aukinnar skuldsetningar. Með þessum hætti kyntu stjórnvöld undir skuldsetningu fyrirtækja og heimila með alvarlegum afleiðingum síðar meir, eins og nú hefur komið á daginn. Þess ber líka að geta sem vel er gert. Svo sem vera bar notaði fjármálaráðherra hluta af sívaxandi tekjustreymi í ríkissjóð af sívaxandi viðskiptahalla til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. En þenslan var orðin svo mikil að ríkisgeirinn þandist stjórnlaust út, enda öll aðhaldssemi látin lönd og leið. Ráðuneyti og stofnanir bókstaflega tútnuðu út sem aldrei fyrr. Opinberi geirinn stækkaði úr um 36% af landsframleiðslu í allt að 48%, á fáeinum árum. Þetta hefur verið kallað heimsmet í útþenslu ríkisbáknsins undir handleiðslu forsætis- og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Man einhver eftir slagorðinu um báknið burt? Var einhver að tala um stefnufestu? Þessu til viðbótar voru skattar lækkaðir á fyrirtæki og fjármagnseigendur, sem jók enn á þensluna. Með því að láta persónuafsláttinn til frádráttar tekjuskatti einstaklinga standa í stað í verðbólgunni var skattbyrði hinna verst settu hins vegar aukin um leið og kerfi almannatrygginga var látið drabbast niður með flóknum og fáránlegum skerðingarákvæðum. Heildarniðurstaðan var eftir sem áður sú að opinberi geirinn, þ.e. ríki og sveitarfélög, voru á fullu við að kynda undir þenslu og skuldsetningu þjóðarbúsins. Og ekki bætti peningamálastjórnin úr skák. Árið 2001 setti Seðlabankinn sér verðbólgumarkmið upp á 2.5% með vikmörkum. Skemmst er frá því að segja að þessi markmiðssetning náðist aldrei nema skamma hríð á tímabili. Reyndar hefur Seðlabankinn verið víðs fjárri því að ná yfirlýstum markmiðum sínum sem eitt út af fyrir sig hefur dregið úr trúverðugleika hans. Seðlabankinn hefði átt að vera sérstaklega vel á verði gagnvart útlánaþenslu bankanna í framhaldi af einkavæðingu þeirra. Margir bentu á það frá upphafi að bankinn ætti að auka bindiskyldu viðskiptabankanna til þess að draga úr útlánagetu þeirra. Seðlabankinn gerði þveröfugt. Hann lækkaði bindiskylduna og ýtti þar með undir þensluna. Seðlabankanum er líka skylt að hafa nákvæmt eftirlit með lausafjárstöðu bankanna, sem er þýðingarmikið öryggisatriði, en á því hefur verið alvarlegur misbrestur eins og sérfræðingar hafa bent á. Peningamálastjórn í molumÞað var þó fyrst og fremst hinn hraði vöxtur bankakerfisins í kjölfar einkavæðingarinnar sem átti að vera Seðlabankanum sérstakt áhyggjuefni. Bankakerfið er sagt hafa þanist út frá því að hafa verið í kringum þriðjung landsframleiðslu fyrir einkavæðingu upp í það að vera undir lokin orðið tólffalt íslenska hagkerfið. Löngu áður en þessi ofvöxtur hljóp í bankakerfið, beint fyrir framan nefið á Seðlabankanum, átti bankinn að grípa í taumana. Annað hvort með því að auka gjaldeyrisforða sinn, þannig að hann gæti talist trúverðugur miðað við skuldbindingar viðskiptabankanna, (sem hefði trúlega reynst okkur ofviða); eða með því að knýja einhvern bankanna, og þá helst þann stærsta þeirra, til þess að flytja höfuðstöðvar sínar erlendis, þar sem hann hefði starfað í skjóli öflugri seðlabanka og þar með dregið úr áhættu íslenska ríkisins (les: skattgreiðenda). Seðlabankinn gerði hvorugt, þrátt fyrir viðvaranir dómbærra manna innanlands og erlendis. Seðlabankastjóri ber fram þær málsbætur að hann hafi í febrúar á þessu ári varað bæði ríkisstjórn og stjórnendur viðskiptabankanna við yfirvofandi hættuástandi. Svarið við því er að Seðlabankinn átti löngu áður, ekki aðeins að hafa varað aðra við, heldur hefði hann átt að grípa til ráðstafana í tæka tíð til að draga úr þeirri áhættu sem viðskiptavinum bankanna og þjóðarbúinu í heild stafaði af skuldsetningu þeirra. Margir hafa orðið til þess að benda á að stýrivaxtahækkun bankans gat ekki skilað miklum árangri við ríkjandi aðstæður. Bæði er að langtímalán t.d. á húsnæðismarkaði eru verðtryggð og með föstum vöxtum svo að hækkun stýrivaxta hefur lítil áhrif á þeim markaði til skamms tíma. Aðgengi fólks og fyrirtækja að erlendum lánum á lágum vöxtum fyrir milligöngu viðskiptabankanna var á sama tíma nær takmarkalaust. Hins vegar hafði hækkun stýrivaxta Seðlabankans fyrirsjáanleg og óæskileg hliðaráhrif. Hinn mikli vaxtamunur milli Íslands og annarra landa vakti athygli gjaldmiðla- og vaxtamunarbraskara, sem eygðu von um skjótfenginn gróða með kaupum á íslenskum vaxtabréfum. Innstreymi erlends fjármagns varð til þess að hækka gengi krónunnar langt umfram langtímajafnvægisgengi.Hátt gengi krónunnar örvaði innflutning, jók á skuldsetningu fyrirtækja og heimila og magnaði viðskiptahallann. Heildaráhrifin af peningamálastjórnun Seðlabankans voru því í reynd þveröfug á við yfirlýsta stefnu. Með þessari stefnu var gengisstöðugleika fyrirsjáanlega stefnt í voða, auk þess sem kynt var undir neysluæði, viðskiptahalla og skuldsetningu. Undir lokin voru íslensk heimili orðin hin skuldsettustu í heiminum. Þetta var hagkerfi sem bar öll ytri merki óstöðugleika og jafnvægisleysis. Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu í sameiningu, vegna skorts á samræmdri hagstjórn, búið til falska velmegun sem var mestan part fengin að láni. Það mátti lítið út af bera til þess að spilaborgin hryndi. Um leið og lánalínur erlendra banka brugðust, í kjölfar hinnar amerísku bankakreppu, sem nú er orðin alþjóðleg, hrundi spilaborgin. Sérstaða Íslands í þessari bankakreppu er sú að fjármálakerfi þjóðarinnar í heild hrundi til grunna og að gjaldmiðillinn sjálfur var í frjálsu falli, uns hann brotlenti með ósköpum. Þetta er niðurstaðan af þeirri efnahagsstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á sl. sautján ár. Það er ekki bara að forsætis- og fjármálaráðherrum flokksins, item seðlabankastjóra, hafi verið mislagðar hendur. Þeir skilja beinlínis við hagkerfið í rjúkandi rúst eins og það hafi lent í stríðsátökum eða náttúruhamförum. Þar með er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn að pólitísku þrotabúi, sem ætti sjálfur að sjá sóma sinn í að óska eftir greiðslustöðvun og gjaldþrotameðferð. Ella verða kjósendur að taka af honum ómakið. Höfundur starfaði með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um pólitíska ábyrgð Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í stjórnmálum á Íslandi á lýðveldistímanum. Síðastliðin sautján ár hefur flokkurinn farið með allt í senn forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórn Seðlabankans (í persónum tvegga fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur). Þar með ber Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega höfuðábyrgð á þeirri efnahagsstefnu, sem nú hefur beðið algert skipbrot. Þegar minnt er á þessa staðreynd bregst formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra við með því að segja að það megi ekki perónugera vandann. Meðan allt lék í lyndi og góðærið ríkti (þótt það væri að vísu mestan part tekið að láni) þótti sjálfsagt að persónugera dýrðina í persónu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra (1991-2004). En nú þegar spilaborgin er hrunin og þjóðarbúið er ein rjúkandi rúst er bannað að persónugera vandann. Þá er ekkert Davíð að kenna, hvorki sem forsætisráðherra né seðlabankastjóra. Þaðan af síður þykir kurteislegt að persónugera vandann í persónu varaformanns flokksins og fjármálaráðherra (1998-2006). Umræðan verður samkvæmt þessu að fara fram undir nafnleynd. Hinn aldni hagspekingur Viðreisnar, Jónas H. Haraldz, hefur vakið athygli á því að allt frá því að þáverandi forsætisráðherra lagði niður Þjóðhagsstofnun í einhverju bræðikasti árið 2002 hafi engin samræmd hagstjórn verið í landinu. Með því á hann við að stjórn ríkisfjármála (undir forystu forsætis- og fjármálaráðherra) og stjórn peningamála (undir forystu seðlabankastjóra) eigi að haldast hönd í hönd. Markmiðið með samræmdri hagstjórn er að stuðla að jafnvægi og stöðugleika í hagkerfinu. Til þess að fyrirtæki getið vaxið og dafnað til lengri tíma litið, ekki síst þau sem byggja afkomu sína á útflutningi, verða þau að geta reitt sig á stöðugleika sjálfs gjaldmiðilsins umfram allt annað. Flestum dómbærum mönnum ber saman um að þetta hafi brugðist hrapallega á undanförnum sex-sjö árum. Heimsmet í útþenslu ríkisbáknsinsLítum fyrst á ríkisfjármálin. Vegna stórvirkjana fyrir austan og nýrrar álbræðslu í tengslum við þær var þanþol hagkerfisins spennt til hins ýtrasta. Þessar stórframkvæmdir höfðu í för með sér innstreymi erlends lánsfjár sem nam allt að þriðjungi þjóðarframleiðslunnar, auk þess sem boginn var spenntur til hins ýtrasta á vinnumarkaðnum. Til þess að aftra þenslu og viðhalda stöðugleika þurfti ríkisstjórnin að stíga á bremsurnar og draga úr framkvæmdum og neyslu á öðrum sviðum á sama tíma. Það gerði hún ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin kynti með ríkisfjármálastefnu sinni undir þenslunni. Í framhaldi af einkavæðingu bankanna, sem þegar í stað hófu harða samkeppni um markaðshlutdeild inn- og útlána, hækkaði ríkisstjórnin veðmörk fasteignalána. Þar með hratt hún af stað svokallaðri fasteignaverðsbólu, sem kynti enn frekar undir verðbólgu. Útlánaþenslan hækkaði enn frekar verð fasteigna sem aftur varð andlag aukinnar skuldsetningar. Með þessum hætti kyntu stjórnvöld undir skuldsetningu fyrirtækja og heimila með alvarlegum afleiðingum síðar meir, eins og nú hefur komið á daginn. Þess ber líka að geta sem vel er gert. Svo sem vera bar notaði fjármálaráðherra hluta af sívaxandi tekjustreymi í ríkissjóð af sívaxandi viðskiptahalla til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. En þenslan var orðin svo mikil að ríkisgeirinn þandist stjórnlaust út, enda öll aðhaldssemi látin lönd og leið. Ráðuneyti og stofnanir bókstaflega tútnuðu út sem aldrei fyrr. Opinberi geirinn stækkaði úr um 36% af landsframleiðslu í allt að 48%, á fáeinum árum. Þetta hefur verið kallað heimsmet í útþenslu ríkisbáknsins undir handleiðslu forsætis- og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Man einhver eftir slagorðinu um báknið burt? Var einhver að tala um stefnufestu? Þessu til viðbótar voru skattar lækkaðir á fyrirtæki og fjármagnseigendur, sem jók enn á þensluna. Með því að láta persónuafsláttinn til frádráttar tekjuskatti einstaklinga standa í stað í verðbólgunni var skattbyrði hinna verst settu hins vegar aukin um leið og kerfi almannatrygginga var látið drabbast niður með flóknum og fáránlegum skerðingarákvæðum. Heildarniðurstaðan var eftir sem áður sú að opinberi geirinn, þ.e. ríki og sveitarfélög, voru á fullu við að kynda undir þenslu og skuldsetningu þjóðarbúsins. Og ekki bætti peningamálastjórnin úr skák. Árið 2001 setti Seðlabankinn sér verðbólgumarkmið upp á 2.5% með vikmörkum. Skemmst er frá því að segja að þessi markmiðssetning náðist aldrei nema skamma hríð á tímabili. Reyndar hefur Seðlabankinn verið víðs fjárri því að ná yfirlýstum markmiðum sínum sem eitt út af fyrir sig hefur dregið úr trúverðugleika hans. Seðlabankinn hefði átt að vera sérstaklega vel á verði gagnvart útlánaþenslu bankanna í framhaldi af einkavæðingu þeirra. Margir bentu á það frá upphafi að bankinn ætti að auka bindiskyldu viðskiptabankanna til þess að draga úr útlánagetu þeirra. Seðlabankinn gerði þveröfugt. Hann lækkaði bindiskylduna og ýtti þar með undir þensluna. Seðlabankanum er líka skylt að hafa nákvæmt eftirlit með lausafjárstöðu bankanna, sem er þýðingarmikið öryggisatriði, en á því hefur verið alvarlegur misbrestur eins og sérfræðingar hafa bent á. Peningamálastjórn í molumÞað var þó fyrst og fremst hinn hraði vöxtur bankakerfisins í kjölfar einkavæðingarinnar sem átti að vera Seðlabankanum sérstakt áhyggjuefni. Bankakerfið er sagt hafa þanist út frá því að hafa verið í kringum þriðjung landsframleiðslu fyrir einkavæðingu upp í það að vera undir lokin orðið tólffalt íslenska hagkerfið. Löngu áður en þessi ofvöxtur hljóp í bankakerfið, beint fyrir framan nefið á Seðlabankanum, átti bankinn að grípa í taumana. Annað hvort með því að auka gjaldeyrisforða sinn, þannig að hann gæti talist trúverðugur miðað við skuldbindingar viðskiptabankanna, (sem hefði trúlega reynst okkur ofviða); eða með því að knýja einhvern bankanna, og þá helst þann stærsta þeirra, til þess að flytja höfuðstöðvar sínar erlendis, þar sem hann hefði starfað í skjóli öflugri seðlabanka og þar með dregið úr áhættu íslenska ríkisins (les: skattgreiðenda). Seðlabankinn gerði hvorugt, þrátt fyrir viðvaranir dómbærra manna innanlands og erlendis. Seðlabankastjóri ber fram þær málsbætur að hann hafi í febrúar á þessu ári varað bæði ríkisstjórn og stjórnendur viðskiptabankanna við yfirvofandi hættuástandi. Svarið við því er að Seðlabankinn átti löngu áður, ekki aðeins að hafa varað aðra við, heldur hefði hann átt að grípa til ráðstafana í tæka tíð til að draga úr þeirri áhættu sem viðskiptavinum bankanna og þjóðarbúinu í heild stafaði af skuldsetningu þeirra. Margir hafa orðið til þess að benda á að stýrivaxtahækkun bankans gat ekki skilað miklum árangri við ríkjandi aðstæður. Bæði er að langtímalán t.d. á húsnæðismarkaði eru verðtryggð og með föstum vöxtum svo að hækkun stýrivaxta hefur lítil áhrif á þeim markaði til skamms tíma. Aðgengi fólks og fyrirtækja að erlendum lánum á lágum vöxtum fyrir milligöngu viðskiptabankanna var á sama tíma nær takmarkalaust. Hins vegar hafði hækkun stýrivaxta Seðlabankans fyrirsjáanleg og óæskileg hliðaráhrif. Hinn mikli vaxtamunur milli Íslands og annarra landa vakti athygli gjaldmiðla- og vaxtamunarbraskara, sem eygðu von um skjótfenginn gróða með kaupum á íslenskum vaxtabréfum. Innstreymi erlends fjármagns varð til þess að hækka gengi krónunnar langt umfram langtímajafnvægisgengi.Hátt gengi krónunnar örvaði innflutning, jók á skuldsetningu fyrirtækja og heimila og magnaði viðskiptahallann. Heildaráhrifin af peningamálastjórnun Seðlabankans voru því í reynd þveröfug á við yfirlýsta stefnu. Með þessari stefnu var gengisstöðugleika fyrirsjáanlega stefnt í voða, auk þess sem kynt var undir neysluæði, viðskiptahalla og skuldsetningu. Undir lokin voru íslensk heimili orðin hin skuldsettustu í heiminum. Þetta var hagkerfi sem bar öll ytri merki óstöðugleika og jafnvægisleysis. Ríkisstjórn og Seðlabanki höfðu í sameiningu, vegna skorts á samræmdri hagstjórn, búið til falska velmegun sem var mestan part fengin að láni. Það mátti lítið út af bera til þess að spilaborgin hryndi. Um leið og lánalínur erlendra banka brugðust, í kjölfar hinnar amerísku bankakreppu, sem nú er orðin alþjóðleg, hrundi spilaborgin. Sérstaða Íslands í þessari bankakreppu er sú að fjármálakerfi þjóðarinnar í heild hrundi til grunna og að gjaldmiðillinn sjálfur var í frjálsu falli, uns hann brotlenti með ósköpum. Þetta er niðurstaðan af þeirri efnahagsstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á sl. sautján ár. Það er ekki bara að forsætis- og fjármálaráðherrum flokksins, item seðlabankastjóra, hafi verið mislagðar hendur. Þeir skilja beinlínis við hagkerfið í rjúkandi rúst eins og það hafi lent í stríðsátökum eða náttúruhamförum. Þar með er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn að pólitísku þrotabúi, sem ætti sjálfur að sjá sóma sinn í að óska eftir greiðslustöðvun og gjaldþrotameðferð. Ella verða kjósendur að taka af honum ómakið. Höfundur starfaði með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn 1991-95.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun