Vinsælast að snæða á Vox Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Björn harðarson leggur lokahönd á hlaðborðið Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur.Markaðurinn/Anton „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira