Íslandsálagið Björgvin Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2007 00:51 Það er erfitt fyrir almenning að átta sig á hvað yfirstandandi hræringar á fjármálamörkuðum þýða. Í raun er erfitt fyrir flesta að spá fyrir um afleiðingar óróleikans sem nú ríkir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Eitt er víst. Eignir margra Íslendinga, innlendar og erlendar, hafa hríðfallið í verði undanfarnar vikur. Óróleikinn mun því kosta marga skildinginn. Og rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja hefur versnað. Dýrara er að fá peninga að láni en áður. Sú hækkun endurspeglast síðan í hærri vöxtum til viðskiptavina. Flestir eru samt sammála um að þessi ólga muni ekki hafa alvarleg eða varanleg áhrif á íslenska fjármálakerfið í heild. Óvissan um hversu lengi hún muni vara er verst. Mörg fjárfestingarfélög standa tæpt og þola ekki miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum í viðbót. Starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa staðið í ströngu í vikunni við að kalla eftir auknum tryggingum fyrir skuldum fjárfesta. Sumir eru veðsettir upp í topp. Í þeim tilvikum þurfa þeir að leggja fram laust fé eða selja eignir og lækka skuldir. Líklegt er að á næstu dögum þurfi eigendur að styrkja frekar félög sem tapað hafa miklum peningum. Þróunin á mörkuðum ræður því svo hversu víðtækt og opinbert það verður. Gengislækkun fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands helst í hendur við þróun á erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið kallað lausafjárkreppa. Ástæðan er rakin til fasteignalána í Bandaríkjunum. Árið 2006 fór að bera á vanskilum, veð voru ófullnægjandi, lánshlutfall hátt og fasteignaverð lækkaði víða. Erlend fjármálafyrirtæki hafa afskrifað milljarða og verðmæti þeirra rýrnað. Mörg íslensk fyrirtæki eru umsvifamikil í fjárfestingum um allan heim. Því er eðlilegt að gengi þeirra sveiflist í takt við verðmæti erlendra eigna. Annað væri óeðlilegt og merki um óheilbrigðan markað. Við þessar aðstæður í heiminum er ástandið viðkvæmt. Neikvæðar fréttir hafa meiri áhrif en ella. Á þriðjudaginn sagði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's að horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins væru neikvæðar. Meiri hætta væri á harðari lendingu hagkerfisins eftir nokkurt þensluskeið. Í kjölfarið hefur áhættuálag íslenskra banka hækkað enn meira. Það er dýrara fyrir þá að fá að fjármagna starfsemi sína. Svo virðist sem íslensk fjármálafyrirtæki fari verr út úr þessum lausafjárskorti á alþjóðamörkuðum en aðrir norrænir bankar. Þetta hefur verið kallað Íslandsálag. Richards Porters, prófessor í London Business School, sem vann ásamt fleirum skýrslu um stöðu íslenska fjármálakerfisins, sagði á fundi í London í vikunni að ekki væri hægt að réttlæta þetta álag miðað við stöðu íslenska hagkerfisins. Sagði hann að fjármálafyrirtæki hér væru vel í stakk búin til að mæta erfiðleikum á alþjóð legum mörkuðum. Fyrirtækin hefðu brugðust vel við gagnrýni sem sett var fram á þau snemma árs 2006. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa alla burði til að komast þokkalega í gegnum þessa erfiðleika. Lögin, stofnanakerfið og rekstrarumhverfi eru traust. Mikil ábyrgð hvílir á herðum stjórnenda fjármálafyrirtækja og opinberra stofnana við þessar aðstæður. Þeir verða að axla þá ábyrgð til að tryggja fjármálastöðugleika í stað þess að grafa undan honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Það er erfitt fyrir almenning að átta sig á hvað yfirstandandi hræringar á fjármálamörkuðum þýða. Í raun er erfitt fyrir flesta að spá fyrir um afleiðingar óróleikans sem nú ríkir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Eitt er víst. Eignir margra Íslendinga, innlendar og erlendar, hafa hríðfallið í verði undanfarnar vikur. Óróleikinn mun því kosta marga skildinginn. Og rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja hefur versnað. Dýrara er að fá peninga að láni en áður. Sú hækkun endurspeglast síðan í hærri vöxtum til viðskiptavina. Flestir eru samt sammála um að þessi ólga muni ekki hafa alvarleg eða varanleg áhrif á íslenska fjármálakerfið í heild. Óvissan um hversu lengi hún muni vara er verst. Mörg fjárfestingarfélög standa tæpt og þola ekki miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum í viðbót. Starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa staðið í ströngu í vikunni við að kalla eftir auknum tryggingum fyrir skuldum fjárfesta. Sumir eru veðsettir upp í topp. Í þeim tilvikum þurfa þeir að leggja fram laust fé eða selja eignir og lækka skuldir. Líklegt er að á næstu dögum þurfi eigendur að styrkja frekar félög sem tapað hafa miklum peningum. Þróunin á mörkuðum ræður því svo hversu víðtækt og opinbert það verður. Gengislækkun fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands helst í hendur við þróun á erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið kallað lausafjárkreppa. Ástæðan er rakin til fasteignalána í Bandaríkjunum. Árið 2006 fór að bera á vanskilum, veð voru ófullnægjandi, lánshlutfall hátt og fasteignaverð lækkaði víða. Erlend fjármálafyrirtæki hafa afskrifað milljarða og verðmæti þeirra rýrnað. Mörg íslensk fyrirtæki eru umsvifamikil í fjárfestingum um allan heim. Því er eðlilegt að gengi þeirra sveiflist í takt við verðmæti erlendra eigna. Annað væri óeðlilegt og merki um óheilbrigðan markað. Við þessar aðstæður í heiminum er ástandið viðkvæmt. Neikvæðar fréttir hafa meiri áhrif en ella. Á þriðjudaginn sagði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's að horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins væru neikvæðar. Meiri hætta væri á harðari lendingu hagkerfisins eftir nokkurt þensluskeið. Í kjölfarið hefur áhættuálag íslenskra banka hækkað enn meira. Það er dýrara fyrir þá að fá að fjármagna starfsemi sína. Svo virðist sem íslensk fjármálafyrirtæki fari verr út úr þessum lausafjárskorti á alþjóðamörkuðum en aðrir norrænir bankar. Þetta hefur verið kallað Íslandsálag. Richards Porters, prófessor í London Business School, sem vann ásamt fleirum skýrslu um stöðu íslenska fjármálakerfisins, sagði á fundi í London í vikunni að ekki væri hægt að réttlæta þetta álag miðað við stöðu íslenska hagkerfisins. Sagði hann að fjármálafyrirtæki hér væru vel í stakk búin til að mæta erfiðleikum á alþjóð legum mörkuðum. Fyrirtækin hefðu brugðust vel við gagnrýni sem sett var fram á þau snemma árs 2006. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa alla burði til að komast þokkalega í gegnum þessa erfiðleika. Lögin, stofnanakerfið og rekstrarumhverfi eru traust. Mikil ábyrgð hvílir á herðum stjórnenda fjármálafyrirtækja og opinberra stofnana við þessar aðstæður. Þeir verða að axla þá ábyrgð til að tryggja fjármálastöðugleika í stað þess að grafa undan honum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun