Glórulaus hreintrúarstefna Jón Kaldal skrifar 10. janúar 2008 06:00 Við Laugaveg númer 18 er til húsa vinsælasta og farsælasta verslun götunnar. Þetta er Bókabúð Máls og menningar sem er opin frá því snemma að morgni til tíu á kvöldin alla daga vikunnar Eftir að aðrar verslanir loka á laugardögum, og opna fæstar aftur fyrr en á mánudögum, er Mál og menning eins og vin í eyðimörkinni. Þetta þekkja þeir vel sem leggja leið sína í miðbæinn um helgar, hvort sem þeir koma úr næstu götum, úthverfum borgarinnar eða utan úr heimi. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að í húsinu við Laugaveg 18 slær hjarta Laugavegarins. Þetta hús er eitt af örfáum í gjörvöllum miðbænum þar sem tifar fjölbreytt starfsemi allan sólarhringinn. Skýringin er sú að á efri hæðum hússins eru ekki aðeins skrifstofur heldur líka vinsælt hótel sem hefur með tímanum teygt sig yfir á efri hæðir nærliggjandi húsa. Laugavegur 18 er sem sagt yndislegt miðbæjarhús. Bara að við ættum fleiri slík. Staðreyndin er hins vegar sú að ef við eigum að trúa þeim sem tala hæst um byggingar við Laugaveginn, þá er hús eins og stendur við Laugaveg 18 hryllilegt menningarsögulegt slys. Það er steinsteypt, fyllir út í lóðamörk og rís sex hæðir upp úr jörðinni. Húsafriðunarnefnd hefur nú stöðvað undirbúning byggingar húss við Laugaveg 4 og 6, sem á að hýsa svipað samsettan rekstur og Máls og menningar-húsið, verslun á götuhæð og hótel á þeim efri. Samkvæmt teikningum á þetta hús að vera tveimur hæðum lægra en Laugavegur 18 en þykir þó of hátt á þessum stað. Formaður Húsafriðunarnefndar hefur greint frá því að mat nefndarinnar sé að fyrirhuguð nýbygging rýri varðveislugildi Laugavegar 2 og sé ekki í takt við götumynd Laugavegar. Það er hjákátlegt til þess að hugsa en við gafl þessa sama húss stendur fimm hæða steinhús við Skólavörðustíg 1A. Og þetta hús er engin nýbygging heldur var reist á fjórða áratug síðustu aldar, í kartöflugarði við húsið að Laugaveg 4. Skólavörðustígur 1A er eitt af mörgum húsum í miðbænum sem var byggt samkvæmt fyrsta heildarskipulagi fyrir Reykjavík. Það skipulag var samþykkt árið 1927 og miðað að því að Reykjavík yrði bær í evrópskum stíl. Götumyndin sem var lögð til grundvallar gekk út á sambyggð nokkurra hæða hús. Byggðin átti að rúmast innan Hringbrautar, Ánanausta, Skúlagötu og Snorrabrautar og íbúar að búa í göngufæri við miðbæinn. Þetta skipulag sprakk þegar leið á fjórða áratuginn og byggðin fór að teygja sig stefnulaust í allar áttir, illu heilli fyrir framtíðarsvip borgarinnar. Þetta er hér fært til bókar því það mætti halda að það sé seinni tíma uppfinning að byggja hátt við Laugaveg. Hið rétta er að það er margra áratuga saga og vilji fyrir því að koma upp reisulegum húsum við Laugaveg. Viljinn var bara lengi vel langt umfram efnahag þjóðarinnar. Einkennismerki Laugavegarins hefur um árabil verið sundurgerðin. Þar eru sannarlega mörg gömul hús sem verður að vernda, en hreintrúarstefna á borð við þá sem birtist í teikningum af endurgerðum húsunum við Laugaveg 4 og 6, á ekki erindi við aðalverslunargötu miðbæjarins. Hún fæst einungis þrifist í skjóli hins opinbera og er fölsun á veruleikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Við Laugaveg númer 18 er til húsa vinsælasta og farsælasta verslun götunnar. Þetta er Bókabúð Máls og menningar sem er opin frá því snemma að morgni til tíu á kvöldin alla daga vikunnar Eftir að aðrar verslanir loka á laugardögum, og opna fæstar aftur fyrr en á mánudögum, er Mál og menning eins og vin í eyðimörkinni. Þetta þekkja þeir vel sem leggja leið sína í miðbæinn um helgar, hvort sem þeir koma úr næstu götum, úthverfum borgarinnar eða utan úr heimi. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að í húsinu við Laugaveg 18 slær hjarta Laugavegarins. Þetta hús er eitt af örfáum í gjörvöllum miðbænum þar sem tifar fjölbreytt starfsemi allan sólarhringinn. Skýringin er sú að á efri hæðum hússins eru ekki aðeins skrifstofur heldur líka vinsælt hótel sem hefur með tímanum teygt sig yfir á efri hæðir nærliggjandi húsa. Laugavegur 18 er sem sagt yndislegt miðbæjarhús. Bara að við ættum fleiri slík. Staðreyndin er hins vegar sú að ef við eigum að trúa þeim sem tala hæst um byggingar við Laugaveginn, þá er hús eins og stendur við Laugaveg 18 hryllilegt menningarsögulegt slys. Það er steinsteypt, fyllir út í lóðamörk og rís sex hæðir upp úr jörðinni. Húsafriðunarnefnd hefur nú stöðvað undirbúning byggingar húss við Laugaveg 4 og 6, sem á að hýsa svipað samsettan rekstur og Máls og menningar-húsið, verslun á götuhæð og hótel á þeim efri. Samkvæmt teikningum á þetta hús að vera tveimur hæðum lægra en Laugavegur 18 en þykir þó of hátt á þessum stað. Formaður Húsafriðunarnefndar hefur greint frá því að mat nefndarinnar sé að fyrirhuguð nýbygging rýri varðveislugildi Laugavegar 2 og sé ekki í takt við götumynd Laugavegar. Það er hjákátlegt til þess að hugsa en við gafl þessa sama húss stendur fimm hæða steinhús við Skólavörðustíg 1A. Og þetta hús er engin nýbygging heldur var reist á fjórða áratug síðustu aldar, í kartöflugarði við húsið að Laugaveg 4. Skólavörðustígur 1A er eitt af mörgum húsum í miðbænum sem var byggt samkvæmt fyrsta heildarskipulagi fyrir Reykjavík. Það skipulag var samþykkt árið 1927 og miðað að því að Reykjavík yrði bær í evrópskum stíl. Götumyndin sem var lögð til grundvallar gekk út á sambyggð nokkurra hæða hús. Byggðin átti að rúmast innan Hringbrautar, Ánanausta, Skúlagötu og Snorrabrautar og íbúar að búa í göngufæri við miðbæinn. Þetta skipulag sprakk þegar leið á fjórða áratuginn og byggðin fór að teygja sig stefnulaust í allar áttir, illu heilli fyrir framtíðarsvip borgarinnar. Þetta er hér fært til bókar því það mætti halda að það sé seinni tíma uppfinning að byggja hátt við Laugaveg. Hið rétta er að það er margra áratuga saga og vilji fyrir því að koma upp reisulegum húsum við Laugaveg. Viljinn var bara lengi vel langt umfram efnahag þjóðarinnar. Einkennismerki Laugavegarins hefur um árabil verið sundurgerðin. Þar eru sannarlega mörg gömul hús sem verður að vernda, en hreintrúarstefna á borð við þá sem birtist í teikningum af endurgerðum húsunum við Laugaveg 4 og 6, á ekki erindi við aðalverslunargötu miðbæjarins. Hún fæst einungis þrifist í skjóli hins opinbera og er fölsun á veruleikanum.