Næsta skref Jón Kaldal skrifar 14. janúar 2008 11:29 Hinn 1. mars næstkomandi verða nítján ár liðin frá því að sala á áfengum bjór hófst á nýjan leik á Íslandi. Afnám hins 74 ára langa bjórsölubanns kostaði langa og stranga baráttu innan og utan þingsala áður en bindindismenn og bölsýnismenn í öllum stjórnmálaflokkum játuðu sig sigraða. Afnámi bannsins fylgdu þeir hins vegar úr hlaði með kolsvörtum spádómum um meiri áfengisneyslu, aukinn áfengisvanda og vaxandi unglingadrykkju með tilheyrandi slæmum afleiðingum fyrir heilsufar og almennt siðferði þjóðarinnar. Bölsýnismennirnir reyndust ekki getspakir. Áfengisneyslan jókst vissulega í lítrum talið, en þeir flöskuðu að öllu öðru leyti. Þrátt fyrir að Íslendingar innbyrði nú tvöfalt meira magn af áfengi á ári en þeir gerður áður en bjórinn var leyfður hafa heilbrigðis- og félagsleg vandamál af völdum áfengisdrykkju dregist saman. Þetta kemur fram í grein Bjarna Þjóðleifssonar, meltingarlæknis á Landspítala, í nýjasta hefti Læknablaðsins. Allt bendir til að þetta megi þakka róttækum breytingum á drykkjusiðum þjóðarinnar. Með tilkomu bjórsins snarféll hlutfall sterks áfengis af heildarneyslunni, fór úr 77 prósentum í um tuttugu prósent, en bjór og léttvín eru síður skaðleg lifrinni en brenndir drykkir. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart. Tveir litlir bjórar á dag alla vikuna hljóta að vera skárri fyrir heilsuna en til dæmis heil ginflaska á föstudagskvöldi, og ekki síður fyrir þá sem umgangast neytandann. Bjórinn virðist ekki aðeins hafa minnkað álagið á lifur landsmanna heldur hefur hann líka haft góð áhrif á tilveruna almennt. Í grein sinni í Læknablaðinu vísar Bjarni til rannsóknar Hildigunnar Ólafsdóttur afbrotafræðings, sem hefur kannað áhrif afnáms bjórsölubannsins á vandamál sem fylgja áfengisneyslu. Niðurstöður hennar sýna að ofbeldisbrot, ölvunarakstur og slys drógust saman á árunum 1990 til 2003. Þvert á alla spádóma var bjórinn sem sagt ekki vondur fyrir samfélagið heldur góður. Og það meira að segja mjög góður. Þær afleiðingar sáu andstæðingar bjórsins ekki fyrir. Þar á meðal voru til dæmis 133 læknar sem sendu Alþingi áskorun árið 1988 um að hvika hvergi frá bjórsölubanninu. Mörgum milljón bjórlítra síðar er gagnlegt að rifja þetta upp því fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sautján þingmanna um afnám einkaréttar ríkisins á sölu á léttvíni og bjór. Þetta er fimmta árið í röð sem frumvarpið er lagt fram en það hefur hingað til ekki fengist afgreitt. Mótrök andstæðinga frumvarpsins eru kunnugleg. Þar er boðið upp á endurflutt tuttugu ára gamalt efni úr baráttunni gegn bjórnum. Stuðningsmenn frumvarpsins eru sakaðir um að berjast fyrir gróðasjónarmiðum kaupmanna, setja unglinga í hættu og stuðla að því að sjúkdómar tengdir áfengisneyslu aukist. Jafnvel Bjarni læknir lætur liggja að því í grein sinni að tilslökun á áfengissölu sé varasöm. Og það þrátt fyrir að í sömu grein komi fram að árangur af fyrri tilslökun er ótvírætt góður. Staðreyndin er sú að íslensk áfengisstefna hefur mörg undanfarin ár einkennst af því að ríkið hefur verið að losa tök sín. Áfengisverslunum hefur verið fjölgað og opnunartími þeirra er orðinn mun rýmri en áður var. Þjóðin hefur sýnt að hún höndlar þetta afslappaðra viðhorf til áfengis ljómandi vel. Afnám einkasölu ríkisins á sölu léttvíns og bjórs er eðlilegt næsta skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun
Hinn 1. mars næstkomandi verða nítján ár liðin frá því að sala á áfengum bjór hófst á nýjan leik á Íslandi. Afnám hins 74 ára langa bjórsölubanns kostaði langa og stranga baráttu innan og utan þingsala áður en bindindismenn og bölsýnismenn í öllum stjórnmálaflokkum játuðu sig sigraða. Afnámi bannsins fylgdu þeir hins vegar úr hlaði með kolsvörtum spádómum um meiri áfengisneyslu, aukinn áfengisvanda og vaxandi unglingadrykkju með tilheyrandi slæmum afleiðingum fyrir heilsufar og almennt siðferði þjóðarinnar. Bölsýnismennirnir reyndust ekki getspakir. Áfengisneyslan jókst vissulega í lítrum talið, en þeir flöskuðu að öllu öðru leyti. Þrátt fyrir að Íslendingar innbyrði nú tvöfalt meira magn af áfengi á ári en þeir gerður áður en bjórinn var leyfður hafa heilbrigðis- og félagsleg vandamál af völdum áfengisdrykkju dregist saman. Þetta kemur fram í grein Bjarna Þjóðleifssonar, meltingarlæknis á Landspítala, í nýjasta hefti Læknablaðsins. Allt bendir til að þetta megi þakka róttækum breytingum á drykkjusiðum þjóðarinnar. Með tilkomu bjórsins snarféll hlutfall sterks áfengis af heildarneyslunni, fór úr 77 prósentum í um tuttugu prósent, en bjór og léttvín eru síður skaðleg lifrinni en brenndir drykkir. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart. Tveir litlir bjórar á dag alla vikuna hljóta að vera skárri fyrir heilsuna en til dæmis heil ginflaska á föstudagskvöldi, og ekki síður fyrir þá sem umgangast neytandann. Bjórinn virðist ekki aðeins hafa minnkað álagið á lifur landsmanna heldur hefur hann líka haft góð áhrif á tilveruna almennt. Í grein sinni í Læknablaðinu vísar Bjarni til rannsóknar Hildigunnar Ólafsdóttur afbrotafræðings, sem hefur kannað áhrif afnáms bjórsölubannsins á vandamál sem fylgja áfengisneyslu. Niðurstöður hennar sýna að ofbeldisbrot, ölvunarakstur og slys drógust saman á árunum 1990 til 2003. Þvert á alla spádóma var bjórinn sem sagt ekki vondur fyrir samfélagið heldur góður. Og það meira að segja mjög góður. Þær afleiðingar sáu andstæðingar bjórsins ekki fyrir. Þar á meðal voru til dæmis 133 læknar sem sendu Alþingi áskorun árið 1988 um að hvika hvergi frá bjórsölubanninu. Mörgum milljón bjórlítra síðar er gagnlegt að rifja þetta upp því fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sautján þingmanna um afnám einkaréttar ríkisins á sölu á léttvíni og bjór. Þetta er fimmta árið í röð sem frumvarpið er lagt fram en það hefur hingað til ekki fengist afgreitt. Mótrök andstæðinga frumvarpsins eru kunnugleg. Þar er boðið upp á endurflutt tuttugu ára gamalt efni úr baráttunni gegn bjórnum. Stuðningsmenn frumvarpsins eru sakaðir um að berjast fyrir gróðasjónarmiðum kaupmanna, setja unglinga í hættu og stuðla að því að sjúkdómar tengdir áfengisneyslu aukist. Jafnvel Bjarni læknir lætur liggja að því í grein sinni að tilslökun á áfengissölu sé varasöm. Og það þrátt fyrir að í sömu grein komi fram að árangur af fyrri tilslökun er ótvírætt góður. Staðreyndin er sú að íslensk áfengisstefna hefur mörg undanfarin ár einkennst af því að ríkið hefur verið að losa tök sín. Áfengisverslunum hefur verið fjölgað og opnunartími þeirra er orðinn mun rýmri en áður var. Þjóðin hefur sýnt að hún höndlar þetta afslappaðra viðhorf til áfengis ljómandi vel. Afnám einkasölu ríkisins á sölu léttvíns og bjórs er eðlilegt næsta skref.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun