Unnið á mörgum vígstöðvum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Björk Hauksdóttir, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda. „Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“ Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“
Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira