Salernishreinsiefnaauglýsingafárið Davíð Þór Jónsson skrifar 30. mars 2008 06:00 Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Ég er viðkvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillitssemi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnudagurinn hefur dregist á langinn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingurinn. Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk - hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi. Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli. Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi lagst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu! Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að Lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun
Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Ég er viðkvæmari. Sem betur fer sýnir hún mér þó tillitssemi í þessum efnum þegar ég fer þess á leit við hana. Þessi viðkvæmni háir mér stundum, einkum þegar vinnudagurinn hefur dregist á langinn og ég freistast til að snæða kvöldverðinn fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsauglýsingarnar sýna mér nefnilega alls ekki sömu tillitssemi og betri helmingurinn. Þegar umræðan um það hvort leyfa ætti áfengisauglýsingar eða ekki blossaði upp hér um árið, heyrði ég fullyrt að áfengisauglýsingar stuðluðu ekki að aukinni áfengisneyslu heldur færðu þær fyrst og fremst neysluna á milli tegunda. Þetta finnst mér sennilegt. Þetta kemur nefnilega heim og saman við kynni mín af drykkjuskap. Umhverfið hafði lítil áhrif á það hvort ég drakk - hins vegar gat það haft úrslitaáhrif á það hvað ég drakk. Ég held að þessu hljóti að vera svipað farið með ýmsan annan varning. Til dæmis dömubindi. Ég á erfitt með að ímynda mér að annað hafi áhrif á sölu dömubinda en fjöldi kvenna sem hefur á klæðum. Þetta ætti þó að mega staðfesta með tölfræði, því fyrir nokkrum árum dundi á þjóðinni slík bylgja dömubindaauglýsinga að engu var líkara en að þau væru orðin helsta neysluvara landsmanna. Þennan varning hafði ég aldrei séð auglýstan fyrr, þeir sem á honum þurftu að halda vissu einfaldlega hvar hann var að finna. Einhver einn framleiðandi reið hins vegar á vaðið og auglýsti sitt vörumerki með þeim afleiðingum að allir aðrir þurftu að fylgja í kjölfarið til að halda velli. Og nú er komið að salernishreinsiefnum. Það mætti hreinlega halda að einhver hvimleiður meltingarfaraldur hafi lagst á hálfa þjóðina. Önnur hver auglýsing sýnir manni ofan í viðbjóðslegt skítaklósett. Ekki gott áhorf yfir kjötbollum í brúnni sósu! Ég sá í sjónvarpinu um daginn að það er víst afar óhollt að borða kvöldmat yfir sjónvarpinu. Það hvarflar því að mér að Lýðheilsustöð standi á bak við þessar auglýsingar. Þær hafa nefnilega gert það að verkum að ég er nánast steinhættur þeim ósið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun