Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi 10. nóvember 2008 06:15 Karl segir sögu Tékklands vera magnaða og hrikalega í senn. Hann er nú að taka upp tékkneska stórmynd í Prag. „Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira