Menning

Ókeypis sinfóníur í kvöld

Petri Sakari leiðir Sinfóníuna á tónleikum í kvöld og á morgun. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands
Petri Sakari leiðir Sinfóníuna á tónleikum í kvöld og á morgun. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17.

Á dagskránni eru sinfóníur eftir finnska tónjöfurinn Jean Sibelius, en flutningur þeirra var liður í undirbúningi hljómsveitarinnar fyrir tónleikaferð til Japans. Hljómsveitinni var boðið þangað en eins og kunnugt er hefur förinni austur verið aflýst vegna fjármálaástandsins. Ferðin er ein sú viðamesta sem skipulögð hefur verið og undirbúningur staðið í um tvö ár.

Hjá hljómsveitinni ráða menn nú ráðum sínum hvernig verður fyllt í það þriggja vikna gat sem kemur í starfsemi hljómsveitarinnar. Er hin aflagða ferð mikið áfall fyrir hljómsveitina og setur strik í reikning þeirra. Áður en kom til þess varð hljómsveitin fyrir öðru áfalli sem voru ógöngur Stoða sem voru helsti styrktaraðili hennar. Ofan í kaupið bætist nú óvssa um stöðu á tónlistarhúsinu sem er í hættu.

Því er um að gera fyrir alla þá sem hafa fylgst með Sinfóníunni undanfarin ár og áratugi að taka boði hennar um tónleika í kvöld og á laugardag, en þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, og þannig sýna samstöðu með hljómsveitinni á þessum örlagatímum í sögu hennar. Á fyrri tónleikunum verða fluttar sinfóníur nr. 2 og 4, en á þeim síðari er röðin komin að þeim síðustu þremur, númer 5, 6 og 7. Sinfónían hefur á liðnum áratug hljóðritað allar sinfóníur Sibeliusar fyrir Naxos og eru þær nú fáanlegar í safnútgáfu. Hefur flutningurinn víða fengið hrós og er til marks um þann styrk sem hljómsveitin býr yfir á góðri stund. Stjórnandi á tónleikunum er Petri [email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×