Landsbyggðarpakkið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 14. mars 2008 03:00 Ég er frá þessum stað þarna sem heitir „úti á landi". Sjálf áttaði ég mig alls ekki á því fyrr en ég flutti til Reykjavíkur. Allt þetta tal um „úti á landi" er nefnilega ekki mjög algengt úti á landi. Kannski kemur það sumum á óvart en til eru aðrir bæir á Íslandi en þessir á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna leiðist mér sú tilhneiging að skipta landsmönnum öllum í tvo hópa - höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólk. Engu virðist skipta hvort viðkomandi er frá Ísafirði eða Möðrudal á Fjöllum - hann er einfaldlega „utan af landi" og fellur þar með að staðalímynd hins dæmigerða landsbyggðarmanns (sem stundum sjást myndir af í bókum fyrir ferðamenn og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður talar við í þættinum Út og suður). Þetta er undarleg einföldun. „Ég þarf að skreppa út á land um helgina," segir fólk eins og það sé algjört aukaatriði hvert ferðinni er heitið. Minnir einna helst á alhæfingarnar um útlendingana þar sem allir austur-evrópskir verkamenn eru Pólverjar sama frá hvaða landi þeir koma. Kannski er landsbyggðin bara of framandi staður enda skelfilega langt að fara þangað. Leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur er til dæmis bara skottúr ef Akureyringurinn þarf að skreppa suður en breytist í heljarinnar langferð sé Reykvíkingar að kíkja norður. Meira að segja fólk sem býr á Akranesi og ekur til vinnu í Reykjavík daglega fær sjaldan heimsóknir. Það er svo langt að fara. Í kvöld keppa Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík til úrslita í Gettu betur. MR-ingar þurfa aðeins að gera sér ferð í Smáralindina til þess að fylgjast með keppninni. MA-ingar tóku sér frí frá skóla í dag til þess að sitja í rútu. Þeir eru vanir slíkum ferðalögum, þetta er þriðja Reykjavíkurferð dyggustu stuðningsmannanna á innan við mánuði vegna Gettu betur og Morfís. Rútureikningar eru stór liður í útgjöldum nemendafélaga á landsbyggðinni meðan það heyrir til tíðinda ef menntskælingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að gera sér ferð út á land. Ég efast um að þeir létu bjóða sér margar rútuferðir til Akureyrar í sama mánuðinum. Er það ekki margra tíma akstur? Kannski er bara einfaldara að landsbyggðarpakkið komi í bæinn. Það lætur ferðalög og rútukostnað ekki á sig fá enda er það alkunna að fólkið úti á landi er harðara af sér en þeir sem aldir eru upp í sollinum syðra. Ekki ólíkt Pólverjunum. Þetta er harðduglegt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Ég er frá þessum stað þarna sem heitir „úti á landi". Sjálf áttaði ég mig alls ekki á því fyrr en ég flutti til Reykjavíkur. Allt þetta tal um „úti á landi" er nefnilega ekki mjög algengt úti á landi. Kannski kemur það sumum á óvart en til eru aðrir bæir á Íslandi en þessir á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna leiðist mér sú tilhneiging að skipta landsmönnum öllum í tvo hópa - höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólk. Engu virðist skipta hvort viðkomandi er frá Ísafirði eða Möðrudal á Fjöllum - hann er einfaldlega „utan af landi" og fellur þar með að staðalímynd hins dæmigerða landsbyggðarmanns (sem stundum sjást myndir af í bókum fyrir ferðamenn og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður talar við í þættinum Út og suður). Þetta er undarleg einföldun. „Ég þarf að skreppa út á land um helgina," segir fólk eins og það sé algjört aukaatriði hvert ferðinni er heitið. Minnir einna helst á alhæfingarnar um útlendingana þar sem allir austur-evrópskir verkamenn eru Pólverjar sama frá hvaða landi þeir koma. Kannski er landsbyggðin bara of framandi staður enda skelfilega langt að fara þangað. Leiðin frá Akureyri til Reykjavíkur er til dæmis bara skottúr ef Akureyringurinn þarf að skreppa suður en breytist í heljarinnar langferð sé Reykvíkingar að kíkja norður. Meira að segja fólk sem býr á Akranesi og ekur til vinnu í Reykjavík daglega fær sjaldan heimsóknir. Það er svo langt að fara. Í kvöld keppa Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Reykjavík til úrslita í Gettu betur. MR-ingar þurfa aðeins að gera sér ferð í Smáralindina til þess að fylgjast með keppninni. MA-ingar tóku sér frí frá skóla í dag til þess að sitja í rútu. Þeir eru vanir slíkum ferðalögum, þetta er þriðja Reykjavíkurferð dyggustu stuðningsmannanna á innan við mánuði vegna Gettu betur og Morfís. Rútureikningar eru stór liður í útgjöldum nemendafélaga á landsbyggðinni meðan það heyrir til tíðinda ef menntskælingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að gera sér ferð út á land. Ég efast um að þeir létu bjóða sér margar rútuferðir til Akureyrar í sama mánuðinum. Er það ekki margra tíma akstur? Kannski er bara einfaldara að landsbyggðarpakkið komi í bæinn. Það lætur ferðalög og rútukostnað ekki á sig fá enda er það alkunna að fólkið úti á landi er harðara af sér en þeir sem aldir eru upp í sollinum syðra. Ekki ólíkt Pólverjunum. Þetta er harðduglegt fólk.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun