Hætta á hrávörubólu 9. janúar 2008 00:01 „eldsneytissáning“ í bígerð Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en manneldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. Markaðurinn/AFP Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú. Undir smásjánni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú.
Undir smásjánni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira