Lífrænt, létt og ljúffengt 24. október 2008 07:00 Helga Mogensen matgæðingur er hugmyndasmiðurinn á bak við Krúsku. fréttablaðið/gva „Náttúrulækningafélag Íslands brýst fram aftur með glæsilega endurkomu í heilsumenningu höfuðstaðarins með Krúsku, verslun og veitingastað þar sem úrval tilbúinna aðalrétta, meðlætis, eftirrétta, súpa, salata og heimabakaðs brauðs býðst gestum til að taka með heim eða borða á staðnum,“ segir Helga Mogensen, matgæðingur og rekstrarstjóri hinnar heillandi Krúsku sem opnar á Suðurlandsbraut 12 í dag. „Það vill svo skemmtilega til að þegar ég fékk fyrst áhuga á breyttum lífsstíl og heilsufæði, rétt tæplega tvítug, sótti ég alla fræðslu til Náttúrulækningafélagsins, enda voru þar frumkvöðlar og leiðandi menn á því sviði. Í þá daga var talað um „grænu byltinguna“ en í takti og tíðaranda þjóðfélagsins nú er rétti tíminn til að efla þá byltingu og útfæra enn betur með því að huga að heilsumenningu í víðara samhengi með því að hugsa heildrænt. Þannig gerum við okkur sjálfum gott með ferskum matvörum, um leið og við eflum bændur og ræktun í landinu og varðveitum náttúruna í stóru samhengi,“ segir Helga sem aftekur að hollur heimtökumatur þurfi að vera dýrari kostur. „Á tímum sem þessum, þegar mörgum líður illa, er tilhneiging til að næra sig verr en annars, en í Krúsku munum við stilla verði í horf, í anda þess sem er að gerast, þannig að allir geti hlúð að sér.“ Helga segir áhuga landsmanna á hollustufæði fara vaxandi og greinileg vakning sé hjá fjölskyldufólki. „Enda heyrir maður börn spyrja hvort þau geti fengið lífrænt sælgæti í dag,“ segir Helga hláturmild, en hún verður einmitt með sætar og bráðhollar kræsingar í Krúsku, ásamt því að selja úrval fylgihluta og vottaðra lífrænna afurða til matseldar. „Við notum ekki hvítt hveiti, hvítan sykur, aukaefni eða erfðabreytt hráefni í okkar matseld og segjum sannleikann um innihald í framleiðslu. Þannig munum við stuðla að lífrænni ræktun á Íslandi og viljum verða leiðandi í þróun og framleiðslu á hollum, góðum mat, og munum leggja okkar af mörkum til fræðslu almennings með námskeiðahaldi og fræðandi heimasíðu,“ segir Helga sem vitaskuld býður einnig upp á krúsku. „Krúska er latneskt heiti yfir mulið hveiti sem náttúrulífsmenn á öldum áður elduðu eftir ákveðnum hefðum og notuðu í morgunkorn sem minnir á nútíma múslí. Ég hef staðlað hina fornu uppskrift og gert hana nútímalegri, og vitaskuld verður krúsku að finna í Krúsku.“ Opnunartími er frá 11-19.30 virka daga og 11-16 á laugardögum. [email protected] Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Náttúrulækningafélag Íslands brýst fram aftur með glæsilega endurkomu í heilsumenningu höfuðstaðarins með Krúsku, verslun og veitingastað þar sem úrval tilbúinna aðalrétta, meðlætis, eftirrétta, súpa, salata og heimabakaðs brauðs býðst gestum til að taka með heim eða borða á staðnum,“ segir Helga Mogensen, matgæðingur og rekstrarstjóri hinnar heillandi Krúsku sem opnar á Suðurlandsbraut 12 í dag. „Það vill svo skemmtilega til að þegar ég fékk fyrst áhuga á breyttum lífsstíl og heilsufæði, rétt tæplega tvítug, sótti ég alla fræðslu til Náttúrulækningafélagsins, enda voru þar frumkvöðlar og leiðandi menn á því sviði. Í þá daga var talað um „grænu byltinguna“ en í takti og tíðaranda þjóðfélagsins nú er rétti tíminn til að efla þá byltingu og útfæra enn betur með því að huga að heilsumenningu í víðara samhengi með því að hugsa heildrænt. Þannig gerum við okkur sjálfum gott með ferskum matvörum, um leið og við eflum bændur og ræktun í landinu og varðveitum náttúruna í stóru samhengi,“ segir Helga sem aftekur að hollur heimtökumatur þurfi að vera dýrari kostur. „Á tímum sem þessum, þegar mörgum líður illa, er tilhneiging til að næra sig verr en annars, en í Krúsku munum við stilla verði í horf, í anda þess sem er að gerast, þannig að allir geti hlúð að sér.“ Helga segir áhuga landsmanna á hollustufæði fara vaxandi og greinileg vakning sé hjá fjölskyldufólki. „Enda heyrir maður börn spyrja hvort þau geti fengið lífrænt sælgæti í dag,“ segir Helga hláturmild, en hún verður einmitt með sætar og bráðhollar kræsingar í Krúsku, ásamt því að selja úrval fylgihluta og vottaðra lífrænna afurða til matseldar. „Við notum ekki hvítt hveiti, hvítan sykur, aukaefni eða erfðabreytt hráefni í okkar matseld og segjum sannleikann um innihald í framleiðslu. Þannig munum við stuðla að lífrænni ræktun á Íslandi og viljum verða leiðandi í þróun og framleiðslu á hollum, góðum mat, og munum leggja okkar af mörkum til fræðslu almennings með námskeiðahaldi og fræðandi heimasíðu,“ segir Helga sem vitaskuld býður einnig upp á krúsku. „Krúska er latneskt heiti yfir mulið hveiti sem náttúrulífsmenn á öldum áður elduðu eftir ákveðnum hefðum og notuðu í morgunkorn sem minnir á nútíma múslí. Ég hef staðlað hina fornu uppskrift og gert hana nútímalegri, og vitaskuld verður krúsku að finna í Krúsku.“ Opnunartími er frá 11-19.30 virka daga og 11-16 á laugardögum. [email protected]
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira