Bankahólfið: Engin þota 5. nóvember 2008 04:00 Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu … Bankahólfið Markaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu …
Bankahólfið Markaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira